Vigdísarstofnun líst best á Þórunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2017 15:20 Vigdís vill nýta sjónvarp til kennslu í ýmsum greinum. "Jafnvel að gera það að eins konar opnum háskóla,“ segir hún. Visir/GVA Vigdísarstofnun, alþjóðlega miðstöð tungumála og menningar og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, hefur kveðið upp sinn dóm um hvern stofnunin telur best til þess fallin að standa vaktina í hlutverki viðburða- og kynningarstjóra. Starfið var auglýst til umsóknar á dögunum og sóttu 73 um starfið. Í bréfi sem sent var til umsækjenda í dag kom fram að eftir gagngera skoðun umsóknargagna og viðtöl við umsækjendur hafi fjölmiðlakonan Þórunn Elísabet Bogadóttir verið ráðin í starfið. Í framhaldinu kom í ljós að starfsmenn stofnunarinnar voru heldur fljótir til að tilkynna ráðninguna. Þótt Þórunn Elísabet hefði sótt um starfið og væri þeirra fyrsti kostur er Þórunn ekki búin að ráða sig til stofnunarinnar. Var það svo að Þórunn las það fyrst á Vísi að hún hefði verið ráðin í starfið og kom það henni eðlilega á óvart. Þórunn Elísabet hefur starfað við fjölmiðla frá árinu 2007. Fréttablaðið, Viðskiptablaðið og Kjarninn hafa öll notið starfa hennar þar sem hún er nú aðstoðarritstjóri. Hún er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MSc-gráðu í alþjóðlegum og evrópskum stjórnmálum frá Edinborgarháskóla. Þórunn er þrítug en með mikla reynslu úr fjölmiðlum.Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur er rannsóknastofnun á Hugsvísindasviði Háskóla Íslands og rannsóknavettvangur starfsmanna í Mála- og menningardeild. Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar er ný alþjóðleg stofnun, sem tók til starfa 20. apríl undir merkjum UNESCO – menningar-, mennta- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, skv. sérstökum samningi. Starfsemi stofnananna tveggja taka mið af því mikilvægi sem tungumál hafa á öllum sviðum mannlífs og þjóðlífs og af þeirri sannfæringu að kunnátta í erlendum tungumálum og þekking á menningu annarra þjóða sé dýrmæt fyrir einstaklinga, fyrirtæki og þjóðfélagið í heild. Auk þess gegna þýðingar mikilvægu hlutverki í starfseminni. Verkefni stofnananna felast í að rannsaka erlend tungumál og menningu frá fjölmörgum sjónarhornum m.a. menningar, bókmennta og þýðinga auk kennslu, samskipta og notagildis tungumála í atvinnulífi. Áhersla er lögð á að miðla þekkingu á framangreindum fræðasviðum með fyrirlestrahaldi, málþingum, ráðstefnum og útgáfu fræðirita og með sýningum og menningarviðburðum fyrir leika og lærða.Fréttin var uppfærð klukkan 15:53 eftir að í ljós kom að þvert á það sem stóð í bréfi frá stofnuninni til umsækjenda þá hefur ekki verið gengið frá ráðningu Þórunnar í starfið. Ráðningar Tengdar fréttir Getum látið gott af okkur leiða með samstöðu Auður Hauksdóttir hefur allt frá hugmyndinni að Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum leitt starf stofnunarinnar sem verður opnuð með formlegum hætti í nýju húsi á sumardaginn fyrsta. 15. apríl 2017 10:30 Hús erlendra tungumála fær nafn í dag Nýtt hús erlendra tungumála við Háskóla Íslands mun fá nafn í hádeginu í dag. 18. apríl 2017 07:00 Vill gera Veröld heimsfræga "Amma er komin! Það má ekki segja hæ og bæ.“ Þetta segja barnabörn Vigdísar Finnbogadóttur sem kennir þeim að slík kveðja sé jafn merkingarlaus og að segja voff, voff. Hún vill nýta sjónvarpið til kennslu í ýmsum greinum. 29. apríl 2017 09:00 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Vigdísarstofnun, alþjóðlega miðstöð tungumála og menningar og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, hefur kveðið upp sinn dóm um hvern stofnunin telur best til þess fallin að standa vaktina í hlutverki viðburða- og kynningarstjóra. Starfið var auglýst til umsóknar á dögunum og sóttu 73 um starfið. Í bréfi sem sent var til umsækjenda í dag kom fram að eftir gagngera skoðun umsóknargagna og viðtöl við umsækjendur hafi fjölmiðlakonan Þórunn Elísabet Bogadóttir verið ráðin í starfið. Í framhaldinu kom í ljós að starfsmenn stofnunarinnar voru heldur fljótir til að tilkynna ráðninguna. Þótt Þórunn Elísabet hefði sótt um starfið og væri þeirra fyrsti kostur er Þórunn ekki búin að ráða sig til stofnunarinnar. Var það svo að Þórunn las það fyrst á Vísi að hún hefði verið ráðin í starfið og kom það henni eðlilega á óvart. Þórunn Elísabet hefur starfað við fjölmiðla frá árinu 2007. Fréttablaðið, Viðskiptablaðið og Kjarninn hafa öll notið starfa hennar þar sem hún er nú aðstoðarritstjóri. Hún er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MSc-gráðu í alþjóðlegum og evrópskum stjórnmálum frá Edinborgarháskóla. Þórunn er þrítug en með mikla reynslu úr fjölmiðlum.Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur er rannsóknastofnun á Hugsvísindasviði Háskóla Íslands og rannsóknavettvangur starfsmanna í Mála- og menningardeild. Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar er ný alþjóðleg stofnun, sem tók til starfa 20. apríl undir merkjum UNESCO – menningar-, mennta- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, skv. sérstökum samningi. Starfsemi stofnananna tveggja taka mið af því mikilvægi sem tungumál hafa á öllum sviðum mannlífs og þjóðlífs og af þeirri sannfæringu að kunnátta í erlendum tungumálum og þekking á menningu annarra þjóða sé dýrmæt fyrir einstaklinga, fyrirtæki og þjóðfélagið í heild. Auk þess gegna þýðingar mikilvægu hlutverki í starfseminni. Verkefni stofnananna felast í að rannsaka erlend tungumál og menningu frá fjölmörgum sjónarhornum m.a. menningar, bókmennta og þýðinga auk kennslu, samskipta og notagildis tungumála í atvinnulífi. Áhersla er lögð á að miðla þekkingu á framangreindum fræðasviðum með fyrirlestrahaldi, málþingum, ráðstefnum og útgáfu fræðirita og með sýningum og menningarviðburðum fyrir leika og lærða.Fréttin var uppfærð klukkan 15:53 eftir að í ljós kom að þvert á það sem stóð í bréfi frá stofnuninni til umsækjenda þá hefur ekki verið gengið frá ráðningu Þórunnar í starfið.
Ráðningar Tengdar fréttir Getum látið gott af okkur leiða með samstöðu Auður Hauksdóttir hefur allt frá hugmyndinni að Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum leitt starf stofnunarinnar sem verður opnuð með formlegum hætti í nýju húsi á sumardaginn fyrsta. 15. apríl 2017 10:30 Hús erlendra tungumála fær nafn í dag Nýtt hús erlendra tungumála við Háskóla Íslands mun fá nafn í hádeginu í dag. 18. apríl 2017 07:00 Vill gera Veröld heimsfræga "Amma er komin! Það má ekki segja hæ og bæ.“ Þetta segja barnabörn Vigdísar Finnbogadóttur sem kennir þeim að slík kveðja sé jafn merkingarlaus og að segja voff, voff. Hún vill nýta sjónvarpið til kennslu í ýmsum greinum. 29. apríl 2017 09:00 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Getum látið gott af okkur leiða með samstöðu Auður Hauksdóttir hefur allt frá hugmyndinni að Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum leitt starf stofnunarinnar sem verður opnuð með formlegum hætti í nýju húsi á sumardaginn fyrsta. 15. apríl 2017 10:30
Hús erlendra tungumála fær nafn í dag Nýtt hús erlendra tungumála við Háskóla Íslands mun fá nafn í hádeginu í dag. 18. apríl 2017 07:00
Vill gera Veröld heimsfræga "Amma er komin! Það má ekki segja hæ og bæ.“ Þetta segja barnabörn Vigdísar Finnbogadóttur sem kennir þeim að slík kveðja sé jafn merkingarlaus og að segja voff, voff. Hún vill nýta sjónvarpið til kennslu í ýmsum greinum. 29. apríl 2017 09:00