Vísir á rauða dreglinum: Albanska glæsigyðjan missti sjötíu kíló Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 7. maí 2017 20:15 Til vinstri má sjá mynd af Lindita frá því í dag og til hægri er mynd af henni fyrir nokkrum árum. vísir/eurovisiontv/sáp Rauði dregillinn var við Mariyinsky höllina í Kænugarði í dag og mættu yfir þúsund blaðamenn til að spyrja listamennina sem taka þátt í Eurovision spjörunum úr. Vísir var á staðnum og voru aðstæður frábærar fyrir góð viðtöl en hitinn fór hátt í 30 stig og algjörlega heiðskýrt. Flosi Jón Ófeigsson og Laufey Helga Guðmundsdóttir eru með Eurovision-keppnina alveg á hreinu og mæta þau bæði á hverju einasta ári. Þau eru Eurovision-sérfræðingar Vísis og var rætt við þau bæði við rauða dregilinn í dag en þau voru bæði sammála um að það yrði skandall ef Svala kæmist ekki áfram í keppninni. Einn mest spennandi keppandi Eurovision í ár er hin 27 ára Lindita Halimi frá Albaníu. Hún tekur þátt í keppninni með laginu World en Lindita vakti fyrst athygli árið 2007 þegar hún fór í úrslit í albanska Idol. Tæplega tíu árum síðar eða árið 2016 tók hún síðan þátt í American Idol og hafnaði hún í efstu 25 sætunum. Lindita hefur á nokkrum árum misst 68 kíló sem er meira en helmingur líkamsþyngdar hennar og það gjörsamlega breytti lífi hennar. Rætt var við hana um boðskap lagsins sem hún syngur í ár. Einnig var rætt við hinn 17 ára Isaiah frá Ástralíu sem tekur lagið Don't Come Easy og vakti helst hlátur hans athygli í viðtalinu hér að neðan. Að lokum heyrði Vísir hljóðið í Dihaj frá Azerbaijan en hún var með svakalegt fylgdarlið á rauða teppinu í dag. Það mátti meðan annars sjá mann með risa hestahaus. Hér má sjá það helsta frá teppinu í dag.Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis. Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Sjá meira
Rauði dregillinn var við Mariyinsky höllina í Kænugarði í dag og mættu yfir þúsund blaðamenn til að spyrja listamennina sem taka þátt í Eurovision spjörunum úr. Vísir var á staðnum og voru aðstæður frábærar fyrir góð viðtöl en hitinn fór hátt í 30 stig og algjörlega heiðskýrt. Flosi Jón Ófeigsson og Laufey Helga Guðmundsdóttir eru með Eurovision-keppnina alveg á hreinu og mæta þau bæði á hverju einasta ári. Þau eru Eurovision-sérfræðingar Vísis og var rætt við þau bæði við rauða dregilinn í dag en þau voru bæði sammála um að það yrði skandall ef Svala kæmist ekki áfram í keppninni. Einn mest spennandi keppandi Eurovision í ár er hin 27 ára Lindita Halimi frá Albaníu. Hún tekur þátt í keppninni með laginu World en Lindita vakti fyrst athygli árið 2007 þegar hún fór í úrslit í albanska Idol. Tæplega tíu árum síðar eða árið 2016 tók hún síðan þátt í American Idol og hafnaði hún í efstu 25 sætunum. Lindita hefur á nokkrum árum misst 68 kíló sem er meira en helmingur líkamsþyngdar hennar og það gjörsamlega breytti lífi hennar. Rætt var við hana um boðskap lagsins sem hún syngur í ár. Einnig var rætt við hinn 17 ára Isaiah frá Ástralíu sem tekur lagið Don't Come Easy og vakti helst hlátur hans athygli í viðtalinu hér að neðan. Að lokum heyrði Vísir hljóðið í Dihaj frá Azerbaijan en hún var með svakalegt fylgdarlið á rauða teppinu í dag. Það mátti meðan annars sjá mann með risa hestahaus. Hér má sjá það helsta frá teppinu í dag.Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.
Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Sjá meira