Flotta fólkið Pálmar Ragnarsson skrifar 24. apríl 2017 15:00 Mér finnst alltaf jafn magnað þegar ég heyri um fólk sem gefur með sér. Það er svo ótrúlega innbyggt í okkur mannfólkið að hámarka allt fyrir okkur sjálf. Svo innbyggt að nánast ómögulegt er að brjótast út úr því. Auðvitað erum við flest mjög góð og gefum reglulega í hjálparstarf. Sendum 2.500 kr. í neyðaraðstoð til Sýrlands, ekki málið. Jafnvel 3.750 kr. á mánuði sem styrktarforeldrar, að sjálfsögðu. En hvað með að greiða 45.000 kr. á mánuði í hjálparstarf? EKKI SÉNS. Mér dytti það ekki í hug. Það þýddi að ég þyrfti að borða hafragraut í flest mál. Jafnvel að selja bílinn og taka strætó. Ég tek bara þátt í hjálparstarfi á meðan það gerir líf mitt ekki verra fyrir vikið. En það magnaða er að til er fólk sem gerir þetta. Fólk sem ákveður að lifa látlausara lífi til að gefa með sér. Flotta fólkið. Fólk sem gæti jafnvel lifað í vellystingum en gerir það ekki. José Mujica, fyrrverandi forseti Úrúgvæ, bjó á látlausum sveitabæ í forsetatíð sinni og lét um 90% launa sinna renna til fátækra. Okkar eigin forseti Guðni Th. lætur um hálfa milljón af sínum launum renna til góðgerðarmála í hverjum mánuði. Jafnvel efnaminna fólk sem hefur ekki mikið á milli handanna á íslenskan mælikvarða lætur meginþorrann renna í hjálparstarf. Það er nefnilega á hreinu að flottasta fólkið er ekki það sem á dýrustu bílana, flíkurnar eða skartgripina. Flottasta fólkið er það sem nær að brjótast út frá þessum ótrúlega sterku mannlegu hvötum og gefa með sér til þeirra sem þurfa meira á því að halda. Þó hlutirnir gætu verið betri þá megum við ekki gleyma því að við sofum öll í húsum, göngum öll í fötum og deyjum ekki úr hungri. Sú er ekki raunin alls staðar. Við erum öll rík miðað við börnin sem búa á götunni víðsvegar um heiminn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Pálmar Ragnarsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Mér finnst alltaf jafn magnað þegar ég heyri um fólk sem gefur með sér. Það er svo ótrúlega innbyggt í okkur mannfólkið að hámarka allt fyrir okkur sjálf. Svo innbyggt að nánast ómögulegt er að brjótast út úr því. Auðvitað erum við flest mjög góð og gefum reglulega í hjálparstarf. Sendum 2.500 kr. í neyðaraðstoð til Sýrlands, ekki málið. Jafnvel 3.750 kr. á mánuði sem styrktarforeldrar, að sjálfsögðu. En hvað með að greiða 45.000 kr. á mánuði í hjálparstarf? EKKI SÉNS. Mér dytti það ekki í hug. Það þýddi að ég þyrfti að borða hafragraut í flest mál. Jafnvel að selja bílinn og taka strætó. Ég tek bara þátt í hjálparstarfi á meðan það gerir líf mitt ekki verra fyrir vikið. En það magnaða er að til er fólk sem gerir þetta. Fólk sem ákveður að lifa látlausara lífi til að gefa með sér. Flotta fólkið. Fólk sem gæti jafnvel lifað í vellystingum en gerir það ekki. José Mujica, fyrrverandi forseti Úrúgvæ, bjó á látlausum sveitabæ í forsetatíð sinni og lét um 90% launa sinna renna til fátækra. Okkar eigin forseti Guðni Th. lætur um hálfa milljón af sínum launum renna til góðgerðarmála í hverjum mánuði. Jafnvel efnaminna fólk sem hefur ekki mikið á milli handanna á íslenskan mælikvarða lætur meginþorrann renna í hjálparstarf. Það er nefnilega á hreinu að flottasta fólkið er ekki það sem á dýrustu bílana, flíkurnar eða skartgripina. Flottasta fólkið er það sem nær að brjótast út frá þessum ótrúlega sterku mannlegu hvötum og gefa með sér til þeirra sem þurfa meira á því að halda. Þó hlutirnir gætu verið betri þá megum við ekki gleyma því að við sofum öll í húsum, göngum öll í fötum og deyjum ekki úr hungri. Sú er ekki raunin alls staðar. Við erum öll rík miðað við börnin sem búa á götunni víðsvegar um heiminn.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun