Einn banvænasti sjúkdómur samtímans Sif Sigmarsdóttir skrifar 6. maí 2017 07:00 Minn kæri. Ég er ekki í nokkrum vafa, ég er að missa vitið aftur. Við munum ekki komast í gegnum annað slíkt martraðartímabil. Og ég mun ekki ná mér í þetta sinn. Ég heyri raddir og ég get ekki einbeitt mér. Ég geri því það sem mér sýnist vera það besta í stöðunni. Þú hefur gert mig eins hamingjusama og nokkur getur orðið. Þú hefur verið mér allt. Ég efast um að tvær manneskjur hafi fyrirfundist sem voru hamingjusamari en við áður en þessi hræðilegi sjúkdómur kom til sögunnar. Ég get ekki barist lengur. Ég veit að ég er að eyðileggja líf þitt, án mín getur þú unnið … Ég hef misst allt nema trúna á gæsku þína. Ég get ekki haldið áfram að eyðileggja líf þitt. Ég held að engum hafi veist jafnmikil hamingja og okkur. V.“Sjálfsvíg í glansbúningi Sjálfsvíg hafa verið töluvert til umræðu síðustu vikur í kjölfar þess að efnisveitan Netflix frumsýndi sjónvarpsþættina 13 Reasons Why. Þættirnir fjalla um unglingsstúlku sem sviptir sig lífi en stúlkan skilur eftir sig þrettán kassettur þar sem hún rekur ástæður ákvörðunar sinnar. Fjöldi fólks og samtaka sem starfa að geðheilbrigðismálum hefur gagnrýnt þættina. Eru þeir sagðir setja sjálfsvíg í glansbúning auk þess sem þeir séu hrópleg einföldun á flóknu máli.Þrír til fjórir Íslendingar Samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar eru sjálfsvíg ein algengasta dánarorsökin í heiminum í dag. Á ári hverju ráða rúmlega 800.000 einstaklingar sér bana. Sjálfsvígstíðni á Íslandi er hærri en víðast hvar í heiminum. Um 45 Íslendingar fyrirfara sér á hverju ári. Í þessum mánuði munu þrír til fjórir Íslendingar stytta sér aldur. Sjálfsvíg er algengari dánarorsök en magakrabbamein, skorpulifur, ristilkrabbamein, brjóstakrabbamein og Alzheimer-sjúkdómurinn. Þeir sem fremja sjálfsvíg eru oftar en ekki haldnir þunglyndi. Það má því segja að þunglyndi sé einn af banvænni sjúkdómum sem mannkynið glímir við.Veikindi viðskiptavædd Hvað sem segja má um sjónvarpsþættina 13 Reasons Why er eitt víst: Fjaðrafokið í kringum sýningu þeirra hefur orðið til þess að beina sjónum að aðkallandi málefni. Ein spurning stendur upp úr í umræðunni: Hvernig stendur á því að sjúkdómur sem ógnar lífi og limum fólks í svo stórum stíl skipar ekki hærri sess innan heilbrigðiskerfisins? Á Íslandi sitjum við nú uppi með ríkisstjórn sem virðist uppteknari af því að viðskiptavæða veikindi fólks og greiða af þeim arð en að efla heilbrigðiskerfið með nauðsynlegu fjármagni. Þótt ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafi í stjórnarsáttmála sínum kveðist ætla að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er fátt sem gefur tilefni til bjartsýni. En það er ljós í myrkrinu. Bókstaflega. Í nótt fór fram ganga sem nefnist Úr myrkrinu í ljósið. Var hún haldin á vegum samtakanna Pieta Ísland til að minnast þeirra sem framið hafa sjálfsvíg. Gangan er liður í fjáröflun samtakanna en þau vinna að því að opna hér á landi svo kallað Pieta-hús að írskri fyrirmynd þar sem fólk í sjálfsvígshættu getur leitað sér faglegrar aðstoðar og fengið hana fyrirvaralaust.Veröldin betri án þeirra Þremur dögum fyrir frumsýningu 13 Reasons Why var þess minnst að 76 ár eru liðin frá því rithöfundurinn Virgina Woolf svipti sig lífi. Sjálfsvígsbréf Woolf sem hún skrifaði Leonard eiginmanni sínum og vitnað er í hér að ofan fangar hugarástand þess sem gefist hefur upp. Á hverjum degi berst fjöldi fólks við sömu tilfinningar – vonleysi, kvíða, sektarkennd, örvæntingu og uppgjöf – sannfært um að veröldin væri betri án þess. En með skjótum viðbrögðum má leiða fólk frá brúninni. Þeir sem ekki komust í gönguna Úr myrkrinu í ljósið geta styrkt Pieta Ísland með því að leggja inn á reikning félagsins: 301-26-041041 – kennitala: 410416-0690. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Minn kæri. Ég er ekki í nokkrum vafa, ég er að missa vitið aftur. Við munum ekki komast í gegnum annað slíkt martraðartímabil. Og ég mun ekki ná mér í þetta sinn. Ég heyri raddir og ég get ekki einbeitt mér. Ég geri því það sem mér sýnist vera það besta í stöðunni. Þú hefur gert mig eins hamingjusama og nokkur getur orðið. Þú hefur verið mér allt. Ég efast um að tvær manneskjur hafi fyrirfundist sem voru hamingjusamari en við áður en þessi hræðilegi sjúkdómur kom til sögunnar. Ég get ekki barist lengur. Ég veit að ég er að eyðileggja líf þitt, án mín getur þú unnið … Ég hef misst allt nema trúna á gæsku þína. Ég get ekki haldið áfram að eyðileggja líf þitt. Ég held að engum hafi veist jafnmikil hamingja og okkur. V.“Sjálfsvíg í glansbúningi Sjálfsvíg hafa verið töluvert til umræðu síðustu vikur í kjölfar þess að efnisveitan Netflix frumsýndi sjónvarpsþættina 13 Reasons Why. Þættirnir fjalla um unglingsstúlku sem sviptir sig lífi en stúlkan skilur eftir sig þrettán kassettur þar sem hún rekur ástæður ákvörðunar sinnar. Fjöldi fólks og samtaka sem starfa að geðheilbrigðismálum hefur gagnrýnt þættina. Eru þeir sagðir setja sjálfsvíg í glansbúning auk þess sem þeir séu hrópleg einföldun á flóknu máli.Þrír til fjórir Íslendingar Samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar eru sjálfsvíg ein algengasta dánarorsökin í heiminum í dag. Á ári hverju ráða rúmlega 800.000 einstaklingar sér bana. Sjálfsvígstíðni á Íslandi er hærri en víðast hvar í heiminum. Um 45 Íslendingar fyrirfara sér á hverju ári. Í þessum mánuði munu þrír til fjórir Íslendingar stytta sér aldur. Sjálfsvíg er algengari dánarorsök en magakrabbamein, skorpulifur, ristilkrabbamein, brjóstakrabbamein og Alzheimer-sjúkdómurinn. Þeir sem fremja sjálfsvíg eru oftar en ekki haldnir þunglyndi. Það má því segja að þunglyndi sé einn af banvænni sjúkdómum sem mannkynið glímir við.Veikindi viðskiptavædd Hvað sem segja má um sjónvarpsþættina 13 Reasons Why er eitt víst: Fjaðrafokið í kringum sýningu þeirra hefur orðið til þess að beina sjónum að aðkallandi málefni. Ein spurning stendur upp úr í umræðunni: Hvernig stendur á því að sjúkdómur sem ógnar lífi og limum fólks í svo stórum stíl skipar ekki hærri sess innan heilbrigðiskerfisins? Á Íslandi sitjum við nú uppi með ríkisstjórn sem virðist uppteknari af því að viðskiptavæða veikindi fólks og greiða af þeim arð en að efla heilbrigðiskerfið með nauðsynlegu fjármagni. Þótt ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafi í stjórnarsáttmála sínum kveðist ætla að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er fátt sem gefur tilefni til bjartsýni. En það er ljós í myrkrinu. Bókstaflega. Í nótt fór fram ganga sem nefnist Úr myrkrinu í ljósið. Var hún haldin á vegum samtakanna Pieta Ísland til að minnast þeirra sem framið hafa sjálfsvíg. Gangan er liður í fjáröflun samtakanna en þau vinna að því að opna hér á landi svo kallað Pieta-hús að írskri fyrirmynd þar sem fólk í sjálfsvígshættu getur leitað sér faglegrar aðstoðar og fengið hana fyrirvaralaust.Veröldin betri án þeirra Þremur dögum fyrir frumsýningu 13 Reasons Why var þess minnst að 76 ár eru liðin frá því rithöfundurinn Virgina Woolf svipti sig lífi. Sjálfsvígsbréf Woolf sem hún skrifaði Leonard eiginmanni sínum og vitnað er í hér að ofan fangar hugarástand þess sem gefist hefur upp. Á hverjum degi berst fjöldi fólks við sömu tilfinningar – vonleysi, kvíða, sektarkennd, örvæntingu og uppgjöf – sannfært um að veröldin væri betri án þess. En með skjótum viðbrögðum má leiða fólk frá brúninni. Þeir sem ekki komust í gönguna Úr myrkrinu í ljósið geta styrkt Pieta Ísland með því að leggja inn á reikning félagsins: 301-26-041041 – kennitala: 410416-0690.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun