Ólíkt svissneska kettinum fékk læðan Nuk að lifa þrátt fyrir að hafa komið ólöglega til landsins 25. apríl 2017 14:44 Læðan Nuk og eigandi hennar Susanne Alsing. Munurinn á meðhöndlun Matvælastofnunar á læðunni Nuk fyrir fjórum árum og meðhöndlun á svissneska kettinum, sem var aflífaður á Austurlandi í síðustu viku, hefur vakið athygli.Svissnesk kona, sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar á þriðjudag síðustu viku, flutti kött ólöglega til landsins í húsbíl sínum. Lögreglumenn á Höfn fengu ábendingu frá sjálfstætt starfandi dýralækni í bænum um konuna sem fannst við Almannaskarð. Konan var ein á ferð með köttinn en að beiðni héraðsdýralæknis var kötturinn tekinn og færður dýralækni sem sá um að aflífa dýrið og ráðstafa hræinu, eins og lög gera ráð fyrir, að beiðni Matvælastofnunar. Læðan Nuk fékk ekki slíka meðhöndlun því Matvælastofnun leit málið þeim augum að eigandi hennar hefði ekki verið að reyna að flytja læðuna til landsins. Eigandi kattarins er dönsk kona en einkaflugvél hennar var millilent á Reykjavíkurflugvelli á leið hennar til Bandaríkjanna. Var litið á málið sem óhapp og því var í varúðarskyni gerð heilbrigðisskoðun á læðunni og tekin úr henni sýni til rannsókna.Sjá einnig: Kötturinn Nuk fundinn: Ég er mjög hamingjusöm Var það mat Matvælastofnunar að ekki þyrfti að fara fram á aflífun á dýrinu og var ákveðið að heimila eiganda læðunnar að fara með hana úr landi. Eigandi svissneska kattarins hafði hins vegar ekki möguleika á að færa köttinn sinn til skoðunar og sýnatöku þar sem hann flutti köttinn ólöglega til landsins. Í tilviki svissneska kattarins var farið eftir því sem segir í lögum um innflutning dýra en þar kemur fram að dýrum, sem eru flutt inn til landsins án heimildar, skuli tafarlaust lógað og skrokkum eytt svo eigi stafi hætta af þeim. Afar strangar reglur eru í gildi á Íslandi varðandi innflutning á lifandi dýrum. Sá sem ætlar að gera það þarf að sækja um innflutningsleyfi, uppfylla ýmis heilbrigðisskilyrði og svo þurfa dýr að fara í einangrun í fjórar vikur. Stranglega bannað er að flytja lifandi dýr til landsins með Norrænu og eru farþegar skipsins látnir vita af því. Það er einungis heimilt að flytja lifandi dýr til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll þar sem þau eru skoðuð áður en þau fara í einangrun. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lóguðu ketti sem ferðamenn fluttu ólöglega til landsins Ferðamennirnir komu til landsins með Norrænu síðastliðinn þriðjudag og spurðist fljótlega út að þeir væru með kött í húsbílnum sínum. 24. apríl 2017 11:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Munurinn á meðhöndlun Matvælastofnunar á læðunni Nuk fyrir fjórum árum og meðhöndlun á svissneska kettinum, sem var aflífaður á Austurlandi í síðustu viku, hefur vakið athygli.Svissnesk kona, sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar á þriðjudag síðustu viku, flutti kött ólöglega til landsins í húsbíl sínum. Lögreglumenn á Höfn fengu ábendingu frá sjálfstætt starfandi dýralækni í bænum um konuna sem fannst við Almannaskarð. Konan var ein á ferð með köttinn en að beiðni héraðsdýralæknis var kötturinn tekinn og færður dýralækni sem sá um að aflífa dýrið og ráðstafa hræinu, eins og lög gera ráð fyrir, að beiðni Matvælastofnunar. Læðan Nuk fékk ekki slíka meðhöndlun því Matvælastofnun leit málið þeim augum að eigandi hennar hefði ekki verið að reyna að flytja læðuna til landsins. Eigandi kattarins er dönsk kona en einkaflugvél hennar var millilent á Reykjavíkurflugvelli á leið hennar til Bandaríkjanna. Var litið á málið sem óhapp og því var í varúðarskyni gerð heilbrigðisskoðun á læðunni og tekin úr henni sýni til rannsókna.Sjá einnig: Kötturinn Nuk fundinn: Ég er mjög hamingjusöm Var það mat Matvælastofnunar að ekki þyrfti að fara fram á aflífun á dýrinu og var ákveðið að heimila eiganda læðunnar að fara með hana úr landi. Eigandi svissneska kattarins hafði hins vegar ekki möguleika á að færa köttinn sinn til skoðunar og sýnatöku þar sem hann flutti köttinn ólöglega til landsins. Í tilviki svissneska kattarins var farið eftir því sem segir í lögum um innflutning dýra en þar kemur fram að dýrum, sem eru flutt inn til landsins án heimildar, skuli tafarlaust lógað og skrokkum eytt svo eigi stafi hætta af þeim. Afar strangar reglur eru í gildi á Íslandi varðandi innflutning á lifandi dýrum. Sá sem ætlar að gera það þarf að sækja um innflutningsleyfi, uppfylla ýmis heilbrigðisskilyrði og svo þurfa dýr að fara í einangrun í fjórar vikur. Stranglega bannað er að flytja lifandi dýr til landsins með Norrænu og eru farþegar skipsins látnir vita af því. Það er einungis heimilt að flytja lifandi dýr til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll þar sem þau eru skoðuð áður en þau fara í einangrun.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lóguðu ketti sem ferðamenn fluttu ólöglega til landsins Ferðamennirnir komu til landsins með Norrænu síðastliðinn þriðjudag og spurðist fljótlega út að þeir væru með kött í húsbílnum sínum. 24. apríl 2017 11:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Lóguðu ketti sem ferðamenn fluttu ólöglega til landsins Ferðamennirnir komu til landsins með Norrænu síðastliðinn þriðjudag og spurðist fljótlega út að þeir væru með kött í húsbílnum sínum. 24. apríl 2017 11:00