Ingi Þór: Ástæðulaust að óttast góða leikmenn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2017 13:00 Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. Vísir/Eyþór Ingi Þór, sem er þjálfari Snæfells, vill breyta núverandi reglu. Hún segir að liðum sé heimilt að semja við eins marga erlenda leikmenn og þau vilja en þó er það svo að aðeins einn erlendur leikmaður má vera inni á vellinum í einu. Í langflestum tilvikum semja því íslensk körfuboltalið við einn Bandaríkjamann sem er þá í ríkjandi hlutverki í viðkomandi liði. Leikmenn með erlent ríkisfang en hafa verið með fasta búsetu á Íslandi í þrjú ár telja þó eins og íslenskir leikmenn. Núverandi regla, sem í daglegu tali er nefnd 4+1 reglan, hefur reynst mörgum liðum á landsbyggðinni erfið en það var tilfellið hjá Snæfelli í vetur. Liðið féll úr Domino's-deildinni án þess að vinna leik allt tímabilið en Ingi Þór hefur áður greint frá því að það hafi verið mjög erfitt að fá íslenska leikmenn til að koma í Stykkishólm. Ársþing KKÍ fer fram á morgun en fyrir því liggur tillaga frá Hetti um að breyta 4+1 reglunni. Líklegt er að þingfulltrúar muni taka málið til umræðu á morgun og tefla fram breyttri tillögu sem verði þá sett fram til höfuðs 4+1 reglunni. Líklegast er að reglan sem kosið verður um verði 3+2 regla - að lið megi tefla fram tveimur erlendum leikmönnum samtímis. Sjálfur er þó Ingi Þór talsmaður þess að hafa aðeins einn erlendan (bandarískan) leikmann en frjálst flæði evrópskra leikmanna, líkt og tíðkaðist lengi áður.Betri leikmenn - betri æfingar „Ég hef heyrt í nokkrum kollegum mínum sem verða í Domino's-deildinni og það hefur verið virkilega erfitt fyrir mörg lið að styrkja sig með íslenskum leikmönnum. Ég neita að trúa því að lið vilji hafa deildina þannig að það sé ekki hægt að styrkja sig á milli ára,“ sagði Ingi Þór við Vísi í dag. Þeir sem vilja halda óbreyttu fyrirkomulagi hafa bent á að með því hafi ungir íslenskir leikmenn fengið dýrmætar mínútur með liðum sínum og þannig tækifæri til að vaxa og dafna. Ísland á í dag marga öfluga unga körfuboltamenn sem kemur einna best í ljós á því að margir Íslendingar spila nú í bandaríska háskólaboltanum. Ingi Þór bendir á að það séu fleiri hliðar á þessu máli. „Landsliðsmennirnir okkar hafa allir fengið að kljást við sterka erlenda leikmenn á æfingum. Þetta snýst líka um það - ekki bara mínútur á vellinum. Því fleiri betri leikmenn sem eru á æfingum því betri verða æfingarnar.“ Viljum koma leikmönnum til Evrópu Hann segir að ungir leikmenn þurfi ekki að örvænta þó svo að þeir sjái fram á að fáar mínútur með sínu liði. „Leikmenn eiga alltaf möguleika að fara tímabundið í annað lið, jafnvel niður um deild, og fá þar reynslu. Það getur líka verið þroskandi reynsla.“ Íslensk lið hafa áður nýtt sér svokallaða Bosman-reglu til að fá til sín allt að 7-8 erlenda leikmenn. Ingi Þór óttast ekki að slíkt verði uppi á teningnum.„Það vill enginn að slík aðstaða komi upp. En það má heldur ekki láta stýrast af ótta um að lið úti á landi styrki sig með góðum leikmönnum. Það hlýtur að vera hagur körfuboltans að lið úti á landi geti styrkt sig.“ Einu evrópusku leikmennirnir í Domino's-deildinni í vetur voru þeir sem töldust sem íslenskir leikmenn. Ingi bendir á að það sé ákveðinn tvískinningur falinn í því. „Við viljum að okkar leikmenn fái tækifæri í sterkum deildum í Evrópu. En um leið viljum við loka á þá hér,“ bendir Ingi Þór á. Dominos-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Ingi Þór, sem er þjálfari Snæfells, vill breyta núverandi reglu. Hún segir að liðum sé heimilt að semja við eins marga erlenda leikmenn og þau vilja en þó er það svo að aðeins einn erlendur leikmaður má vera inni á vellinum í einu. Í langflestum tilvikum semja því íslensk körfuboltalið við einn Bandaríkjamann sem er þá í ríkjandi hlutverki í viðkomandi liði. Leikmenn með erlent ríkisfang en hafa verið með fasta búsetu á Íslandi í þrjú ár telja þó eins og íslenskir leikmenn. Núverandi regla, sem í daglegu tali er nefnd 4+1 reglan, hefur reynst mörgum liðum á landsbyggðinni erfið en það var tilfellið hjá Snæfelli í vetur. Liðið féll úr Domino's-deildinni án þess að vinna leik allt tímabilið en Ingi Þór hefur áður greint frá því að það hafi verið mjög erfitt að fá íslenska leikmenn til að koma í Stykkishólm. Ársþing KKÍ fer fram á morgun en fyrir því liggur tillaga frá Hetti um að breyta 4+1 reglunni. Líklegt er að þingfulltrúar muni taka málið til umræðu á morgun og tefla fram breyttri tillögu sem verði þá sett fram til höfuðs 4+1 reglunni. Líklegast er að reglan sem kosið verður um verði 3+2 regla - að lið megi tefla fram tveimur erlendum leikmönnum samtímis. Sjálfur er þó Ingi Þór talsmaður þess að hafa aðeins einn erlendan (bandarískan) leikmann en frjálst flæði evrópskra leikmanna, líkt og tíðkaðist lengi áður.Betri leikmenn - betri æfingar „Ég hef heyrt í nokkrum kollegum mínum sem verða í Domino's-deildinni og það hefur verið virkilega erfitt fyrir mörg lið að styrkja sig með íslenskum leikmönnum. Ég neita að trúa því að lið vilji hafa deildina þannig að það sé ekki hægt að styrkja sig á milli ára,“ sagði Ingi Þór við Vísi í dag. Þeir sem vilja halda óbreyttu fyrirkomulagi hafa bent á að með því hafi ungir íslenskir leikmenn fengið dýrmætar mínútur með liðum sínum og þannig tækifæri til að vaxa og dafna. Ísland á í dag marga öfluga unga körfuboltamenn sem kemur einna best í ljós á því að margir Íslendingar spila nú í bandaríska háskólaboltanum. Ingi Þór bendir á að það séu fleiri hliðar á þessu máli. „Landsliðsmennirnir okkar hafa allir fengið að kljást við sterka erlenda leikmenn á æfingum. Þetta snýst líka um það - ekki bara mínútur á vellinum. Því fleiri betri leikmenn sem eru á æfingum því betri verða æfingarnar.“ Viljum koma leikmönnum til Evrópu Hann segir að ungir leikmenn þurfi ekki að örvænta þó svo að þeir sjái fram á að fáar mínútur með sínu liði. „Leikmenn eiga alltaf möguleika að fara tímabundið í annað lið, jafnvel niður um deild, og fá þar reynslu. Það getur líka verið þroskandi reynsla.“ Íslensk lið hafa áður nýtt sér svokallaða Bosman-reglu til að fá til sín allt að 7-8 erlenda leikmenn. Ingi Þór óttast ekki að slíkt verði uppi á teningnum.„Það vill enginn að slík aðstaða komi upp. En það má heldur ekki láta stýrast af ótta um að lið úti á landi styrki sig með góðum leikmönnum. Það hlýtur að vera hagur körfuboltans að lið úti á landi geti styrkt sig.“ Einu evrópusku leikmennirnir í Domino's-deildinni í vetur voru þeir sem töldust sem íslenskir leikmenn. Ingi bendir á að það sé ákveðinn tvískinningur falinn í því. „Við viljum að okkar leikmenn fái tækifæri í sterkum deildum í Evrópu. En um leið viljum við loka á þá hér,“ bendir Ingi Þór á.
Dominos-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum