Lóguðu ketti sem ferðamenn fluttu ólöglega til landsins Birgir Olgeirsson skrifar 24. apríl 2017 11:00 Ferðamennirnir komu til landsins með Norrænu síðastliðinn þriðjudag og spurðist fljótlega út að þeir væru með kött í húsbílnum sínum. Vísir Ferðamenn smygluðu ketti inn til landsins í síðustu viku en lögreglan hafði upp á ferðamönnunum og var kettinum lógað. Ferðamennirnir komu til landsins með Norrænu síðastliðinn þriðjudag og spurðist fljótlega út að þeir væru með kött í húsbílnum sínum. Sjálfstætt starfandi dýralæknir á Höfn í Hornafirði hafði samband við héraðsdýralæknir á Egilsstöðum á föstudag og sagðist hafa fengið vitneskju um að köttur væri á ferð með ferðamönnum í húsbíl og var honum ráðlagt að hafa samband við lögregluna. Á innan við tveimur klukkutímum frá því lögreglu var tilkynnt um málið hafði hún haft upp á bílnum og fundið köttinn sem var lógað skömmu síðar samkvæmt fyrirskipun frá Matvælastofnun. Afar strangar reglur eru í gildi á Íslandi varðandi innflutning á lifandi dýrum. Sá sem ætlar að gera það þarf að sækja um innflutningsleyfi, uppfylla ýmis heilbrigðisskilyrði og svo þurfa dýr að fara í einangrun í fjórar vikur. Stranglega bannað er að flytja lifandi dýr til landsins með Norrænu og eru farþegar skipsins látnir vita af því. Það er einungis heimilt að flytja lifandi dýr til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll þar sem þau eru skoðuð áður en þau fara í einangrun.Í lögum um innflutning dýra kemur fram að dýrum, sem eru flutt inn til landsins án heimildar, skuli tafarlaust lógað og skrokkum eytt svo að eigi stafi hætta af þeim.Í reglugerð um innflutning gæludýra kemur fram að brot á ákvæðum hennar varði sektum nema þyngri refsing liggi við eftir ákvæðum laga. Hinn brotleg ber allan kostnað vegna brots og getur honum meðal annars verið gert að þola bótalaust að dýri eða hundasæði sé fargað eða sent úr landi á hans kostnað. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira
Ferðamenn smygluðu ketti inn til landsins í síðustu viku en lögreglan hafði upp á ferðamönnunum og var kettinum lógað. Ferðamennirnir komu til landsins með Norrænu síðastliðinn þriðjudag og spurðist fljótlega út að þeir væru með kött í húsbílnum sínum. Sjálfstætt starfandi dýralæknir á Höfn í Hornafirði hafði samband við héraðsdýralæknir á Egilsstöðum á föstudag og sagðist hafa fengið vitneskju um að köttur væri á ferð með ferðamönnum í húsbíl og var honum ráðlagt að hafa samband við lögregluna. Á innan við tveimur klukkutímum frá því lögreglu var tilkynnt um málið hafði hún haft upp á bílnum og fundið köttinn sem var lógað skömmu síðar samkvæmt fyrirskipun frá Matvælastofnun. Afar strangar reglur eru í gildi á Íslandi varðandi innflutning á lifandi dýrum. Sá sem ætlar að gera það þarf að sækja um innflutningsleyfi, uppfylla ýmis heilbrigðisskilyrði og svo þurfa dýr að fara í einangrun í fjórar vikur. Stranglega bannað er að flytja lifandi dýr til landsins með Norrænu og eru farþegar skipsins látnir vita af því. Það er einungis heimilt að flytja lifandi dýr til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll þar sem þau eru skoðuð áður en þau fara í einangrun.Í lögum um innflutning dýra kemur fram að dýrum, sem eru flutt inn til landsins án heimildar, skuli tafarlaust lógað og skrokkum eytt svo að eigi stafi hætta af þeim.Í reglugerð um innflutning gæludýra kemur fram að brot á ákvæðum hennar varði sektum nema þyngri refsing liggi við eftir ákvæðum laga. Hinn brotleg ber allan kostnað vegna brots og getur honum meðal annars verið gert að þola bótalaust að dýri eða hundasæði sé fargað eða sent úr landi á hans kostnað.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira