Haldið upp á 150 ára afmæli í Skagafirðinum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. maí 2017 13:15 Hjalti Pálsson er formaður Sögufélags Skagfirðinga. Skagfirsk fræði í nútíð og fortíð verður umfjöllunarefni málþings í Miðgarði í Varmahlíð á morgun. Það er haldið í tilefni 80 ára afmælis Sögufélags Skagfirðinga og 70 ára afmælis Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Guðni Th. Jóhannesson forseti verður meðal gesta, og ætlar að flytja ávarp enda sagnfræðingur að mennt. „Sögufélaginu og Héraðsskjalasafninu hefur hvoru tveggja verið sinnt vel í gegnum tíðina og eru þar af leiðandi öflugar stofnanir,“ segir Hjalti Pálsson, formaður Sögufélagsins, þegar hann er beðinn um að líta um öxl. Segir hafa verið gefin út á bilinu 90 til 100 rit á þessum tíma og mikið og gott samstarf hafi verið milli sögufélagsins og safnsins. „Þetta eru öflugustu menningarstofnanir sveitarfélagsins á sína vísu,“ fullyrðir hann. Hjalti segir Sögufélag Skagfirðinga elsta héraðssögufélag landsins. Það hafi starfað óslitið síðan það var stofnað 1937 og félagsmenn séu nú um 750 talsins.Safnahús Skagfirðinga, aðsetur Héraðsskjalasafns og Sögufélags.Bæði Sögufélagið og Héraðsskjalasafnið standa í stórræðum á þessum tímamótum því þeirra umfangsmesta verkefni er í fullum gangi. Það er útgáfa Byggðasögu Skagafjarðar sem mun fylla tíu bindi í stóru broti. „Það verk hefur þegar verið tuttugu og eitt ár í framkvæmd af tuttugu og fimm sem áætluð voru,“ segir Hjalti og upplýsir að í haust komi áttunda bindið út. Í ritunum er farið yfir allar bújarðir í Skagafirði, sem eru yfir sex hundruð talsins. „Byggðasagan er hugsuð sem handbók og yfirlitsrit yfir allar jarðir í Skagafirði og hefur nú þegar komið að miklum notum, meðal annars við skipulagningu, til dæmis með tilliti til ferðaþjónustu,“ segir hann og er ekki í vafa um að útgáfan sé einstök á landsvísu. Afmælishaldið ber upp á lokadag Sæluviku Skagfirðinga 2017 sem er ein elsta menningarhátíð landsins að sögn Hjalta. „Saga hennar nær allt aftur til ársins 1874 þegar svonefndar sýslunefndarvikur hófu göngu sína.“ Auk ávarps forsetans verða eftirfarandi erindi og fyrirlestrar á dagskránni:Guðný Zoega: Byggðasagan ofan jarðar og neðan- vitnisburður fornleifafræðinnar. Harpa Björnsdóttir: Bóndi í klammeríi. Um fangavist Sölva Helgasonar í Danmörku. Unnar Ingvarsson: Bærinn sem varð að þorpi. Sauðárkrókur í sókn og vörn um aldamótin 1900. Viðar Hreinsson: Jón lærði í vísindavagninum. Samskipti Jóns lærða við Hólamenn. Auk þess munu Ásta Pálmadóttir sveitastjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Hjalti Pálsson, formaður Sögufélagsins og Sólborg Una Pálsdóttir héraðsskjalavörður taka til máls. Sölvi Sveinsson stýrir málþinginu. Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Skagfirsk fræði í nútíð og fortíð verður umfjöllunarefni málþings í Miðgarði í Varmahlíð á morgun. Það er haldið í tilefni 80 ára afmælis Sögufélags Skagfirðinga og 70 ára afmælis Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Guðni Th. Jóhannesson forseti verður meðal gesta, og ætlar að flytja ávarp enda sagnfræðingur að mennt. „Sögufélaginu og Héraðsskjalasafninu hefur hvoru tveggja verið sinnt vel í gegnum tíðina og eru þar af leiðandi öflugar stofnanir,“ segir Hjalti Pálsson, formaður Sögufélagsins, þegar hann er beðinn um að líta um öxl. Segir hafa verið gefin út á bilinu 90 til 100 rit á þessum tíma og mikið og gott samstarf hafi verið milli sögufélagsins og safnsins. „Þetta eru öflugustu menningarstofnanir sveitarfélagsins á sína vísu,“ fullyrðir hann. Hjalti segir Sögufélag Skagfirðinga elsta héraðssögufélag landsins. Það hafi starfað óslitið síðan það var stofnað 1937 og félagsmenn séu nú um 750 talsins.Safnahús Skagfirðinga, aðsetur Héraðsskjalasafns og Sögufélags.Bæði Sögufélagið og Héraðsskjalasafnið standa í stórræðum á þessum tímamótum því þeirra umfangsmesta verkefni er í fullum gangi. Það er útgáfa Byggðasögu Skagafjarðar sem mun fylla tíu bindi í stóru broti. „Það verk hefur þegar verið tuttugu og eitt ár í framkvæmd af tuttugu og fimm sem áætluð voru,“ segir Hjalti og upplýsir að í haust komi áttunda bindið út. Í ritunum er farið yfir allar bújarðir í Skagafirði, sem eru yfir sex hundruð talsins. „Byggðasagan er hugsuð sem handbók og yfirlitsrit yfir allar jarðir í Skagafirði og hefur nú þegar komið að miklum notum, meðal annars við skipulagningu, til dæmis með tilliti til ferðaþjónustu,“ segir hann og er ekki í vafa um að útgáfan sé einstök á landsvísu. Afmælishaldið ber upp á lokadag Sæluviku Skagfirðinga 2017 sem er ein elsta menningarhátíð landsins að sögn Hjalta. „Saga hennar nær allt aftur til ársins 1874 þegar svonefndar sýslunefndarvikur hófu göngu sína.“ Auk ávarps forsetans verða eftirfarandi erindi og fyrirlestrar á dagskránni:Guðný Zoega: Byggðasagan ofan jarðar og neðan- vitnisburður fornleifafræðinnar. Harpa Björnsdóttir: Bóndi í klammeríi. Um fangavist Sölva Helgasonar í Danmörku. Unnar Ingvarsson: Bærinn sem varð að þorpi. Sauðárkrókur í sókn og vörn um aldamótin 1900. Viðar Hreinsson: Jón lærði í vísindavagninum. Samskipti Jóns lærða við Hólamenn. Auk þess munu Ásta Pálmadóttir sveitastjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Hjalti Pálsson, formaður Sögufélagsins og Sólborg Una Pálsdóttir héraðsskjalavörður taka til máls. Sölvi Sveinsson stýrir málþinginu.
Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira