Sr. Hallgrímur Óttar Guðmundsson skrifar 22. apríl 2017 07:00 Örlög og ævi sr. Hallgríms Péturssonar hafa ávallt verið íslenskri þjóð hugleikin. Ungur hélt hann til Kaupmannahafnar og var fenginn til að kenna Guðríði Símonardóttur, Tyrkja-Guddu, kristindóm. Hann fór að sofa hjá nemandanum og braut þannig gegn guðs og manna lögum. Þau sigldu til Íslands og settust að á Suðurnesjum. Sr. Hallgrímur var ofsóttur af sóknarbörnum sínum og orti um þau þessa vísu: Úti stend ég ekki glaður illum þjáður raununum. Þraut er að vera þurfamaður þrælanna í Hraununum. Hallgrímur losnaði úr ánauð stórbokkanna á Suðurnesjum og orti Passíusálmana á Hvalfjarðarströnd. Ekkert bókmenntaverk hefur verið þjóðinni kærara. Kver með sálmunum var lagt í kistuna hjá flestöllum landsmönnum og sálmar Hallgríms sungnir yfir hinum látna. Lífið fer stöðugt í hringi og nýlega sagði þekktasti álitsgjafi þjóðarinnar að Passíusálmarnir væru leirburður og hnoð. Nokkur fjöldi manna tók undir með álitsgjafanum og sr. Hallgrímur var úthrópaður líkt og forðum í Hvalsnesi. Þetta er tímanna tákn. Kirkjan á undir högg að sækja og það er líklegt til vinsælda í netheimum að kasta helgum manni eins og Hallgrími á bálköstinn. Mig dreymdi hið holdsveika sálmaskáld á dögunum og sagði honum frá álitsgjafanum og fylgismönnum hans. Skáldið glotti og sagði: þá blindur leiðir blindan hér, báðum þeim hætt við falli er. En hefurðu ekki áhyggjur af þessum árásum á kirkjuna? sagði ég. Hann svaraði að bragði: Ef hér á jörð er hæðni og háð, hróp og guðlastan niður sáð, upp skorið verður eilíft spé, agg og forsmán í helvíti. (lesist helvíte) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun
Örlög og ævi sr. Hallgríms Péturssonar hafa ávallt verið íslenskri þjóð hugleikin. Ungur hélt hann til Kaupmannahafnar og var fenginn til að kenna Guðríði Símonardóttur, Tyrkja-Guddu, kristindóm. Hann fór að sofa hjá nemandanum og braut þannig gegn guðs og manna lögum. Þau sigldu til Íslands og settust að á Suðurnesjum. Sr. Hallgrímur var ofsóttur af sóknarbörnum sínum og orti um þau þessa vísu: Úti stend ég ekki glaður illum þjáður raununum. Þraut er að vera þurfamaður þrælanna í Hraununum. Hallgrímur losnaði úr ánauð stórbokkanna á Suðurnesjum og orti Passíusálmana á Hvalfjarðarströnd. Ekkert bókmenntaverk hefur verið þjóðinni kærara. Kver með sálmunum var lagt í kistuna hjá flestöllum landsmönnum og sálmar Hallgríms sungnir yfir hinum látna. Lífið fer stöðugt í hringi og nýlega sagði þekktasti álitsgjafi þjóðarinnar að Passíusálmarnir væru leirburður og hnoð. Nokkur fjöldi manna tók undir með álitsgjafanum og sr. Hallgrímur var úthrópaður líkt og forðum í Hvalsnesi. Þetta er tímanna tákn. Kirkjan á undir högg að sækja og það er líklegt til vinsælda í netheimum að kasta helgum manni eins og Hallgrími á bálköstinn. Mig dreymdi hið holdsveika sálmaskáld á dögunum og sagði honum frá álitsgjafanum og fylgismönnum hans. Skáldið glotti og sagði: þá blindur leiðir blindan hér, báðum þeim hætt við falli er. En hefurðu ekki áhyggjur af þessum árásum á kirkjuna? sagði ég. Hann svaraði að bragði: Ef hér á jörð er hæðni og háð, hróp og guðlastan niður sáð, upp skorið verður eilíft spé, agg og forsmán í helvíti. (lesist helvíte)
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun