Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi voru kallaðir út á sjöunda tímanum í kvöld vegna konu sem skrikaði fótur neðarlega í Kerinu í Grímsnesi.
Björgunarsveitarbíll var sendur á vettvang í forgangsakstri en síðar kom í ljós að meiðsl konunnar voru ekki eins alvarleg og leit út fyrir í fyrstu.
Hlúð var að konuna í Kerinu og henni komið fyrir á börum. Var hún síðan hífð upp úr Kerinu á börunum og borin að bílaplaninu þar sem sjúkrabíll beið hennar.

