Óvænt töpuð stig hjá Bayern | Augsburg varð af mikilvægum stigum Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. apríl 2017 15:45 Thiago hleypir af í jöfnunarmarkinu. Vísir/getty Bayern Munchen lenti í tvígang undir og þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Mainz á heimavelli í þýsku deildinni í dag en fyrir vikið getur Leipzig minnkað forskot Bæjara niður í sex stig. Eftir að hafa fallið úr leik gegn Real Madrid fyrr í vikunni í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu lenti Bayern í tvígang undir í fyrri hálfleik. Bojan Krkic kom Mainz yfir á 3. mínútu og Daniel Brosinski kom Mainz aftur yfir á 40. mínútu eftir jöfnunarmark frá Arjen Robben. Bæjarar sóttu stíft í seinni hálfleik og jöfnuðu verðskuldað á 73. mínútu þegar Thiago kom boltanum í netið með skoti frá vítateigslínunni en lengra komust heimamenn ekki. Þeir eru því með níu stiga forskot á toppi deildarinnar þegar skammt er eftir en nýliðarnir í Leipzig geta saxað á það með sigri gegn Schalke á morgun. Gestirnir frá Mainz voru hinsvegar hæstánægðir með stigið frá heimavelli meistaranna sem lyfti þeim upp í 13. sæti. Alfreð Finnbogason var ekki með Augsburg í dag eftir að hafa fengið rautt spjald í leiknum þar á undan í 1-3 tapi gegn Eintracht Frankfurt á útivelli en þrjú mörk heimamanna á seinasta korterinu breyttu gangi leiksins. Augsburg komst yfir snemma leiks og hélt forskotinu allt þar til á 78. mínútu þegar Marco Fabian jafnaði metin fyrir Frankfurt. Stuttu síðar bætti hann við marki en Frankfurt innsiglaði sigurinn á 91. mínútu með þriðja markinu. Aron Jóhannsson kom ekkert við sögu er Werder Bremen vann upp forskot Ingolstadt í tvígang og vann að lokum 4-2 sigur á útivelli en þýski framherjinn Max Kruse skoraði öll mörk Werder í leiknum. Þá vann Hertha Berlin 1-0 sigur á Wolfsburg á heimavelli og botnlið Darmstadt vann annan leik sinn í röð 2-1 gegn hinu sögufræga félagi Hamburg SV sem situr við fallsætin. Lokaleikur dagsins er svo leikur Borussia Mönchengladbach og Borussia Dortmund. Úrslit dagsins: Bayern Munchen 2-2 FSV Mainz Eintracht Frankfurt 3-1 Augsburg Hamburg SV 1-2 Darmstadt Hertha Berlin 1-0 Wolfsburg Ingolstadt 2-4 Werder Bremen Þýski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Sjá meira
Bayern Munchen lenti í tvígang undir og þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Mainz á heimavelli í þýsku deildinni í dag en fyrir vikið getur Leipzig minnkað forskot Bæjara niður í sex stig. Eftir að hafa fallið úr leik gegn Real Madrid fyrr í vikunni í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu lenti Bayern í tvígang undir í fyrri hálfleik. Bojan Krkic kom Mainz yfir á 3. mínútu og Daniel Brosinski kom Mainz aftur yfir á 40. mínútu eftir jöfnunarmark frá Arjen Robben. Bæjarar sóttu stíft í seinni hálfleik og jöfnuðu verðskuldað á 73. mínútu þegar Thiago kom boltanum í netið með skoti frá vítateigslínunni en lengra komust heimamenn ekki. Þeir eru því með níu stiga forskot á toppi deildarinnar þegar skammt er eftir en nýliðarnir í Leipzig geta saxað á það með sigri gegn Schalke á morgun. Gestirnir frá Mainz voru hinsvegar hæstánægðir með stigið frá heimavelli meistaranna sem lyfti þeim upp í 13. sæti. Alfreð Finnbogason var ekki með Augsburg í dag eftir að hafa fengið rautt spjald í leiknum þar á undan í 1-3 tapi gegn Eintracht Frankfurt á útivelli en þrjú mörk heimamanna á seinasta korterinu breyttu gangi leiksins. Augsburg komst yfir snemma leiks og hélt forskotinu allt þar til á 78. mínútu þegar Marco Fabian jafnaði metin fyrir Frankfurt. Stuttu síðar bætti hann við marki en Frankfurt innsiglaði sigurinn á 91. mínútu með þriðja markinu. Aron Jóhannsson kom ekkert við sögu er Werder Bremen vann upp forskot Ingolstadt í tvígang og vann að lokum 4-2 sigur á útivelli en þýski framherjinn Max Kruse skoraði öll mörk Werder í leiknum. Þá vann Hertha Berlin 1-0 sigur á Wolfsburg á heimavelli og botnlið Darmstadt vann annan leik sinn í röð 2-1 gegn hinu sögufræga félagi Hamburg SV sem situr við fallsætin. Lokaleikur dagsins er svo leikur Borussia Mönchengladbach og Borussia Dortmund. Úrslit dagsins: Bayern Munchen 2-2 FSV Mainz Eintracht Frankfurt 3-1 Augsburg Hamburg SV 1-2 Darmstadt Hertha Berlin 1-0 Wolfsburg Ingolstadt 2-4 Werder Bremen
Þýski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Sjá meira