Hver á að borga? Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 6. maí 2017 07:00 Meirihluti borgarráðs ætlar að lækka leikskólagjöld um tvö hundruð milljónir á ári. Um er að ræða síðbúnar efndir á fyrirheitum sem gefin voru þegar núverandi borgarstjórnarmeirihluti tók við. Varla er hægt að álasa stjórnmálamönnum fyrir að standa við gefin loforð. Nóg eru þeir gagnrýndir fyrir hið gagnstæða. En eðlilegt er að velta fyrir sér hvaða forsendur liggi að baki. Auðvitað er ákvörðun sem þessi líkleg til vinsælda. Hvaða foreldri vill ekki greiða lægri leikskólagjöld? Hins vegar virðist vera nokkurn veginn einhugur um það að aðstæður í leikskólum landsins mættu vera betri. Taka má undir með Sjálfstæðismönnum í borgarráði sem létu bóka að viðhaldi skóla og skólalóða væri ábótavant, aðstæður starfsmanna ófullnægjandi og fjárveitingar til fæðiskaupa takmarkaðar. Við þetta má svo bæta að laun leikskólakennara eru auðvitað skammarlega lág. Því mætti halda því fram að óábyrgt sé hjá meirihlutanum að skerða þá fjármuni sem leikskólar borgarinnar hafa úr að spila. Leikskólakennarar vinna erfitt og mikilvægt starf. Þeir eiga að fá umbun í samræmi við það. Öllum er kappsmál að bjóða börnunum það besta, sjá til þess að þau nærist vel og að leikskóladvölin sé gagnleg og sem ánægjulegust. Allt kostar þetta peninga og tekjuskerðing leikskólanna kallar á enn frekari sparnað. Það er erfitt að spara þar sem skórinn kreppir fyrir. Fljótlega kemur að sársaukamörkum. Fyrsta krafan á að vera sú að umbúnaður barna og starfsfólks sé fullnægjandi. Því næst ber að líta til þess hversu mikla peninga þurfi til að reka starfsemina með fullnægjandi hætti. Það er óábyrgt og ávísun á vandræði að lækka fjárframlögin án þess að hugsa áhrifin á leikskólastarfið til enda. Flestir foreldrar sem eiga börn á leikskólaaldri styðja vafalaust sjálfsagðar kröfur leikskólakennara um mannsæmandi laun og aðbúnað. Í því er fólginn ákveðinn tvískinnungur að vilja á sama tíma lækka gjöldin til muna eða gera kröfur um að þau verði jafnvel afnumin með öllu. Fljótt á litið virðast vera tveir möguleikar fyrir borgaryfirvöld til að beina auknu fé í leikskólana. Sú fyrri er að afnema fyrirhugaða lækkun skólagjalda og hækka þau jafnvel, sú síðari er að veita meiri peninga úr almennum sjóðum borgarinnar í leikskólastarfið. Með öðrum orðum, valið stendur milli þess að þeir greiði fyrir þjónustuna sem nota hana, eða að peningar séu færðir úr samneyslunni. Þurfa foreldrar ekki einfaldlega að horfast í augu við þá staðreynd að þjónustan er ekki ókeypis? Hófleg hækkun á leikskólagjöldum fyrir þá sem eru aflögufærir er auðfarnasta leiðin til að bæta hag leikskólanna og þeirra sem þar starfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Meirihluti borgarráðs ætlar að lækka leikskólagjöld um tvö hundruð milljónir á ári. Um er að ræða síðbúnar efndir á fyrirheitum sem gefin voru þegar núverandi borgarstjórnarmeirihluti tók við. Varla er hægt að álasa stjórnmálamönnum fyrir að standa við gefin loforð. Nóg eru þeir gagnrýndir fyrir hið gagnstæða. En eðlilegt er að velta fyrir sér hvaða forsendur liggi að baki. Auðvitað er ákvörðun sem þessi líkleg til vinsælda. Hvaða foreldri vill ekki greiða lægri leikskólagjöld? Hins vegar virðist vera nokkurn veginn einhugur um það að aðstæður í leikskólum landsins mættu vera betri. Taka má undir með Sjálfstæðismönnum í borgarráði sem létu bóka að viðhaldi skóla og skólalóða væri ábótavant, aðstæður starfsmanna ófullnægjandi og fjárveitingar til fæðiskaupa takmarkaðar. Við þetta má svo bæta að laun leikskólakennara eru auðvitað skammarlega lág. Því mætti halda því fram að óábyrgt sé hjá meirihlutanum að skerða þá fjármuni sem leikskólar borgarinnar hafa úr að spila. Leikskólakennarar vinna erfitt og mikilvægt starf. Þeir eiga að fá umbun í samræmi við það. Öllum er kappsmál að bjóða börnunum það besta, sjá til þess að þau nærist vel og að leikskóladvölin sé gagnleg og sem ánægjulegust. Allt kostar þetta peninga og tekjuskerðing leikskólanna kallar á enn frekari sparnað. Það er erfitt að spara þar sem skórinn kreppir fyrir. Fljótlega kemur að sársaukamörkum. Fyrsta krafan á að vera sú að umbúnaður barna og starfsfólks sé fullnægjandi. Því næst ber að líta til þess hversu mikla peninga þurfi til að reka starfsemina með fullnægjandi hætti. Það er óábyrgt og ávísun á vandræði að lækka fjárframlögin án þess að hugsa áhrifin á leikskólastarfið til enda. Flestir foreldrar sem eiga börn á leikskólaaldri styðja vafalaust sjálfsagðar kröfur leikskólakennara um mannsæmandi laun og aðbúnað. Í því er fólginn ákveðinn tvískinnungur að vilja á sama tíma lækka gjöldin til muna eða gera kröfur um að þau verði jafnvel afnumin með öllu. Fljótt á litið virðast vera tveir möguleikar fyrir borgaryfirvöld til að beina auknu fé í leikskólana. Sú fyrri er að afnema fyrirhugaða lækkun skólagjalda og hækka þau jafnvel, sú síðari er að veita meiri peninga úr almennum sjóðum borgarinnar í leikskólastarfið. Með öðrum orðum, valið stendur milli þess að þeir greiði fyrir þjónustuna sem nota hana, eða að peningar séu færðir úr samneyslunni. Þurfa foreldrar ekki einfaldlega að horfast í augu við þá staðreynd að þjónustan er ekki ókeypis? Hófleg hækkun á leikskólagjöldum fyrir þá sem eru aflögufærir er auðfarnasta leiðin til að bæta hag leikskólanna og þeirra sem þar starfa.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun