Of einföld endurkoma Sharapovu fer illa í aðra keppendur: „Hún á ekki að fá boðskort“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. apríl 2017 10:30 Maria Sharapova snýr aftur á morgun. vísir/getty Maria Sharapova stígur aftur út á tennisvöllinn í fyrsta sinn í fimmtán mánuði á morgun þegar hún mætir Robertu Vinci frá Ítalíu í fyrstu umferð Porsche Grand Prix-mótsins í Stuttgart. Sharapova var úrskurðuð í tveggja ára lyfjabann á síðasta ári eftir að Meldóníum fannst í lyfsýni hennar á opna ástralska meistaramótinu í janúar í fyrra. Hún fékk bannið stytt í fimmtán mánuði eftir að berjast gegn úrskurðinum fyrir Alþjóðaíþróttadómstólnum þar sem hún viðurkenndi að hafa notað Meldóníum til langs tíma. Það var aftur á móti ekki sett á bannlista fyrr en í byrjun síðasta árs. Þessi gríðarlega vinsæla tenniskona sem á fimm risatitla að baki fékk boðskort eða svokallað „Wildcard“-sæti á mótinu í Stuttgart þannig hún þarf ekki að byrja á botninum eins og flestir aðrir sem finnast sekir um lyfjamisferli. Þá er hún einnig með boðskort á mót í Róm síðar í mánuðinum.Verðandi mótherjar ósáttir Þessi einfalda leið hennar aftur inn á stærstu mótin á WTA-mótaröðinni er alls ekki að fara vel í kollega hennar. BBC greinir frá. „Ég er ekki sammála því að hún eigi að fá boðskort á mótið í Róm og önnur mót. Hún gerði vissulega mistök en hún hefur tekið út sína refsingu og mér finnst að hún megi byrja að keppa aftur. Hún á bara ekki að fá þessi boðskort,“ segir Roberta Vinci sem Sharapova mætir á morgun. Sú ítalska er langt því frá sú fyrsta sem gagnrýnir þessa þægilegu endurkomu Sharapovu en í síðasta mánuði gekk Caroline Wozniacki mun lengra og sagði að það væri einfaldlega verið að sýna öðrum tenniskonum óvirðingu með þessum boðskortum Sharapovu. Fari svo að Sharapova leggi Vinci að velli gæti hún mætt Agnieszku Radwönsku frá Póllandi í annarri umferðinni en hún hefur einnig gagnrýnt endurkomu þeirrar rússnesku og sagt að hún eigi ekki að fá boðskort á risamótin. Tennis Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sjá meira
Maria Sharapova stígur aftur út á tennisvöllinn í fyrsta sinn í fimmtán mánuði á morgun þegar hún mætir Robertu Vinci frá Ítalíu í fyrstu umferð Porsche Grand Prix-mótsins í Stuttgart. Sharapova var úrskurðuð í tveggja ára lyfjabann á síðasta ári eftir að Meldóníum fannst í lyfsýni hennar á opna ástralska meistaramótinu í janúar í fyrra. Hún fékk bannið stytt í fimmtán mánuði eftir að berjast gegn úrskurðinum fyrir Alþjóðaíþróttadómstólnum þar sem hún viðurkenndi að hafa notað Meldóníum til langs tíma. Það var aftur á móti ekki sett á bannlista fyrr en í byrjun síðasta árs. Þessi gríðarlega vinsæla tenniskona sem á fimm risatitla að baki fékk boðskort eða svokallað „Wildcard“-sæti á mótinu í Stuttgart þannig hún þarf ekki að byrja á botninum eins og flestir aðrir sem finnast sekir um lyfjamisferli. Þá er hún einnig með boðskort á mót í Róm síðar í mánuðinum.Verðandi mótherjar ósáttir Þessi einfalda leið hennar aftur inn á stærstu mótin á WTA-mótaröðinni er alls ekki að fara vel í kollega hennar. BBC greinir frá. „Ég er ekki sammála því að hún eigi að fá boðskort á mótið í Róm og önnur mót. Hún gerði vissulega mistök en hún hefur tekið út sína refsingu og mér finnst að hún megi byrja að keppa aftur. Hún á bara ekki að fá þessi boðskort,“ segir Roberta Vinci sem Sharapova mætir á morgun. Sú ítalska er langt því frá sú fyrsta sem gagnrýnir þessa þægilegu endurkomu Sharapovu en í síðasta mánuði gekk Caroline Wozniacki mun lengra og sagði að það væri einfaldlega verið að sýna öðrum tenniskonum óvirðingu með þessum boðskortum Sharapovu. Fari svo að Sharapova leggi Vinci að velli gæti hún mætt Agnieszku Radwönsku frá Póllandi í annarri umferðinni en hún hefur einnig gagnrýnt endurkomu þeirrar rússnesku og sagt að hún eigi ekki að fá boðskort á risamótin.
Tennis Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sjá meira