Skúrir frekar en óveðursský í stjórnarsamstarfinu Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2017 15:24 Heimir, Svavar, Rósa og Birgir ræddu stöðuna í stjórnmálunum. Skjáskot Hveitibrauðsdögum ríkisstjórnar Bjarna Bendediktssonar er lokið en í gær voru hundrað dagar liðnir frá því hún tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Greina má ýmis óveðursský á himni til að mynda vegna fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar, áformum um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna og fleira. Gestir Heimis Más Péturssonar að þessu sinni voru þau Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna og Svavar Gestsson fyrrverandi sendiherra, þingmaður og ráðherra. Þau ræddu stöðuna í íslenskum stjórnmálum sem og stjórnmálin í Evrópu. Birgir segist telja aðstæðurnar hafa verið þannig að ríkisstjórnin hafi í raun aldrei fengið svokallaða hveitibrauðsdaga. „Hún tekur þarna við snemma í janúar. Þingið kemur saman 24. janúar og þá er í raun og veru skriðan komin af stað. Þetta eru töluvert ólíkar aðstöður en við eigum að venjast þegar er kosið að vori og menn hafa sumarið til að undirbúa sig og stilla saman strengi fyrir haustið, þegar að þingið hefst að nýju. Ég myndi segja að ríkisstjórnin hafi ekki haft mikla hveitibrauðsdaga heldur stokkið beint í djúpu laugina,“ sagði Birgir sem bætti við að hann hefði ekki áhyggjur þrátt fyrir að talað væri um óveðursský í stjórnarsamstarfinu. Réttara væri að tala um skúri. Svavar Gestsson taldi það skjóta skökku við hjá hægrisinnaðri, frjálslyndri ríkisstjórn að leggja fram óhagganlega fjármálaáætlun til fimm ára. Það væru allt að því kommúnískir stjórnunarhættir enda ráðstjórnarríkin víðfræg fyrir fimm ára áætlanir sínar. Rósu Björk þótti ekki heldur mikið til áætlunarinnar koma og benti á að hún gerði ráð fyrir áframhaldandi aðhaldskröfum í heilbrigðismálum og málefnum háskólanna. Þetta og fleira bar á góma á rökstólum fjórmenninganna sem sjá má hér að neðan. Víglínan Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Hveitibrauðsdögum ríkisstjórnar Bjarna Bendediktssonar er lokið en í gær voru hundrað dagar liðnir frá því hún tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Greina má ýmis óveðursský á himni til að mynda vegna fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar, áformum um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna og fleira. Gestir Heimis Más Péturssonar að þessu sinni voru þau Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna og Svavar Gestsson fyrrverandi sendiherra, þingmaður og ráðherra. Þau ræddu stöðuna í íslenskum stjórnmálum sem og stjórnmálin í Evrópu. Birgir segist telja aðstæðurnar hafa verið þannig að ríkisstjórnin hafi í raun aldrei fengið svokallaða hveitibrauðsdaga. „Hún tekur þarna við snemma í janúar. Þingið kemur saman 24. janúar og þá er í raun og veru skriðan komin af stað. Þetta eru töluvert ólíkar aðstöður en við eigum að venjast þegar er kosið að vori og menn hafa sumarið til að undirbúa sig og stilla saman strengi fyrir haustið, þegar að þingið hefst að nýju. Ég myndi segja að ríkisstjórnin hafi ekki haft mikla hveitibrauðsdaga heldur stokkið beint í djúpu laugina,“ sagði Birgir sem bætti við að hann hefði ekki áhyggjur þrátt fyrir að talað væri um óveðursský í stjórnarsamstarfinu. Réttara væri að tala um skúri. Svavar Gestsson taldi það skjóta skökku við hjá hægrisinnaðri, frjálslyndri ríkisstjórn að leggja fram óhagganlega fjármálaáætlun til fimm ára. Það væru allt að því kommúnískir stjórnunarhættir enda ráðstjórnarríkin víðfræg fyrir fimm ára áætlanir sínar. Rósu Björk þótti ekki heldur mikið til áætlunarinnar koma og benti á að hún gerði ráð fyrir áframhaldandi aðhaldskröfum í heilbrigðismálum og málefnum háskólanna. Þetta og fleira bar á góma á rökstólum fjórmenninganna sem sjá má hér að neðan.
Víglínan Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira