Trump búinn að reka yfirmann FBI Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2017 22:02 James Comey. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur rekið James B. Comey, yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, lagði til við forsetann að það yrði gert, samkvæmt Sean Spicer, talsmanni Hvíta hússins. Hvíta húsið segir Comey meðal annars hafa verið rekinn vegna þess hvernig hann meðhöndlaði rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton. FBI er hins vegar með starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump til rannsóknar vegna mögulegs samstarfs þeirra við yfirvöld í Rússlandi við að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra.Umdeildur og í vandræðumComey hefur verið umdeildur undanfarna mánuði og hefur Hillary Clinton meðal annars sakað hann um að hafa kostað sig forsetaembættið. Þá viðurkenndi Comey í dag að hann hefði veitt þinginu rangar upplýsingar um rannsókn á tölvupóstum Clinton í síðustu viku. Hann sagði að aðstoðarkona Clinton hefði áframsent hundruð og þúsundir tölvupósta til eiginmanns síns og þar á meðal hefðu verið leyndarmál. En í dag sagði FBI að einungis tveir tölvupóstar hefðu innihaldið ríkisleyndarmál. Trump sakaði Comey í síðustu viku um að gefa Hillary Clinton „frípassa“ vegna „allra hennar slæmu gjörða“. Þá hafði Comey gefið út að Clinton yrði ekki ákærð.FBI Director Comey was the best thing that ever happened to Hillary Clinton in that he gave her a free pass for many bad deeds! The phony...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 3, 2017 Í tilkynningu frá Hvíta húsinu er haft eftir Trump að dagurinn í dag marki nýtt upphaf FBI. Þá segir að leit að nýjum yfirmanni muni hefjast strax. Þar að auki sendi forsetinn bréf til Comey þar sem hann segir mikilvægt að nýr aðili taki við stjórn FBI til að byggja aftur upp traust almennings á stofnuninni. Jeff Sessions, sem lagði til að Comey yrði rekinn, laug því að þingmönnum að hann hefði ekki átt í samskiptum við Rússa, en hann hafði þó hitt Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Því þurfti hann að segja sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku kosningunum.Brottreksturinn tengdur við rannsóknirnar Demókratar hafa stungið upp á því að brottrekstur Comey tengist rannsókn FBI á framboði Trump og starfsmönnum hans. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata á öldungaþinginu, velti vöngum yfir því í kvöld hvort að rannsóknin hefði verið komin á stig sem forsetanum þætti óþæginlegt. „Þetta getur ekki verið tilviljun,“ sagði Schumer og kallaði eftir sjálfstæðri rannsókn. Annars myndi Bandaríkjamenn ávalt gruna að Comey hefði verið rekinn vegna rannsóknar FBI. Samkvæmt BBC hefur brottrekstrinum víða verið líkt við það þegar Richar Nixon rak dómsmálaráðherra sinn á árum áður vegna rannsóknar hans á Watergate málinu.Bréf Trump til Comey COMEY PINK SLIP pic.twitter.com/1C0Z58HotK— Shannon Pettypiece (@spettypi) May 9, 2017 Bréf Sessions til Trump And here's the letter AG Jeff Sessions sent to Trump: "I must recommend that you remove Director James B. Comey, Jr." pic.twitter.com/8bIWcBx3dW— DJ Judd (@juddzeez) May 9, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Staðfesti rannsókn FBI á afskiptum Rússa Yfirmaður Alríkislögreglunnar sagði einnig að möguleg tengsl Trumpframboðsins við Rússa séu til rannsóknar. 20. mars 2017 14:53 FBI segir ekkert styðja ásakanir Trumps Comey staðfesti enn fremur að forseti Bandaríkjanna hafi enga heimild til að fyrirskipa hleranir. 21. mars 2017 07:00 Taldi sig verða að segja þinginu frá vendingum varðandi Clinton James Comey, yfirmaður FBI, sagði að honum liði illa yfir því að hann hefði mögulega haft áhrif á kosningarnar. 3. maí 2017 16:40 Byggði fullyrðingar sínar á fulltrúum Hvíta hússins Formaður leyniþjónustunefndar Bandaríkjaþings virðist hafa byggt fullyrðingar um að leyniskjöl sýndu að samstarfsmenn Trump hafi verið hleraðir á starfsmönnum Hvíta hússins. Trump taldi orð formannsins réttlæta rakalausar ásakanir sínar um hleranir Obama að einhverju leyti. 30. mars 2017 22:15 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur rekið James B. Comey, yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, lagði til við forsetann að það yrði gert, samkvæmt Sean Spicer, talsmanni Hvíta hússins. Hvíta húsið segir Comey meðal annars hafa verið rekinn vegna þess hvernig hann meðhöndlaði rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton. FBI er hins vegar með starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump til rannsóknar vegna mögulegs samstarfs þeirra við yfirvöld í Rússlandi við að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra.Umdeildur og í vandræðumComey hefur verið umdeildur undanfarna mánuði og hefur Hillary Clinton meðal annars sakað hann um að hafa kostað sig forsetaembættið. Þá viðurkenndi Comey í dag að hann hefði veitt þinginu rangar upplýsingar um rannsókn á tölvupóstum Clinton í síðustu viku. Hann sagði að aðstoðarkona Clinton hefði áframsent hundruð og þúsundir tölvupósta til eiginmanns síns og þar á meðal hefðu verið leyndarmál. En í dag sagði FBI að einungis tveir tölvupóstar hefðu innihaldið ríkisleyndarmál. Trump sakaði Comey í síðustu viku um að gefa Hillary Clinton „frípassa“ vegna „allra hennar slæmu gjörða“. Þá hafði Comey gefið út að Clinton yrði ekki ákærð.FBI Director Comey was the best thing that ever happened to Hillary Clinton in that he gave her a free pass for many bad deeds! The phony...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 3, 2017 Í tilkynningu frá Hvíta húsinu er haft eftir Trump að dagurinn í dag marki nýtt upphaf FBI. Þá segir að leit að nýjum yfirmanni muni hefjast strax. Þar að auki sendi forsetinn bréf til Comey þar sem hann segir mikilvægt að nýr aðili taki við stjórn FBI til að byggja aftur upp traust almennings á stofnuninni. Jeff Sessions, sem lagði til að Comey yrði rekinn, laug því að þingmönnum að hann hefði ekki átt í samskiptum við Rússa, en hann hafði þó hitt Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Því þurfti hann að segja sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku kosningunum.Brottreksturinn tengdur við rannsóknirnar Demókratar hafa stungið upp á því að brottrekstur Comey tengist rannsókn FBI á framboði Trump og starfsmönnum hans. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata á öldungaþinginu, velti vöngum yfir því í kvöld hvort að rannsóknin hefði verið komin á stig sem forsetanum þætti óþæginlegt. „Þetta getur ekki verið tilviljun,“ sagði Schumer og kallaði eftir sjálfstæðri rannsókn. Annars myndi Bandaríkjamenn ávalt gruna að Comey hefði verið rekinn vegna rannsóknar FBI. Samkvæmt BBC hefur brottrekstrinum víða verið líkt við það þegar Richar Nixon rak dómsmálaráðherra sinn á árum áður vegna rannsóknar hans á Watergate málinu.Bréf Trump til Comey COMEY PINK SLIP pic.twitter.com/1C0Z58HotK— Shannon Pettypiece (@spettypi) May 9, 2017 Bréf Sessions til Trump And here's the letter AG Jeff Sessions sent to Trump: "I must recommend that you remove Director James B. Comey, Jr." pic.twitter.com/8bIWcBx3dW— DJ Judd (@juddzeez) May 9, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Staðfesti rannsókn FBI á afskiptum Rússa Yfirmaður Alríkislögreglunnar sagði einnig að möguleg tengsl Trumpframboðsins við Rússa séu til rannsóknar. 20. mars 2017 14:53 FBI segir ekkert styðja ásakanir Trumps Comey staðfesti enn fremur að forseti Bandaríkjanna hafi enga heimild til að fyrirskipa hleranir. 21. mars 2017 07:00 Taldi sig verða að segja þinginu frá vendingum varðandi Clinton James Comey, yfirmaður FBI, sagði að honum liði illa yfir því að hann hefði mögulega haft áhrif á kosningarnar. 3. maí 2017 16:40 Byggði fullyrðingar sínar á fulltrúum Hvíta hússins Formaður leyniþjónustunefndar Bandaríkjaþings virðist hafa byggt fullyrðingar um að leyniskjöl sýndu að samstarfsmenn Trump hafi verið hleraðir á starfsmönnum Hvíta hússins. Trump taldi orð formannsins réttlæta rakalausar ásakanir sínar um hleranir Obama að einhverju leyti. 30. mars 2017 22:15 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Staðfesti rannsókn FBI á afskiptum Rússa Yfirmaður Alríkislögreglunnar sagði einnig að möguleg tengsl Trumpframboðsins við Rússa séu til rannsóknar. 20. mars 2017 14:53
FBI segir ekkert styðja ásakanir Trumps Comey staðfesti enn fremur að forseti Bandaríkjanna hafi enga heimild til að fyrirskipa hleranir. 21. mars 2017 07:00
Taldi sig verða að segja þinginu frá vendingum varðandi Clinton James Comey, yfirmaður FBI, sagði að honum liði illa yfir því að hann hefði mögulega haft áhrif á kosningarnar. 3. maí 2017 16:40
Byggði fullyrðingar sínar á fulltrúum Hvíta hússins Formaður leyniþjónustunefndar Bandaríkjaþings virðist hafa byggt fullyrðingar um að leyniskjöl sýndu að samstarfsmenn Trump hafi verið hleraðir á starfsmönnum Hvíta hússins. Trump taldi orð formannsins réttlæta rakalausar ásakanir sínar um hleranir Obama að einhverju leyti. 30. mars 2017 22:15
Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40