Stjarnan hefði líklega unnið leikinn ef Grótta hefði ekki tilkynnt til HSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2017 11:11 Úr leik hjá Gróttu og Stjörnunni. vísir/ernir Úrslitin í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefðu að öllum líkindum staðið óbreytt ef ekki hefði komið til tilkynning frá Gróttu um ólöglegan leikmann í liði Stjörnunnar. Nataly Sæunn Valencia tók þátt í leiknum fyrir Stjörnuna en gleymst hafði að skrá hana á leikskýrslu. Eftirlitsmenn tóku eftir þessu er Nataly hafði verið í stutta stund á vellinum. Stjarnan fékk tveggja mínútna brottvísun og Nataly tók ekki frekari þátt í leiknum. Á endanum vann Stjarnan leikinn, 22-25, og jafnaði metin í einvígi liðanna. Grótta ákvað aftur á móti eftir leikinn að tilkynna atvikið til mótanefndar HSÍ.Sjá einnig: Formaður hkd. Gróttu: Stöndum og föllum með þessari ákvörðun Það er svo mótanefndin sem úrskurðar að Grótta vinni leikinn 10-0 þar sem Stjarnan notaði ólöglegan leikmann. Mótanefndin fékk álit hjá lögfræðingi HSÍ og evrópska handknattleikssambandsins, EHF. Þau voru sammála áliti mótanefndar HSÍ. Staðan í einvíginu er því ekki lengur 1-1 heldur 2-0 fyrir Gróttu. Áður hefur því verið haldið fram að hver sem er hefði getað tilkynnt um málið til mótanefndar, jafnvel áhorfendur, en því er starfsmaður mótanefndar, Róbert Geir Gíslason, ekki sammála. „Þetta mál er fordæmalaust og ég tel að mótanefndin hefði aldrei tekið málið upp nema af því það kom tilkynning frá Gróttu. Það er af því málið er fordæmalaust,“ segir Róbert Geir við Vísi. „Ég tel að það sé félagið sem þurfi að tilkynna inn til mótanefndar með formlegum hætti um svona atvik. Við störfum í umboði félaganna og þeir sem eru aðilar að HSÍ eru félögin. Það þarf því væntanlega að vera aðili að HSÍ sem tilkynnir um svona mál. Mótanefnd getur ekki tekið upp mál sem áhorfendur eða einhverjur utanaðkomandi tilkynna um.“vísir/ernirReglugerðin er varðar tilkynningaskyldu í svona málum er svohljóðandi: „Félag sem notar leikmann/þjálfara í leikbanni eða leikmann/þjálfara sem er að öðru leyti ólöglegur og slíkt er tilkynnt inn til mótanefndar með formlegum hætti innan 48 tíma frá lokum leiks.“ Róbert segir að mótanefnd hafi áður tekið upp mál þar sem starfsmenn HSÍ hafi tilkynnt nefndinni um ólöglega leikmenn. Í þeim tilvikum er um að ræða leikmenn sem séu ekki á leikmannasamningi eða ekki skráðir í viðkomandi félag. Það á aftur á móti ekki við í þessu tilviki. Nataly er samningsbundin Stjörnunni og spilar flesta leiki með félaginu. Mannleg mistök eru ástæðan fyrir því að það gleymdist að skrá hana á skýrsluna. „Í þessu tilviki tekur mótanefnd málið upp af því það kemur tilkynning frá Gróttu skömmu eftir leik.“Sjá einnig: Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Margir hafa gagnrýnt Gróttu fyrir að tilkynna málið inn til HSÍ þar sem þátttaka Nataly hjálpaði Stjörnunni á engan hátt að vinna leikinn. Gróttumenn spyrja að sama skapi að því af hverju það sé ekki í verkahring eftirlitsmanns HSÍ að tilkynna um svona atvik til mótanefndar. Eftirlitsmennirnir eru tveir á leikjum í úrslitakeppninni. „Þetta eru verkferlar sem við þurfum að skoða í kjölfarið á þessu máli. Þetta mál er fordæmalaust eins og ég hef sagt áður. Það reyndi ekki á það því Grótta tilkynnti málið inn strax eftir leik,“ segir Róbert Geir en ekkert kemur fram um þetta tiltekna atvik á skýrslu leiksins. Eftir stendur samt spurningin hvort eftirlitsmenn leiksins hefðu tilkynnt um málið til mótanefndar? „Nei, að öllum líkindum ekki.“ Stjarnan hefur sent inn ósk um endurupptöku ákvörðunarinnar hjá HSÍ. Málið er því aftur komið til mótanefndar og niðurstaða væntanlega í hádeginu. Þriðji leikur liðanna fer fram í Mýrinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00. Olís-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Úrslitin í öðrum leik Gróttu og Stjörnunnar í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefðu að öllum líkindum staðið óbreytt ef ekki hefði komið til tilkynning frá Gróttu um ólöglegan leikmann í liði Stjörnunnar. Nataly Sæunn Valencia tók þátt í leiknum fyrir Stjörnuna en gleymst hafði að skrá hana á leikskýrslu. Eftirlitsmenn tóku eftir þessu er Nataly hafði verið í stutta stund á vellinum. Stjarnan fékk tveggja mínútna brottvísun og Nataly tók ekki frekari þátt í leiknum. Á endanum vann Stjarnan leikinn, 22-25, og jafnaði metin í einvígi liðanna. Grótta ákvað aftur á móti eftir leikinn að tilkynna atvikið til mótanefndar HSÍ.Sjá einnig: Formaður hkd. Gróttu: Stöndum og föllum með þessari ákvörðun Það er svo mótanefndin sem úrskurðar að Grótta vinni leikinn 10-0 þar sem Stjarnan notaði ólöglegan leikmann. Mótanefndin fékk álit hjá lögfræðingi HSÍ og evrópska handknattleikssambandsins, EHF. Þau voru sammála áliti mótanefndar HSÍ. Staðan í einvíginu er því ekki lengur 1-1 heldur 2-0 fyrir Gróttu. Áður hefur því verið haldið fram að hver sem er hefði getað tilkynnt um málið til mótanefndar, jafnvel áhorfendur, en því er starfsmaður mótanefndar, Róbert Geir Gíslason, ekki sammála. „Þetta mál er fordæmalaust og ég tel að mótanefndin hefði aldrei tekið málið upp nema af því það kom tilkynning frá Gróttu. Það er af því málið er fordæmalaust,“ segir Róbert Geir við Vísi. „Ég tel að það sé félagið sem þurfi að tilkynna inn til mótanefndar með formlegum hætti um svona atvik. Við störfum í umboði félaganna og þeir sem eru aðilar að HSÍ eru félögin. Það þarf því væntanlega að vera aðili að HSÍ sem tilkynnir um svona mál. Mótanefnd getur ekki tekið upp mál sem áhorfendur eða einhverjur utanaðkomandi tilkynna um.“vísir/ernirReglugerðin er varðar tilkynningaskyldu í svona málum er svohljóðandi: „Félag sem notar leikmann/þjálfara í leikbanni eða leikmann/þjálfara sem er að öðru leyti ólöglegur og slíkt er tilkynnt inn til mótanefndar með formlegum hætti innan 48 tíma frá lokum leiks.“ Róbert segir að mótanefnd hafi áður tekið upp mál þar sem starfsmenn HSÍ hafi tilkynnt nefndinni um ólöglega leikmenn. Í þeim tilvikum er um að ræða leikmenn sem séu ekki á leikmannasamningi eða ekki skráðir í viðkomandi félag. Það á aftur á móti ekki við í þessu tilviki. Nataly er samningsbundin Stjörnunni og spilar flesta leiki með félaginu. Mannleg mistök eru ástæðan fyrir því að það gleymdist að skrá hana á skýrsluna. „Í þessu tilviki tekur mótanefnd málið upp af því það kemur tilkynning frá Gróttu skömmu eftir leik.“Sjá einnig: Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Margir hafa gagnrýnt Gróttu fyrir að tilkynna málið inn til HSÍ þar sem þátttaka Nataly hjálpaði Stjörnunni á engan hátt að vinna leikinn. Gróttumenn spyrja að sama skapi að því af hverju það sé ekki í verkahring eftirlitsmanns HSÍ að tilkynna um svona atvik til mótanefndar. Eftirlitsmennirnir eru tveir á leikjum í úrslitakeppninni. „Þetta eru verkferlar sem við þurfum að skoða í kjölfarið á þessu máli. Þetta mál er fordæmalaust eins og ég hef sagt áður. Það reyndi ekki á það því Grótta tilkynnti málið inn strax eftir leik,“ segir Róbert Geir en ekkert kemur fram um þetta tiltekna atvik á skýrslu leiksins. Eftir stendur samt spurningin hvort eftirlitsmenn leiksins hefðu tilkynnt um málið til mótanefndar? „Nei, að öllum líkindum ekki.“ Stjarnan hefur sent inn ósk um endurupptöku ákvörðunarinnar hjá HSÍ. Málið er því aftur komið til mótanefndar og niðurstaða væntanlega í hádeginu. Þriðji leikur liðanna fer fram í Mýrinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00.
Olís-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti