Kallaði hana svindlara og sá síðan sjálf um að senda hana heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2017 07:30 Eugenie Bouchard fagnar hér sigri. Vísir/AP Kanadíska tenniskonan Eugenie Bouchard var mjög ósátt við að Maria Sharapova fengi að keppa á opna Madrid-tennismótinu sem stendur yfir þessa dagana en Sharapova féll á lyfjaprófi á síðasta ári. Bouchard gat ekki komið í veg fyrir að Maria Sharapova fengi keppnisleyfi á mótinu en hún nýtti heldur betur innbyrðisviðureign þeirra tveggja til að senda þeirri rússnesku skýr skilaboð. Eugenie Bouchard og Maria Sharapova mættust nefnilega í 2. umferð opna Madridar-mótsins og Bouchard vann 7-5, 2-6 og 6-4. Bouchard fagnaði sigrinum innilega í lokin en handaband þeirra eftir leik var frekar vandræðalegt. Maria Sharapova féll á lyfjaprófi á opna ástralska mótinu árið 2016 og var dæmd í kjölfarið í fimmtán mánaða bann. Bannið var stytt og hún komst strax inn á helstu mótin. Við það voru margir mjög ósáttir og þar á meðal sú kanadíska. Bouchard lét skoðun sína í ljós opinberlega og kallaði hina rússnesku svindlara. Bouchard sagði að tennishreyfingin hefði átt að dæma Mariu Sharapovu í lífstíðarbann fyrir að hafa fallið á þessu lyfjaprófi. Eugenie Bouchard talaði meðal annars um það að þessi endurkoma Sharapovu væri mjög ósanngjörn gagnvart öllum þeim tennisspilurum sem stunda íþróttina á heiðarlegan hátt. Sharapova lét það vera að svara Bouchard þegar hún var spurð um ummælin á blaðamannafundi en Maria átti líka fá svör á móti þeirri kanadísku í leik þeirra í nótt. Tapið þýðir að Maria Sharapova gæti líka misst af Wimbledon-mótinu en það kemur betur í ljós þegar nær dregur.Handabandið í lokin.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty How bow dah pic.twitter.com/SOAcpEWflu— Genie Bouchard (@geniebouchard) May 8, 2017 Tennis Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala Fótbolti „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Fótbolti Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Körfubolti Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Körfubolti Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Fótbolti Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Enski boltinn Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Körfubolti Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Framarar slógu út bikarmeistarana Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Afturelding í bikarúrslitin Írar fá NFL leik á næsta ári Barcelona burstaði Man. City og tók toppsæti riðilsins Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Real Madrid fyrsti álfumeistarinn Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Undirbýr sig fyrir leikinn gegn Littler með því að klippa fólk „Vissi hvað ég var að fara út í“ KR sótti Gigliotti Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sló í gegn á HM: Villtist á leið upp á svið og fagnaði eins og Cole Palmer „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Sjá meira
Kanadíska tenniskonan Eugenie Bouchard var mjög ósátt við að Maria Sharapova fengi að keppa á opna Madrid-tennismótinu sem stendur yfir þessa dagana en Sharapova féll á lyfjaprófi á síðasta ári. Bouchard gat ekki komið í veg fyrir að Maria Sharapova fengi keppnisleyfi á mótinu en hún nýtti heldur betur innbyrðisviðureign þeirra tveggja til að senda þeirri rússnesku skýr skilaboð. Eugenie Bouchard og Maria Sharapova mættust nefnilega í 2. umferð opna Madridar-mótsins og Bouchard vann 7-5, 2-6 og 6-4. Bouchard fagnaði sigrinum innilega í lokin en handaband þeirra eftir leik var frekar vandræðalegt. Maria Sharapova féll á lyfjaprófi á opna ástralska mótinu árið 2016 og var dæmd í kjölfarið í fimmtán mánaða bann. Bannið var stytt og hún komst strax inn á helstu mótin. Við það voru margir mjög ósáttir og þar á meðal sú kanadíska. Bouchard lét skoðun sína í ljós opinberlega og kallaði hina rússnesku svindlara. Bouchard sagði að tennishreyfingin hefði átt að dæma Mariu Sharapovu í lífstíðarbann fyrir að hafa fallið á þessu lyfjaprófi. Eugenie Bouchard talaði meðal annars um það að þessi endurkoma Sharapovu væri mjög ósanngjörn gagnvart öllum þeim tennisspilurum sem stunda íþróttina á heiðarlegan hátt. Sharapova lét það vera að svara Bouchard þegar hún var spurð um ummælin á blaðamannafundi en Maria átti líka fá svör á móti þeirri kanadísku í leik þeirra í nótt. Tapið þýðir að Maria Sharapova gæti líka misst af Wimbledon-mótinu en það kemur betur í ljós þegar nær dregur.Handabandið í lokin.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty How bow dah pic.twitter.com/SOAcpEWflu— Genie Bouchard (@geniebouchard) May 8, 2017
Tennis Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala Fótbolti „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Fótbolti Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Körfubolti Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Körfubolti Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Fótbolti Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Enski boltinn Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Körfubolti Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala „Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Glódís Perla með sjálfsmark í Meistaradeildinni Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Framarar slógu út bikarmeistarana Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Afturelding í bikarúrslitin Írar fá NFL leik á næsta ári Barcelona burstaði Man. City og tók toppsæti riðilsins Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Real Madrid fyrsti álfumeistarinn Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Undirbýr sig fyrir leikinn gegn Littler með því að klippa fólk „Vissi hvað ég var að fara út í“ KR sótti Gigliotti Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sló í gegn á HM: Villtist á leið upp á svið og fagnaði eins og Cole Palmer „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Sjá meira