„Viðbjóðsleg“ kvennasíða hrekur Manuelu af Snapchat Stefán Árni Pálsson skrifar 26. apríl 2017 10:15 Manuela farin af miðlinum. „Sú staðreynd að það sé til grúppa sem heitir Vonda systir (með augljóslega einn tilgang) útrýmdi löngun minni til að halda áfram að deila lífi mínu á samfélagsmiðlum. Takk fyrir samfylgdina,“ skrifaði Manuela Ósk á Snapchat í gær en forsagan er sú að mikil umræða spratt upp í Facebook-hópnum Vonda systir í kjölfar þess að Manuela tjáði sig um líkamsvöxt Kim Kardashian. Umræðan inn á Vonda systir hópnum virðist hafa gert útslagið fyrir Manuelu en þar var hún sökuð um „body-shaming“. Hér að neðan má sjá skjáskot af umræðunni inni á Facebook-hópnum.„Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja, en ég ætla að setja smá hérna inn því þetta verður síðasta storyið sem ég geri á Snapchat áður en ég loka reikninginum.“ Svona hófst síðasta saga Manuelu á samfélagsmiðlinum. Hún hefur nú eytt þeirri sögu. Samfélagsmiðlastjarnan greindi svo frá því að hún ætli að halda áfram að nota forritið til að eiga samskipti við vini og vandamenn, en hún ætlar ekki að hafa svokallað opið Snapchat lengur í þeim skilningi að allir sem hafa áhuga geti fylgst með því sem hún setur inn.Ekki mitt að dæma „Mig langar að segja að „body-shaming“ á aldrei rétt á sér og það er ekki mitt að dæma útlit annarra. Það er ekki mitt að dæma um það hvað Kim Kardashian eða einhver önnur kona kýs að gera við líkama sinn. Það eina sem snertir mig eru óraunhæfar kröfur til kvenfólks og til ungra stelpna. Það er eitthvað sem allar stelpur hafa þurft að díla við og ég hef þurft að díla við.“ Manuela segist hafa áhyggjur af því að dóttir hennar eigi eftir að þurfa takast á við þessar óraunhæfu kröfur. „Það er rosalega erfitt að díla við þetta. Mér finnst persónulega Kim Kardashian líta fáránlega vel út og ég er búin að segja það margoft á öllum mínum miðlum. En Kim Kardashian er búin að tala mjög opið um þær lýtaaðgerðir sem hún hefur farið í til þess að líta svona út. Það er oft erfitt fyrir ungar konur, meira segja fyrir mig sem er 33 ára, að berjast við þessar glansmyndir og þessar kröfur sem eru gerðar. Vissulega var þessi póstur settur inn í flýti en mér líður oft þegar ég er að tala við ykkur eins og ég sé að tala við vinkonur mínar. Og ég veit það alveg að flest allar stelpur segja alveg; „omg, ertu búin að sjá nýju myndina af Kylie Jenner, Kim Kardashian og Kanye West. Þær gera það allar.“ Hún segir að umrædd færsla hafi verið sett inn í þannig fíling. „Ég sá þessa mynd og hugsaði bara; „fokk my life hvað manneskjan er klikkuð í hlutföllum“. Þetta er ekki eðlilegt að þetta eru of miklar öfgar, að mínu mati en auðvitað á ég ekki að dæma, það er ekki mitt að dæma. Það eina sem skiptir mig máli er að mér finnst verið að gefa röng skilaboð. Mér finnst vera gefa þau skilaboð að þú getir mögulega alveg litið svona út og eigir kannski bara að líta svona út og að það sé bara ógeðslega eðlilegt.“ Manuela snéri umræðunni næst að Facebook-hópnum Vonda systir.Viðbjóðsleg síða „Varðandi þessa umræðu sem er í gangi inni á þessari viðbjóðslegu síðu, afskakið ég bara skil ekki hvað fólk er að gera inni á svona síðu. Ég er alls ekki fullkomin og mjög langt frá því að vera fullkomin og segi oft einhverja bölvaða vitleysu. En ég get allavega stolt sagt frá því að ég er ekki inni á einhverri grúppu sem stundar persónuleg niðurrif á aðrar íslenskar konur. Ég er ekki Kim Kardashian, ég er mjög langt frá því. Auðvitað megið þið sem eruð inni á þessari grúppu vera ósammála því sem ég sagði en svona persónuárásir og svona ljót skrif, ég fékk bara nóg og mig langar ekki að vera á Snapchat lengur.“ Hún ætlar því ekki að opna líf sitt lengur fyrir almenningi. „Mig langar ekki að deila því sem ég er að gera og deila börnunum mínum. Mig langar ekki að deila draumunum mínum, mig bara langar það ekki lengur. Út af því að mér leið eins og ég væri að tala við vinkonur mínar en núna líður mér bara eins og ég sé að tala við einhverja sem vilja mér ekki einu sinni vel. Ef ykkur fannst ég vera vond við Kim Kardashian þá finnst mér það mjög leiðinlegt. Það var aldrei ætlunin mín og Kim Kardashian er mega flott. Ég er ný vöknuð með engan fokking filter því mér er drullu fokking sama.“Manúela er enn virk á Instagram og má fylgjast með henni hér. Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
„Sú staðreynd að það sé til grúppa sem heitir Vonda systir (með augljóslega einn tilgang) útrýmdi löngun minni til að halda áfram að deila lífi mínu á samfélagsmiðlum. Takk fyrir samfylgdina,“ skrifaði Manuela Ósk á Snapchat í gær en forsagan er sú að mikil umræða spratt upp í Facebook-hópnum Vonda systir í kjölfar þess að Manuela tjáði sig um líkamsvöxt Kim Kardashian. Umræðan inn á Vonda systir hópnum virðist hafa gert útslagið fyrir Manuelu en þar var hún sökuð um „body-shaming“. Hér að neðan má sjá skjáskot af umræðunni inni á Facebook-hópnum.„Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja, en ég ætla að setja smá hérna inn því þetta verður síðasta storyið sem ég geri á Snapchat áður en ég loka reikninginum.“ Svona hófst síðasta saga Manuelu á samfélagsmiðlinum. Hún hefur nú eytt þeirri sögu. Samfélagsmiðlastjarnan greindi svo frá því að hún ætli að halda áfram að nota forritið til að eiga samskipti við vini og vandamenn, en hún ætlar ekki að hafa svokallað opið Snapchat lengur í þeim skilningi að allir sem hafa áhuga geti fylgst með því sem hún setur inn.Ekki mitt að dæma „Mig langar að segja að „body-shaming“ á aldrei rétt á sér og það er ekki mitt að dæma útlit annarra. Það er ekki mitt að dæma um það hvað Kim Kardashian eða einhver önnur kona kýs að gera við líkama sinn. Það eina sem snertir mig eru óraunhæfar kröfur til kvenfólks og til ungra stelpna. Það er eitthvað sem allar stelpur hafa þurft að díla við og ég hef þurft að díla við.“ Manuela segist hafa áhyggjur af því að dóttir hennar eigi eftir að þurfa takast á við þessar óraunhæfu kröfur. „Það er rosalega erfitt að díla við þetta. Mér finnst persónulega Kim Kardashian líta fáránlega vel út og ég er búin að segja það margoft á öllum mínum miðlum. En Kim Kardashian er búin að tala mjög opið um þær lýtaaðgerðir sem hún hefur farið í til þess að líta svona út. Það er oft erfitt fyrir ungar konur, meira segja fyrir mig sem er 33 ára, að berjast við þessar glansmyndir og þessar kröfur sem eru gerðar. Vissulega var þessi póstur settur inn í flýti en mér líður oft þegar ég er að tala við ykkur eins og ég sé að tala við vinkonur mínar. Og ég veit það alveg að flest allar stelpur segja alveg; „omg, ertu búin að sjá nýju myndina af Kylie Jenner, Kim Kardashian og Kanye West. Þær gera það allar.“ Hún segir að umrædd færsla hafi verið sett inn í þannig fíling. „Ég sá þessa mynd og hugsaði bara; „fokk my life hvað manneskjan er klikkuð í hlutföllum“. Þetta er ekki eðlilegt að þetta eru of miklar öfgar, að mínu mati en auðvitað á ég ekki að dæma, það er ekki mitt að dæma. Það eina sem skiptir mig máli er að mér finnst verið að gefa röng skilaboð. Mér finnst vera gefa þau skilaboð að þú getir mögulega alveg litið svona út og eigir kannski bara að líta svona út og að það sé bara ógeðslega eðlilegt.“ Manuela snéri umræðunni næst að Facebook-hópnum Vonda systir.Viðbjóðsleg síða „Varðandi þessa umræðu sem er í gangi inni á þessari viðbjóðslegu síðu, afskakið ég bara skil ekki hvað fólk er að gera inni á svona síðu. Ég er alls ekki fullkomin og mjög langt frá því að vera fullkomin og segi oft einhverja bölvaða vitleysu. En ég get allavega stolt sagt frá því að ég er ekki inni á einhverri grúppu sem stundar persónuleg niðurrif á aðrar íslenskar konur. Ég er ekki Kim Kardashian, ég er mjög langt frá því. Auðvitað megið þið sem eruð inni á þessari grúppu vera ósammála því sem ég sagði en svona persónuárásir og svona ljót skrif, ég fékk bara nóg og mig langar ekki að vera á Snapchat lengur.“ Hún ætlar því ekki að opna líf sitt lengur fyrir almenningi. „Mig langar ekki að deila því sem ég er að gera og deila börnunum mínum. Mig langar ekki að deila draumunum mínum, mig bara langar það ekki lengur. Út af því að mér leið eins og ég væri að tala við vinkonur mínar en núna líður mér bara eins og ég sé að tala við einhverja sem vilja mér ekki einu sinni vel. Ef ykkur fannst ég vera vond við Kim Kardashian þá finnst mér það mjög leiðinlegt. Það var aldrei ætlunin mín og Kim Kardashian er mega flott. Ég er ný vöknuð með engan fokking filter því mér er drullu fokking sama.“Manúela er enn virk á Instagram og má fylgjast með henni hér.
Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira