Ein slík villa er í Texas í Bandaríkjunum en þar er að finna heilan vatnsrennibrautagarð í bakgarðinum.
Vefsíðan Unilad deildi myndbandi af húsinu á Facebook-síðu sinni en það er til sölu í dag á 32 milljónir dollara eða því sem samsvarar 3,5 milljarður íslenskra króna.
Átta svefnherbergi eru í villunni og 17 baðherbergi. Þar má einnig finna stórglæsilegan vínkjallara, innanhús körfuboltavöll og tíu bíla bílskúr.
Vatnsrennibrautagarðurinn kostar einn og sér tíu milljónir dollara. Hér að neðan má sjá myndband af eigninni.