Blaðamenn senda skilaboð til Trump: „Við erum ekki óvinurinn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2017 14:30 Carl Bernstein var heiðursgestur. Vísir/Getty Rjómi blaða- og fjölmiðlamanna var samankominn á árlegum hátíðarkvöldverði þeirra í Washington í gær. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna lét ekki sjá sig en blaðamenn sendu honum skýr skilaboð. Guardian greinir frá.Trump hefur verið duglegur að skjóta á og gagnrýna umfjöllun fjölmiðla um embættisfærslur hans sem forseta. Skipulagði hann meðal annars fund með stuðningsmönnum á sama tíma og kvöldverðurinn fór fram. Þar skaut hann föstum skotum að blaðamönnum.Áralöng hefð er fyrir því að sitjandi forseti Bandaríkjanna mæti í kvöldverðinn en Trump þáði ekki boðið, fyrstur forseta síðan Ronald Reagan árið 1981 sem var þá að jafna sig eftir banatilræði. Jeff Mason, blaðamaður á Reuters og forseti samtaka blaðamanna í Hvíta húsinu, sem skipulegur kvöldverðinn sendi Trump skýr skilaboð í hátíðarræðu sinni. Varði hann frelsi fjölmiðla og sagði að tilraunir til þess að grafa undan fjölmiðlum væru hættulegar lýðræðinu. „Við erum ekki falskar fréttir, við erum ekki haltrandi fjölmiðlafyrirtæki og við erum ekki óvinurinn,“ sagði Mason. Vegna fjarveru Trump var fundurinn með breyttu sniði miðað við síðustu ár. Venju samkvæmt var þó grínisti fenginn til þess að halda uppi stuðinu og féll það hlutverk í skaut Hashan Minhaj frá The Daily Show á sjónvarpsstöðinni Comedy Central. Gerði hann óspart grín að fjölmiðlum og Trump sjálfum. Vegna fjarveru Trump var enginn ræða Bandaríkjaforseta á dagskrá, líkt og tíðkast venjulega. Þess í stað var kvöldið helgað blaðamönnunum Bob Woodward og Carl Bernstein sem eru helst þekktir fyrir fréttaflutning sinn um Watergate-málið sem á endanum varð til þess að Richard Nixon sagði af sér embætti forseta. Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir fjölmiðla eiga skilið að fá „spikfeita falleinkunn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét fjölmiðla í Bandaríkjunum heyra það á sérstökum stuðningsmannafundi í gær sem skipulagður var til höfuðs árlegum kvöldverði blaðamanna sem einnig fór fram í gær. 30. apríl 2017 08:49 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Rjómi blaða- og fjölmiðlamanna var samankominn á árlegum hátíðarkvöldverði þeirra í Washington í gær. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna lét ekki sjá sig en blaðamenn sendu honum skýr skilaboð. Guardian greinir frá.Trump hefur verið duglegur að skjóta á og gagnrýna umfjöllun fjölmiðla um embættisfærslur hans sem forseta. Skipulagði hann meðal annars fund með stuðningsmönnum á sama tíma og kvöldverðurinn fór fram. Þar skaut hann föstum skotum að blaðamönnum.Áralöng hefð er fyrir því að sitjandi forseti Bandaríkjanna mæti í kvöldverðinn en Trump þáði ekki boðið, fyrstur forseta síðan Ronald Reagan árið 1981 sem var þá að jafna sig eftir banatilræði. Jeff Mason, blaðamaður á Reuters og forseti samtaka blaðamanna í Hvíta húsinu, sem skipulegur kvöldverðinn sendi Trump skýr skilaboð í hátíðarræðu sinni. Varði hann frelsi fjölmiðla og sagði að tilraunir til þess að grafa undan fjölmiðlum væru hættulegar lýðræðinu. „Við erum ekki falskar fréttir, við erum ekki haltrandi fjölmiðlafyrirtæki og við erum ekki óvinurinn,“ sagði Mason. Vegna fjarveru Trump var fundurinn með breyttu sniði miðað við síðustu ár. Venju samkvæmt var þó grínisti fenginn til þess að halda uppi stuðinu og féll það hlutverk í skaut Hashan Minhaj frá The Daily Show á sjónvarpsstöðinni Comedy Central. Gerði hann óspart grín að fjölmiðlum og Trump sjálfum. Vegna fjarveru Trump var enginn ræða Bandaríkjaforseta á dagskrá, líkt og tíðkast venjulega. Þess í stað var kvöldið helgað blaðamönnunum Bob Woodward og Carl Bernstein sem eru helst þekktir fyrir fréttaflutning sinn um Watergate-málið sem á endanum varð til þess að Richard Nixon sagði af sér embætti forseta.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir fjölmiðla eiga skilið að fá „spikfeita falleinkunn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét fjölmiðla í Bandaríkjunum heyra það á sérstökum stuðningsmannafundi í gær sem skipulagður var til höfuðs árlegum kvöldverði blaðamanna sem einnig fór fram í gær. 30. apríl 2017 08:49 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Trump segir fjölmiðla eiga skilið að fá „spikfeita falleinkunn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét fjölmiðla í Bandaríkjunum heyra það á sérstökum stuðningsmannafundi í gær sem skipulagður var til höfuðs árlegum kvöldverði blaðamanna sem einnig fór fram í gær. 30. apríl 2017 08:49