Tónlist

Bill Murray gefur út plötu með sígildri tónlist

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bill Murray kom fram í New York í byrjun mars síðastliðnum.
Bill Murray kom fram í New York í byrjun mars síðastliðnum. Vísir/Getty
Leikarinn Bill Murray hyggst gefa út heila plötu af sígildri tónlist í sumar. The Guardian greinir frá.

Á plötunni mun hann syngja lög eftir tónskáldin George Gershwin og Stephen Foster, auk laga úr söngleiknum West Side Story. Þá mun hann einnig lesa upp brot úr verkum höfundanna Mark Twain, Walt Whitman og Ernest Hemingway við undirspil fiðluleikarans Miru Wang og píanóleikarans Vanessu Perez.

Í viðtali við New York Times sagði Murray að það væri ákveðin áskorun fólgin í því að vinna með svo hæfileikaríkum tónlistarmönnum.

Þetta er ekki eina verkefni leikarans í tónlistarheiminum en hann stendur í útgáfu á verkefninu Happy Street for Record Store Day í samstarfi við tónlistarstjórann Paul Shaffer.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×