Fær 20 milljóna Teslu ekki aftur eftir meintan hraðakstur Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2017 17:15 Bílar frá Tesla. Vísir/AFP Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Tesla-bíll Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda United Silicon á Íslandi, verði áfram í haldi yfirvalda. Magnús er grunaður um „stórfelldan og ítrekaðan hraðakstur“ á bílnum og að hafa valdið slysi á Reykjanesbrautinni. Sterklega komi til greina að reynt verði að gera bílinn upptækan. Í frétt DV frá því í síðasta mánuði kemur fram að um 20 milljóna króna Teslu sé að ræða.Tilkynningar um ofsaaksturSamkvæmt dómsgögnum er Magnús sakaður um að hafa keyrt allt of hratt vestur eftir Reykjanesbrautinni þann 20. desember í fyrra. Þá segir að aðstæður hafi verið slæmar og að Magnús hafi misst stjórn á bílnum og lent utan í öðrum bíl. Báðir bílarnir eru sagðir hafa skemmst nokkuð en ökumaður hins bílsins var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Upprunalega var hald lagt á bílinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar. Í dómnum segir að tilkynningar um ofsaakstur rauðar bifreiðar hafi borist neyðarlínu og lögreglu fyrir slysið og eftir það. Magnús segir að „um afar einfalt mál sé að ræða,“ eins og það segir í dómnum. Hann hafi misst stjórn á bílnum vegna ytri aðstæðna með þeim afleiðingum að hann hafi rekist á annan bíl. Hann segir málið gefa ekkert tilefni til þeirrar ítarlegu og íþyngjandi rannsóknar sem hann hafi þurft að sæta. Ekkert tilefni sé til haldlagningar lengur og lagaskilyrði bresti til að halda bílnum áfram. Þar að auki hljóti skoðun á bílnum að vera löngu lokið. Þá mótmælir hann því að til greina komi að gera bílinn upptækan. Magnús telur lögreglu hafa farið langt fram úr heimildum sínum og brotið gegn friðhelgi sinni með því að fara í gegnum persónuupplýsingar í bílnum án dómsúrskurðar.Á að flytja bílinn úr landi Í dómi Hæstaréttar segir að leggja skuli hald á muni hafi þeir sönnunargildi í sakamáli, þeirra hafi verið aflað á refsiverðan hátt eða þeir kunni að verða gerðir upptækir. Í þessu tilviki komi „sterklega“ til greina að krafa verði gerð um að bíllinn verði gerður upptækur með dómi samkvæmt 107. grein a. umferðarlaga nr. 50/1987, „enda sé fyrir hendi sterkur grunur um að varnaraðili hafi gerst sekur um stórfelldan og ítrekaðan hraðakstur“. Saksóknarar telja bílinn hafa sönnunargildi og segja mjög líklegt að gerð verði krafa um að bíllinn verði gerður upptækur. Rannsókn málsins er ekki lokið og er ekki búið að gefa út ákæru. Þá bendi gögn málsins til þess að bílnum hafi verið ekið á allt að tæplega 183 kílómetra hraða um fimmtán sekúndum áður en slysið varð. 90 kílómetra hámarkshraði er á Reykjanesbrautinni. Í ljós hafi komið að Magnús sé með tíu hraðakstursmál í kerfinu á Íslandi og eitt í Danmörku. Um hafi verið að ræða „gróf“ hraðakstursbrot og að sjö þeirra séu frá því í fyrra. Enn fremur segist saksóknari telja að verði bíllinn leystur úr haldi og síðar verði fallist á hugsanlega kröfu um upptöku hans, gæti reynst erfitt að nálgast hann. Til standi að flytja hann til útlanda. United Silicon Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Tesla-bíll Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda United Silicon á Íslandi, verði áfram í haldi yfirvalda. Magnús er grunaður um „stórfelldan og ítrekaðan hraðakstur“ á bílnum og að hafa valdið slysi á Reykjanesbrautinni. Sterklega komi til greina að reynt verði að gera bílinn upptækan. Í frétt DV frá því í síðasta mánuði kemur fram að um 20 milljóna króna Teslu sé að ræða.Tilkynningar um ofsaaksturSamkvæmt dómsgögnum er Magnús sakaður um að hafa keyrt allt of hratt vestur eftir Reykjanesbrautinni þann 20. desember í fyrra. Þá segir að aðstæður hafi verið slæmar og að Magnús hafi misst stjórn á bílnum og lent utan í öðrum bíl. Báðir bílarnir eru sagðir hafa skemmst nokkuð en ökumaður hins bílsins var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Upprunalega var hald lagt á bílinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar. Í dómnum segir að tilkynningar um ofsaakstur rauðar bifreiðar hafi borist neyðarlínu og lögreglu fyrir slysið og eftir það. Magnús segir að „um afar einfalt mál sé að ræða,“ eins og það segir í dómnum. Hann hafi misst stjórn á bílnum vegna ytri aðstæðna með þeim afleiðingum að hann hafi rekist á annan bíl. Hann segir málið gefa ekkert tilefni til þeirrar ítarlegu og íþyngjandi rannsóknar sem hann hafi þurft að sæta. Ekkert tilefni sé til haldlagningar lengur og lagaskilyrði bresti til að halda bílnum áfram. Þar að auki hljóti skoðun á bílnum að vera löngu lokið. Þá mótmælir hann því að til greina komi að gera bílinn upptækan. Magnús telur lögreglu hafa farið langt fram úr heimildum sínum og brotið gegn friðhelgi sinni með því að fara í gegnum persónuupplýsingar í bílnum án dómsúrskurðar.Á að flytja bílinn úr landi Í dómi Hæstaréttar segir að leggja skuli hald á muni hafi þeir sönnunargildi í sakamáli, þeirra hafi verið aflað á refsiverðan hátt eða þeir kunni að verða gerðir upptækir. Í þessu tilviki komi „sterklega“ til greina að krafa verði gerð um að bíllinn verði gerður upptækur með dómi samkvæmt 107. grein a. umferðarlaga nr. 50/1987, „enda sé fyrir hendi sterkur grunur um að varnaraðili hafi gerst sekur um stórfelldan og ítrekaðan hraðakstur“. Saksóknarar telja bílinn hafa sönnunargildi og segja mjög líklegt að gerð verði krafa um að bíllinn verði gerður upptækur. Rannsókn málsins er ekki lokið og er ekki búið að gefa út ákæru. Þá bendi gögn málsins til þess að bílnum hafi verið ekið á allt að tæplega 183 kílómetra hraða um fimmtán sekúndum áður en slysið varð. 90 kílómetra hámarkshraði er á Reykjanesbrautinni. Í ljós hafi komið að Magnús sé með tíu hraðakstursmál í kerfinu á Íslandi og eitt í Danmörku. Um hafi verið að ræða „gróf“ hraðakstursbrot og að sjö þeirra séu frá því í fyrra. Enn fremur segist saksóknari telja að verði bíllinn leystur úr haldi og síðar verði fallist á hugsanlega kröfu um upptöku hans, gæti reynst erfitt að nálgast hann. Til standi að flytja hann til útlanda.
United Silicon Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Sjá meira