Starfsemi United Silicon stöðvuð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. apríl 2017 09:07 Verksmiðja United Silicon í Helguvík Vísir/Eyþór Umhverfisstofnun ákvað með bréfi í gær að stöðva starfsemi United Silicom í Helguvík. Rekstraraðila verður ekki heimilt að gangsetja ljósbogaofn verksmiðjunnar nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar til frekari greiningar á lyktarmengun. Stöðvunin gildir þangað til skýringar liggja fyrir um orsakir lyktarmengunar og nægjanlegar úrbætur framkvæmdar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Í bréfi Umhverfisstofnunar segir að jákvæð þróun hafi orðið varðandaði ráðstafanir United Silicon að undanförnu hvað varðar greiningu á vandamálum verksmiðjunnar og leiðum til úrbóta. Engu að síður telur Umhverfisstofnun nausðynlegt að fullnægjandi upplýsingar liggi fyrir um orsök lyktarmengunar sem kvartað hefur verið yfir og ráðstafanir til úrbóta áður en reglubundinn rekstur ljósbogaofns verði heimilaður á ný.Þurfa að tilkynna íbúum með fyrirvara verði ofninn gangsettur Umhverfisstofnun fyrirskipaði þann 18. apríl síðastliðinn að starfsemi kísilverksmiðjunnar skyldi stöðvuð en forsvarsmenn United Silicon fengu frest til gærdagsins til þess að andmæla ákvörðun Umhverfisstofnunar.Framtíð verksmiðjunnar er hulin óvissu.Vísir/VilhelmÍ andmælum United Silicon kom fram að fyrirtækið geri ekki efnislegar athugasemdir við áform Umhverfisstofnunar um lokun. Þá kom einnig fram að leitað hafi verið til norsks ráðgjafafyrirtækis til þess að leysa vandamál verksmiðjunnar. Umhverfisstofnun vinunr nú að útttekt á verksmiðjunni og mun einnig heimila United Silicon að gangsetja ljósbogaofninn vegna frekari greiningar lyktarmengunar og mati á mögulegum úrbótum. Í bréfinu segir að tilkynna skuli Umhverfisstofnun um tímasetningu fyrirhugaðrar upppkeyrslu ofnsins. Mikilvægt sé að við tímasetningu slíkrar gangsetningu sé miðað við hagstæða vindátt til að draga úr áhrifum á íbúa. Þá muni Umhverfisstofnun hafa eftirlit með uppkeyrslunni og er tímasetning hennar því háð samþykki stofnunarinnar. Þá þarf United Silicon einnig að tilkynna íbúum Reykjanesbæjar um fyrirhugaða uppkeyrslu með fyrirvara. Stöðvun á starfsemi United Silicon varir þar til skýringar liggja fyrir um orsakir lyktarmengunar og nægjanlegar úrbætur framkvæmdar að mati Umhverfisstofnunar, að því er segir í bréfinu sem nálgast má hér fyrir neðan. United Silicon Tengdar fréttir Ofnstöðvun skýrir mengun Eins og vitað var eru það óvæntar stöðvanir ljósbogaofnsins í verksmiðju United Silicon í Helguvík sem veldur hinni miklu loftmengun sem stafað hefur frá verksmiðjunni að undanförnu. 25. apríl 2017 07:00 Ræsa ekki ljósbogaofninn án samráðs við Umhverfisstofnun United Silicon hefur ákveðið að leita til norsku loftrannsóknarstofnunarinnar til að framkvæma mælingar á loftgæðum í nágrenni við kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík þegar ljósbogaofn verksmiðjunnar verður ræstur að nýju. United Silicon hefur engin áform um að ræsa ofninn aftur án samráðs við Umhverfisstofnun. 25. apríl 2017 18:45 Segir engan starfsmann United Silicon missa vinnuna þrátt fyrir framleiðslustopp Talsmaður United Silicon segir að enginn starfsmaður muni missa vinnuna þrátt fyrir að kísilmálmframleiðsla sé stopp og ekki ljóst hvenær starfsemi geti hafist aftur. 21. apríl 2017 18:45 Umhverfisstofnun þraut þolinmæðina gagnvart United Silicon Þegar staðhæfingar United Silicon um að búið væri að leysa vissa tæknilega erfiðleika reyndust innistæðulausar greip Umhverfisstofnun til aðgerða. 21. apríl 2017 06:00 Laust rör olli eldinum í United Silicon Vinnueftirlitið rannsakar brunann sem kom upp í síðustu viku. 25. apríl 2017 18:42 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Umhverfisstofnun ákvað með bréfi í gær að stöðva starfsemi United Silicom í Helguvík. Rekstraraðila verður ekki heimilt að gangsetja ljósbogaofn verksmiðjunnar nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar til frekari greiningar á lyktarmengun. Stöðvunin gildir þangað til skýringar liggja fyrir um orsakir lyktarmengunar og nægjanlegar úrbætur framkvæmdar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Í bréfi Umhverfisstofnunar segir að jákvæð þróun hafi orðið varðandaði ráðstafanir United Silicon að undanförnu hvað varðar greiningu á vandamálum verksmiðjunnar og leiðum til úrbóta. Engu að síður telur Umhverfisstofnun nausðynlegt að fullnægjandi upplýsingar liggi fyrir um orsök lyktarmengunar sem kvartað hefur verið yfir og ráðstafanir til úrbóta áður en reglubundinn rekstur ljósbogaofns verði heimilaður á ný.Þurfa að tilkynna íbúum með fyrirvara verði ofninn gangsettur Umhverfisstofnun fyrirskipaði þann 18. apríl síðastliðinn að starfsemi kísilverksmiðjunnar skyldi stöðvuð en forsvarsmenn United Silicon fengu frest til gærdagsins til þess að andmæla ákvörðun Umhverfisstofnunar.Framtíð verksmiðjunnar er hulin óvissu.Vísir/VilhelmÍ andmælum United Silicon kom fram að fyrirtækið geri ekki efnislegar athugasemdir við áform Umhverfisstofnunar um lokun. Þá kom einnig fram að leitað hafi verið til norsks ráðgjafafyrirtækis til þess að leysa vandamál verksmiðjunnar. Umhverfisstofnun vinunr nú að útttekt á verksmiðjunni og mun einnig heimila United Silicon að gangsetja ljósbogaofninn vegna frekari greiningar lyktarmengunar og mati á mögulegum úrbótum. Í bréfinu segir að tilkynna skuli Umhverfisstofnun um tímasetningu fyrirhugaðrar upppkeyrslu ofnsins. Mikilvægt sé að við tímasetningu slíkrar gangsetningu sé miðað við hagstæða vindátt til að draga úr áhrifum á íbúa. Þá muni Umhverfisstofnun hafa eftirlit með uppkeyrslunni og er tímasetning hennar því háð samþykki stofnunarinnar. Þá þarf United Silicon einnig að tilkynna íbúum Reykjanesbæjar um fyrirhugaða uppkeyrslu með fyrirvara. Stöðvun á starfsemi United Silicon varir þar til skýringar liggja fyrir um orsakir lyktarmengunar og nægjanlegar úrbætur framkvæmdar að mati Umhverfisstofnunar, að því er segir í bréfinu sem nálgast má hér fyrir neðan.
United Silicon Tengdar fréttir Ofnstöðvun skýrir mengun Eins og vitað var eru það óvæntar stöðvanir ljósbogaofnsins í verksmiðju United Silicon í Helguvík sem veldur hinni miklu loftmengun sem stafað hefur frá verksmiðjunni að undanförnu. 25. apríl 2017 07:00 Ræsa ekki ljósbogaofninn án samráðs við Umhverfisstofnun United Silicon hefur ákveðið að leita til norsku loftrannsóknarstofnunarinnar til að framkvæma mælingar á loftgæðum í nágrenni við kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík þegar ljósbogaofn verksmiðjunnar verður ræstur að nýju. United Silicon hefur engin áform um að ræsa ofninn aftur án samráðs við Umhverfisstofnun. 25. apríl 2017 18:45 Segir engan starfsmann United Silicon missa vinnuna þrátt fyrir framleiðslustopp Talsmaður United Silicon segir að enginn starfsmaður muni missa vinnuna þrátt fyrir að kísilmálmframleiðsla sé stopp og ekki ljóst hvenær starfsemi geti hafist aftur. 21. apríl 2017 18:45 Umhverfisstofnun þraut þolinmæðina gagnvart United Silicon Þegar staðhæfingar United Silicon um að búið væri að leysa vissa tæknilega erfiðleika reyndust innistæðulausar greip Umhverfisstofnun til aðgerða. 21. apríl 2017 06:00 Laust rör olli eldinum í United Silicon Vinnueftirlitið rannsakar brunann sem kom upp í síðustu viku. 25. apríl 2017 18:42 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Ofnstöðvun skýrir mengun Eins og vitað var eru það óvæntar stöðvanir ljósbogaofnsins í verksmiðju United Silicon í Helguvík sem veldur hinni miklu loftmengun sem stafað hefur frá verksmiðjunni að undanförnu. 25. apríl 2017 07:00
Ræsa ekki ljósbogaofninn án samráðs við Umhverfisstofnun United Silicon hefur ákveðið að leita til norsku loftrannsóknarstofnunarinnar til að framkvæma mælingar á loftgæðum í nágrenni við kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík þegar ljósbogaofn verksmiðjunnar verður ræstur að nýju. United Silicon hefur engin áform um að ræsa ofninn aftur án samráðs við Umhverfisstofnun. 25. apríl 2017 18:45
Segir engan starfsmann United Silicon missa vinnuna þrátt fyrir framleiðslustopp Talsmaður United Silicon segir að enginn starfsmaður muni missa vinnuna þrátt fyrir að kísilmálmframleiðsla sé stopp og ekki ljóst hvenær starfsemi geti hafist aftur. 21. apríl 2017 18:45
Umhverfisstofnun þraut þolinmæðina gagnvart United Silicon Þegar staðhæfingar United Silicon um að búið væri að leysa vissa tæknilega erfiðleika reyndust innistæðulausar greip Umhverfisstofnun til aðgerða. 21. apríl 2017 06:00
Laust rör olli eldinum í United Silicon Vinnueftirlitið rannsakar brunann sem kom upp í síðustu viku. 25. apríl 2017 18:42