Kvöldsund um helgar Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 20. apríl 2017 09:45 Ólafur Egill Egilsson vill lengri opnunartíma í sundlaugum borgarinnar. Vísir/Eyþór Leikarinn Ólafur Egill Egilsson skrifaði formlegt bréf til Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur í byrjun árs, þar sem hann óskaði eftir að opnunartími sundlauga yrði lengdur um helgar. „Ég myndi helst vilja hafa opið í einni laug allan sólarhringinn. Ég held að sundlaugar hafi mjög góð áhrif á samfélagið en það er bara ekki hægt að mæla þessi áhrif,“ segir Ólafur Egill Egilsson leikari spurður út í lengri opnunartíma sundlauga á höfuðborgarsvæðinu. Í haust stóð Ólafur fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað var á Reykjavíkurborg, nánar tiltekið Íþrótta- og tómstundaráð, að lengja opnunartíma sundstaða til klukkan 22.00 um helgar. „Aðsókn í sund hefur aukist töluvert síðustu ár. Það hefur yfirleitt verið pakkað í Laugardalslauginni þegar maður hefur farið þangað um helgar. Ég var svolítið í því að kvarta yfir þessu í pottinum í minni heimalaug og sá að margir voru á sama máli. Ég hugsaði með mér að það væri kominn tími til að sjá hversu margir væru sammála mér. Það söfnuðust rúmlega 3.000 undirskriftir, og ég sendi formlegt bréf til ÍTR rétt eftir áramót,“ segir Ólafur ánægður. Ólafur fer nær daglega í Sundlaug Vesturbæjar og segir það mikla heilsubót. „Ég hef farið í Vesturbæjarlaugina frá því ég var lítill með ömmu Dísu þar sem hún kenndi mér að synda, núna fer ég með börnin mín nær daglega,“ segir hann.Gestum Vesturbæjarlaugar hefur fjölgað töluvert undafarið, hér er Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar. Vísir/GVAÍ byrjun mars fékk Ólafur svar til baka, þar sem honum var tjáð að opnunartíminn yrði lengdur til 22.00 um helgar í Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug, frá 1. júní næstkomandi. Einnig verður opið til 22.00 þegar nýja Sundhöllin verður opnuð, líklega næsta haust. „Ég er virkilega ánægður með að hlustað sé á borgarana og við fáum aukna þjónustu. Kvöldsund er í miklu uppáhaldi hjá mér og mér þætti virkilega leiðinlegt að komast ekki í kvöldsund um helgar í minni laug. Þó það hafi verið opið í Laugardalslauginni þá er Sundlaug Vesturbæjar eins og minn hverfispöbb, og maður er ekkert að skipta um pöbb svona upp á grín, ef maður kemst hjá því, þó ég þurfi þó kannski að skoða málið þegar nýja Sundhöllin verður opnuð í Þingholtunum,“ segir Ólafur. „Þetta er áfangasigur,“ segir Ólafur en hann hefur verið í samskiptum við Ómar Einarsson, framkvæmdastjóra ÍTR, og Þórgný Thoroddsen, formann ÍTR, sem báðir tjáðu Ólafi að líkur væru á þetta fyrirkomulag yrði framlengt. „Ég vona innilega að þessi opnunartími sé kominn til að vera,“ segir hann og bætir við að einnig væri óskandi að opnunartíminn yrði lengdur til klukkan 22.00 á föstudögum. Sundlaugar Tengdar fréttir Hægt að fara í kvöldsund um helgar í Vesturbænum og Breiðholti í sumar Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug verða opnar til klukkan 22 á kvöldin laugardaga og sunnudaga í sumar, það er frá og með 1. júní næstkomandi til 4. september. 13. mars 2017 21:03 Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira
Leikarinn Ólafur Egill Egilsson skrifaði formlegt bréf til Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur í byrjun árs, þar sem hann óskaði eftir að opnunartími sundlauga yrði lengdur um helgar. „Ég myndi helst vilja hafa opið í einni laug allan sólarhringinn. Ég held að sundlaugar hafi mjög góð áhrif á samfélagið en það er bara ekki hægt að mæla þessi áhrif,“ segir Ólafur Egill Egilsson leikari spurður út í lengri opnunartíma sundlauga á höfuðborgarsvæðinu. Í haust stóð Ólafur fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað var á Reykjavíkurborg, nánar tiltekið Íþrótta- og tómstundaráð, að lengja opnunartíma sundstaða til klukkan 22.00 um helgar. „Aðsókn í sund hefur aukist töluvert síðustu ár. Það hefur yfirleitt verið pakkað í Laugardalslauginni þegar maður hefur farið þangað um helgar. Ég var svolítið í því að kvarta yfir þessu í pottinum í minni heimalaug og sá að margir voru á sama máli. Ég hugsaði með mér að það væri kominn tími til að sjá hversu margir væru sammála mér. Það söfnuðust rúmlega 3.000 undirskriftir, og ég sendi formlegt bréf til ÍTR rétt eftir áramót,“ segir Ólafur ánægður. Ólafur fer nær daglega í Sundlaug Vesturbæjar og segir það mikla heilsubót. „Ég hef farið í Vesturbæjarlaugina frá því ég var lítill með ömmu Dísu þar sem hún kenndi mér að synda, núna fer ég með börnin mín nær daglega,“ segir hann.Gestum Vesturbæjarlaugar hefur fjölgað töluvert undafarið, hér er Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar. Vísir/GVAÍ byrjun mars fékk Ólafur svar til baka, þar sem honum var tjáð að opnunartíminn yrði lengdur til 22.00 um helgar í Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug, frá 1. júní næstkomandi. Einnig verður opið til 22.00 þegar nýja Sundhöllin verður opnuð, líklega næsta haust. „Ég er virkilega ánægður með að hlustað sé á borgarana og við fáum aukna þjónustu. Kvöldsund er í miklu uppáhaldi hjá mér og mér þætti virkilega leiðinlegt að komast ekki í kvöldsund um helgar í minni laug. Þó það hafi verið opið í Laugardalslauginni þá er Sundlaug Vesturbæjar eins og minn hverfispöbb, og maður er ekkert að skipta um pöbb svona upp á grín, ef maður kemst hjá því, þó ég þurfi þó kannski að skoða málið þegar nýja Sundhöllin verður opnuð í Þingholtunum,“ segir Ólafur. „Þetta er áfangasigur,“ segir Ólafur en hann hefur verið í samskiptum við Ómar Einarsson, framkvæmdastjóra ÍTR, og Þórgný Thoroddsen, formann ÍTR, sem báðir tjáðu Ólafi að líkur væru á þetta fyrirkomulag yrði framlengt. „Ég vona innilega að þessi opnunartími sé kominn til að vera,“ segir hann og bætir við að einnig væri óskandi að opnunartíminn yrði lengdur til klukkan 22.00 á föstudögum.
Sundlaugar Tengdar fréttir Hægt að fara í kvöldsund um helgar í Vesturbænum og Breiðholti í sumar Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug verða opnar til klukkan 22 á kvöldin laugardaga og sunnudaga í sumar, það er frá og með 1. júní næstkomandi til 4. september. 13. mars 2017 21:03 Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira
Hægt að fara í kvöldsund um helgar í Vesturbænum og Breiðholti í sumar Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug verða opnar til klukkan 22 á kvöldin laugardaga og sunnudaga í sumar, það er frá og með 1. júní næstkomandi til 4. september. 13. mars 2017 21:03