Hvetja Trump til að halda sig við Parísarsamkomulagið Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2017 12:45 Mótmælendur kröfðust þess að Bandaríkjamenn heiðruðu skuldbindingar sínar í loftslagsgöngu sem farin var um síðustu helgi í Washington-borg. Vísir/EPA Afstaða Donalds Trump og ríkisstjórnar hans til lofstlagsmála veldur þjóðarleiðtogum sem unnu að samþykkt Parísarsamkomulagsins hugarangri. Hvetja þeir forsetann til að halda sig við samkomulagið. Frá því að Trump tók við embætti og skipaði Scott Pruitt, sem hefur lýst því yfir að hann telji koltvísýring ekki meginorsök hnattrænnar hlýnunar, sem forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, hafa leiðtogar annarra ríkja beðið á milli vonar og ótta um hvort Bandaríkin segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Því er ætlað að draga úr losun þjóða á gróðurhúsalofttegundum. Tvær ólíkir fylkingar innan ríkisstjórnar Trump eru sagðar takast á. Annars vegar eru harðkjarnaloftslagsafneitarar eins og Stephen Bannon sem er sagður tala fyrir því að Trump rifti Parísarsamkomlaginu eins og hann boðaði í kosningabaráttu sinni. Hins vegar eru aðrir sem tala fyrir því að Bandaríkin haldi sig við samkomulagið og tali fyrir breyttum áherslum innan þess. Þeirra á meðal eru Rex Tillerson, utanríkisráðherra, Ivanka Trump og eiginmaður hennar Jared Kushner.Hefur verstu afleiðingarnar fyrir heimsbyggðinaTalið er að Trump muni taka ákvörðun um framtíð samkomulagsins í þessum mánuði, jafnvel í þessari viku. Washington Post greindi frá því í vikunni að svo virtist sem að andstæðingar Parísarsamningsins innan ríkisstjórnarinnar hefðu orðið ofan á. Embættismenn frá nokkrum löndum sem The Guardian hefur rætt við lýsa áhyggjum sínum af vegferð bandarískra stjórnvalda. „Ég hef miklar áhyggjur af því sem er að gerast í Bandaríkjunum hvað varðar loftslagsbreytingar. Það var sérstaklega mikið áfall að heyra að Trump hafi skrifað undir tilskipun um að breyta áætluninni um hreina orku [sem Barack Obama setti]. Af öllum stefnumálum Trump þá hefur þetta verstu afleiðingarnar fyrir heimsbyggðina,“ segir Ramón Méndez, fyrrverandi yfirmaður loftslagsstefnu Úrúgvæ sem tók þátt í að leggja drög að Parísarsamkomulaginu. Vísar Méndez þar til tilskipunar Trump um að Umhverfisstofnunin endurskoði áætlun Obama um hreina orku sem var ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum. Trump hefur einnig sett framkvæmdir við tvær umdeildar olíuleiðslur, Keystone XL og Dakota Access, aftur af stað.Donald Trump hefur meðal annars sagt að loftslagsbreytingar séu „kínverskt gabb“.Vísir/EPABandaríkjamenn eru aðrir stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda í heiminum en Kínverjar fóru nýlega fram úr þeim. Losa Bandaríkin um fimmtung þess magns gróðurhúsalofttegunda sem menn bera ábyrgð á. Ætli Bandaríkjamenn sér að hætta við að draga úr losun sinni er það sérstakt áhyggjuefni fyrir íbúa á Kyrrahafseyjum sem hækkandi yfirborð sjávar ógnar. „Framtíð landsins míns veltur á að hvert og eitt ríki standi við loforðin sem þau gáfu í París. Okkar eigin skuldbinding mun ekki bregðast,“ segir Hilda Heine, forseti Marshall-eyja, sem lýsir gríðarlegum vonbrigðum sínum með að Bandaríkjamenn séu að draga í land í loftslagsmálum. Erik Solheim, umhverfisstjóri Sameinuðu þjóðanna, varar við því að dragi Bandaríkjamenn sig frá Parísarsamkomulaginu muni það koma niður á þeim sjálfum. Störf í grænni orku munu flytjast til Kína. „Framtíðin er græn,“ segir Solheim. Ákveði Trump að segja Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu er talið að úrsagnarferlið taki um þrjú ár. Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Sigur Trump váleg tíðindi í loftslagsmálum Sú hæga framþróun sem orðið hefur í heiminum á undanförnum árum í baráttunni gegn hlýnun jarðar á nú í hættu að verða að engu. 9. nóvember 2016 14:00 Glóandi símalínur Umhverfisstofnunar eftir afneitun forstjórans Hundruð símtala og tölvupósta hafi borist bandarísku Umhverfisstofnuninni eftir að forstjóri hennar neitaði því að menn bæru mesta ábyrgð á hnattrænni hlýnun í viðtali. 12. mars 2017 15:09 Loftslagsstjóri SÞ fær ekki svar frá bandaríska utanríkisráðherranum "Ég hef ekki fengið svar. Það er skiljanlegt á upphafsdögum nýrrar ríkisstjórnar,“ segir Patricia Espinosa, loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna. 2. mars 2017 15:30 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Afstaða Donalds Trump og ríkisstjórnar hans til lofstlagsmála veldur þjóðarleiðtogum sem unnu að samþykkt Parísarsamkomulagsins hugarangri. Hvetja þeir forsetann til að halda sig við samkomulagið. Frá því að Trump tók við embætti og skipaði Scott Pruitt, sem hefur lýst því yfir að hann telji koltvísýring ekki meginorsök hnattrænnar hlýnunar, sem forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, hafa leiðtogar annarra ríkja beðið á milli vonar og ótta um hvort Bandaríkin segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Því er ætlað að draga úr losun þjóða á gróðurhúsalofttegundum. Tvær ólíkir fylkingar innan ríkisstjórnar Trump eru sagðar takast á. Annars vegar eru harðkjarnaloftslagsafneitarar eins og Stephen Bannon sem er sagður tala fyrir því að Trump rifti Parísarsamkomlaginu eins og hann boðaði í kosningabaráttu sinni. Hins vegar eru aðrir sem tala fyrir því að Bandaríkin haldi sig við samkomulagið og tali fyrir breyttum áherslum innan þess. Þeirra á meðal eru Rex Tillerson, utanríkisráðherra, Ivanka Trump og eiginmaður hennar Jared Kushner.Hefur verstu afleiðingarnar fyrir heimsbyggðinaTalið er að Trump muni taka ákvörðun um framtíð samkomulagsins í þessum mánuði, jafnvel í þessari viku. Washington Post greindi frá því í vikunni að svo virtist sem að andstæðingar Parísarsamningsins innan ríkisstjórnarinnar hefðu orðið ofan á. Embættismenn frá nokkrum löndum sem The Guardian hefur rætt við lýsa áhyggjum sínum af vegferð bandarískra stjórnvalda. „Ég hef miklar áhyggjur af því sem er að gerast í Bandaríkjunum hvað varðar loftslagsbreytingar. Það var sérstaklega mikið áfall að heyra að Trump hafi skrifað undir tilskipun um að breyta áætluninni um hreina orku [sem Barack Obama setti]. Af öllum stefnumálum Trump þá hefur þetta verstu afleiðingarnar fyrir heimsbyggðina,“ segir Ramón Méndez, fyrrverandi yfirmaður loftslagsstefnu Úrúgvæ sem tók þátt í að leggja drög að Parísarsamkomulaginu. Vísar Méndez þar til tilskipunar Trump um að Umhverfisstofnunin endurskoði áætlun Obama um hreina orku sem var ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum. Trump hefur einnig sett framkvæmdir við tvær umdeildar olíuleiðslur, Keystone XL og Dakota Access, aftur af stað.Donald Trump hefur meðal annars sagt að loftslagsbreytingar séu „kínverskt gabb“.Vísir/EPABandaríkjamenn eru aðrir stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda í heiminum en Kínverjar fóru nýlega fram úr þeim. Losa Bandaríkin um fimmtung þess magns gróðurhúsalofttegunda sem menn bera ábyrgð á. Ætli Bandaríkjamenn sér að hætta við að draga úr losun sinni er það sérstakt áhyggjuefni fyrir íbúa á Kyrrahafseyjum sem hækkandi yfirborð sjávar ógnar. „Framtíð landsins míns veltur á að hvert og eitt ríki standi við loforðin sem þau gáfu í París. Okkar eigin skuldbinding mun ekki bregðast,“ segir Hilda Heine, forseti Marshall-eyja, sem lýsir gríðarlegum vonbrigðum sínum með að Bandaríkjamenn séu að draga í land í loftslagsmálum. Erik Solheim, umhverfisstjóri Sameinuðu þjóðanna, varar við því að dragi Bandaríkjamenn sig frá Parísarsamkomulaginu muni það koma niður á þeim sjálfum. Störf í grænni orku munu flytjast til Kína. „Framtíðin er græn,“ segir Solheim. Ákveði Trump að segja Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu er talið að úrsagnarferlið taki um þrjú ár.
Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Sigur Trump váleg tíðindi í loftslagsmálum Sú hæga framþróun sem orðið hefur í heiminum á undanförnum árum í baráttunni gegn hlýnun jarðar á nú í hættu að verða að engu. 9. nóvember 2016 14:00 Glóandi símalínur Umhverfisstofnunar eftir afneitun forstjórans Hundruð símtala og tölvupósta hafi borist bandarísku Umhverfisstofnuninni eftir að forstjóri hennar neitaði því að menn bæru mesta ábyrgð á hnattrænni hlýnun í viðtali. 12. mars 2017 15:09 Loftslagsstjóri SÞ fær ekki svar frá bandaríska utanríkisráðherranum "Ég hef ekki fengið svar. Það er skiljanlegt á upphafsdögum nýrrar ríkisstjórnar,“ segir Patricia Espinosa, loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna. 2. mars 2017 15:30 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01
Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57
Sigur Trump váleg tíðindi í loftslagsmálum Sú hæga framþróun sem orðið hefur í heiminum á undanförnum árum í baráttunni gegn hlýnun jarðar á nú í hættu að verða að engu. 9. nóvember 2016 14:00
Glóandi símalínur Umhverfisstofnunar eftir afneitun forstjórans Hundruð símtala og tölvupósta hafi borist bandarísku Umhverfisstofnuninni eftir að forstjóri hennar neitaði því að menn bæru mesta ábyrgð á hnattrænni hlýnun í viðtali. 12. mars 2017 15:09
Loftslagsstjóri SÞ fær ekki svar frá bandaríska utanríkisráðherranum "Ég hef ekki fengið svar. Það er skiljanlegt á upphafsdögum nýrrar ríkisstjórnar,“ segir Patricia Espinosa, loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna. 2. mars 2017 15:30
Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56
Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11