Serena greindi óvart frá óléttunni: „Ólétt eða ekki átti ég að vinna mótið“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2017 10:30 Serena Williams vann opna ástralska meistaramótið ólétt. vísir/getty/snapchat Serena Williams, besta tenniskona heims, hefur opinberað að hún greindi óvart frá því að hún væri ólétt. Það stóð ekki til. Serena setti mynd af sér með huggulega barnabumbu á samfélagsmiðilinn Snapchat og skrifaði undir: „20 vikur.“ Myndin átti aldrei að fara á alla aðdáendur hennar.Sjá einnig:Serena svarar rúmenska rasistanum og rugludallinum „Ég var bara að taka myndir vikulega fyrir sjálfa mig að eiga en að þessu sinni gerði ég smá mistök,“ segir Serena. BBC greinir frá.Þessi mynd fór óvart á Snapchat.mynd/snapchatSerena komst að því að hún væri ólétt aðeins tveimur dögum fyrir opna ástralska meistaramótið í janúar. Með barni fór hún alla leið og vann systur sína, Venus Williams, í úrslitaleiknum og fagnaði sínum 23. risatitli sem er met. „Það var ekki auðvelt. Maður heyrir sögur um konur sem eru óléttar og hvernig þeim líður illa, þær verða þreyttar og stressaðar. Ég varð bara að setja allar þessar tilfinningar í bréfpoka og henda honum,“ segir Serena. „Hvort sem ég var ólétt eða ekki þá vissi enginn af því og ég átti að vinna mótið. Það búast allir við því að ég vinni þegar ég spila. Það eru eiginlega stærri fréttir ef ég tapa.“ Serena hefur ákveðið að taka sér frí út árið en hún er ákveðin í því að snúa aftur á næsta ári og halda áfram að safna titlum. „Það er klárt að ég kem aftur. Ég er ekki hætt. Ef systir mín getur enn þá spilað þá get ég það. Að vera móðir verður bara nýr hluti af mínu lífi. Barnið mitt verður vonandi í stúkunni að hvetja mig áfram,“ segir Serena Williams. Tennis Tengdar fréttir Serena svarar rúmenska rasistanum og rugludallinum Ilie Nastase velti fyrir sér hvort fyrsta barn Serenu Williams yrði "súkkulaði með mjólk.“ 25. apríl 2017 08:00 Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala Fótbolti „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Fótbolti Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Körfubolti Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Körfubolti Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Fótbolti Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Enski boltinn Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Körfubolti Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Framarar slógu út bikarmeistarana Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Afturelding í bikarúrslitin Írar fá NFL leik á næsta ári Barcelona burstaði Man. City og tók toppsæti riðilsins Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Real Madrid fyrsti álfumeistarinn Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Undirbýr sig fyrir leikinn gegn Littler með því að klippa fólk „Vissi hvað ég var að fara út í“ KR sótti Gigliotti Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sló í gegn á HM: Villtist á leið upp á svið og fagnaði eins og Cole Palmer „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Sjá meira
Serena Williams, besta tenniskona heims, hefur opinberað að hún greindi óvart frá því að hún væri ólétt. Það stóð ekki til. Serena setti mynd af sér með huggulega barnabumbu á samfélagsmiðilinn Snapchat og skrifaði undir: „20 vikur.“ Myndin átti aldrei að fara á alla aðdáendur hennar.Sjá einnig:Serena svarar rúmenska rasistanum og rugludallinum „Ég var bara að taka myndir vikulega fyrir sjálfa mig að eiga en að þessu sinni gerði ég smá mistök,“ segir Serena. BBC greinir frá.Þessi mynd fór óvart á Snapchat.mynd/snapchatSerena komst að því að hún væri ólétt aðeins tveimur dögum fyrir opna ástralska meistaramótið í janúar. Með barni fór hún alla leið og vann systur sína, Venus Williams, í úrslitaleiknum og fagnaði sínum 23. risatitli sem er met. „Það var ekki auðvelt. Maður heyrir sögur um konur sem eru óléttar og hvernig þeim líður illa, þær verða þreyttar og stressaðar. Ég varð bara að setja allar þessar tilfinningar í bréfpoka og henda honum,“ segir Serena. „Hvort sem ég var ólétt eða ekki þá vissi enginn af því og ég átti að vinna mótið. Það búast allir við því að ég vinni þegar ég spila. Það eru eiginlega stærri fréttir ef ég tapa.“ Serena hefur ákveðið að taka sér frí út árið en hún er ákveðin í því að snúa aftur á næsta ári og halda áfram að safna titlum. „Það er klárt að ég kem aftur. Ég er ekki hætt. Ef systir mín getur enn þá spilað þá get ég það. Að vera móðir verður bara nýr hluti af mínu lífi. Barnið mitt verður vonandi í stúkunni að hvetja mig áfram,“ segir Serena Williams.
Tennis Tengdar fréttir Serena svarar rúmenska rasistanum og rugludallinum Ilie Nastase velti fyrir sér hvort fyrsta barn Serenu Williams yrði "súkkulaði með mjólk.“ 25. apríl 2017 08:00 Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala Fótbolti „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Fótbolti Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Körfubolti Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Körfubolti Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Fótbolti Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Enski boltinn Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Körfubolti Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Framarar slógu út bikarmeistarana Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Afturelding í bikarúrslitin Írar fá NFL leik á næsta ári Barcelona burstaði Man. City og tók toppsæti riðilsins Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Real Madrid fyrsti álfumeistarinn Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Undirbýr sig fyrir leikinn gegn Littler með því að klippa fólk „Vissi hvað ég var að fara út í“ KR sótti Gigliotti Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sló í gegn á HM: Villtist á leið upp á svið og fagnaði eins og Cole Palmer „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Sjá meira
Serena svarar rúmenska rasistanum og rugludallinum Ilie Nastase velti fyrir sér hvort fyrsta barn Serenu Williams yrði "súkkulaði með mjólk.“ 25. apríl 2017 08:00