Menntamálaráðherra segir eðlilegt að skoða sameiningu framhaldsskóla Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2017 19:45 Töluverður stuðningur er við sameiningu Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla innan skólanna. Þingmenn saka menntamálaráðherra um að laumast til að einkavæða framhaldsskóla á sama tíma og framlög til þeirra séu skorin niður. Ráðherrann segir málið ekki komið á ákvörðunarstig og ekki standi til að veikja framhaldsskólana. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hafa viðræður staðið yfir frá því í febrúar milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna strax næsta haust. Tækniskólinn er í eigu atvinnulífsins en hefur ekki heimild til að greiða eigendum sínum arð og greiða nemendur svipuð gjöld til skólans og greidd eru almennt í framhaldsskólum landsins. Fjölbrautaskólinn við Ármúla er ólíkur öðrum framhaldsskólum að því leyti að þar fer einnig fram mikil kennsla í verknámi og á fagháskólastigi. Ýmislegt í rekstri skólans gæti því fallið að þeirri kennslu sem fram fer í Tækniskólanum sem einnig er með kennslu á háskólastigi á vissum sviðum. Þeir sem fréttastofa ræddi við innan skólanna í dag segja töluvert hagræði geta skapast af sameiningu þeirra og það gæti eflt þá kennslu sem fram fer innan þeirra.Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að sniðganga AlþingiAlþingismenn brugðust hins vegar ókvæða við þessum tíðindum í morgun. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna talaði meðal annars um breytingar á íslensku samfélagi í skjóli nætur. „Við erum að tala um slík vinnubrögð að það er ekki hægt að kalla þau annað en ómerkileg. Eða jafnvel óheiðarleg. Þegar ráðherra málaflokksins hittir hér fastanefnd Alþingis og greinir ekki frá þessum áformum í einu orði fyrir örfáum dögum,“ sagði Svandís. Þingmenn allra stjórnarandstöðuflokkanna tóku í svipaðan streng og fordæmdu það sem þeir kölluðu einkavæðingu á framhaldsskóla án samráðs við Alþingi. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins setti þessi áform í samhengi við starfsemi Klíníkinnar á heilbrigðissviðinu. „Nú er það kannski spurningin hvort að Ármúlinn sé sérstaklega valinn? Þar eigi að einkavæða alla götuna? Því að við vitum jú að ríkisstjórn einkavæddi heilbrigðisþjónustu (Klínikin) hinum megin við veginn. Núna eru þau komin þarna megin við götuna. Það er spurning hvaða gata verður undir næst án aðkomu þingsins,“ sagði Sigurður Ingi.Engin ákvörðun verið tekinKristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra var á fundi menntamálaráðherra Norðurlandanna í dag en segir þetta mál ekki komið á ákvörðunarstig. „Við erum að skoða þetta mál eins og mörg önnur í ráðuneytinu í ljósi þess að það er um að ræða gríðarlega mikla fækkun nemenda í framhaldsskólastiginu núna á næstu árum,“ segir Kristján Þór. Alþingi hljóti að gera þá kröfu til framkvæmdavaldsins að möguleikar séu skoðaðir í þeirri stöðu. „Þarna er um að ræða tvo skóla sem eru eðlislega skyldir og sjálfsagt mál að kanna kosti og galla við það að koma því námi sem þar fer fram undir eina stjórn. En ég ítreka að það hefur engin endanleg ákvörðun verið tekin í þeim efnum. Við erum fyrst og fremst að skoða þá kosti sem uppi eru,“ segir menntamálaráðherra. Hann myndi aldrei ljá máls á aðgerðum sem veiktu undirstöður menntunar í landinu og muni skýra málið út fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, eins og stjórnarandstaðan hefur óskað eftir. „Ég á nú síður von á að það verði uppi sú krafa að hálfu Alþingis að ráðuneytin þurfi að spyrja Alþingi fyrst af öllu hvort það megi hafa skoðun eða skoða tiltekna þætti í þeim málum sem þeim eru falin með lögum. Það getur aldrei gengið þannig,“ segir Kristján Þór.Kennurum í Ármúla brugðiðSteinn Jóhannsson skólameistari Ármúlaskóla segir að komi til sameiningar skipti mestu máli að tryggja réttindi bæði nemenda og starfsmanna. Á starfsmannafund í hádeginu hafi komið fram blendnar tilfinningar og mörgum hafi verið brugðið. Staðan sé hins vegar þannig í framhaldskólakerfinu að fækkun nemenda geti leitt til aukinnar samvinnu eða sameiningar. Félag framhaldsskólakennara tekur skýra afstöðu gegn fyrirhugaðri sameiningu skólanna í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í dag. Anna María Gunnarsdóttir sérfræðingur hjá félaginu segist gagnrýnir samráðsleysið. „Það er verið að yfirtaka Ármúlaskóla án alls samráðs við Alþingi, kennara, nemendur og fólkið í landinu. .... Við óttumst að þetta sé fyrirboði um frekari niðurskurð á framhaldsskólastiginu,“ segir Anna María. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Töluverður stuðningur er við sameiningu Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla innan skólanna. Þingmenn saka menntamálaráðherra um að laumast til að einkavæða framhaldsskóla á sama tíma og framlög til þeirra séu skorin niður. Ráðherrann segir málið ekki komið á ákvörðunarstig og ekki standi til að veikja framhaldsskólana. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hafa viðræður staðið yfir frá því í febrúar milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna strax næsta haust. Tækniskólinn er í eigu atvinnulífsins en hefur ekki heimild til að greiða eigendum sínum arð og greiða nemendur svipuð gjöld til skólans og greidd eru almennt í framhaldsskólum landsins. Fjölbrautaskólinn við Ármúla er ólíkur öðrum framhaldsskólum að því leyti að þar fer einnig fram mikil kennsla í verknámi og á fagháskólastigi. Ýmislegt í rekstri skólans gæti því fallið að þeirri kennslu sem fram fer í Tækniskólanum sem einnig er með kennslu á háskólastigi á vissum sviðum. Þeir sem fréttastofa ræddi við innan skólanna í dag segja töluvert hagræði geta skapast af sameiningu þeirra og það gæti eflt þá kennslu sem fram fer innan þeirra.Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að sniðganga AlþingiAlþingismenn brugðust hins vegar ókvæða við þessum tíðindum í morgun. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna talaði meðal annars um breytingar á íslensku samfélagi í skjóli nætur. „Við erum að tala um slík vinnubrögð að það er ekki hægt að kalla þau annað en ómerkileg. Eða jafnvel óheiðarleg. Þegar ráðherra málaflokksins hittir hér fastanefnd Alþingis og greinir ekki frá þessum áformum í einu orði fyrir örfáum dögum,“ sagði Svandís. Þingmenn allra stjórnarandstöðuflokkanna tóku í svipaðan streng og fordæmdu það sem þeir kölluðu einkavæðingu á framhaldsskóla án samráðs við Alþingi. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins setti þessi áform í samhengi við starfsemi Klíníkinnar á heilbrigðissviðinu. „Nú er það kannski spurningin hvort að Ármúlinn sé sérstaklega valinn? Þar eigi að einkavæða alla götuna? Því að við vitum jú að ríkisstjórn einkavæddi heilbrigðisþjónustu (Klínikin) hinum megin við veginn. Núna eru þau komin þarna megin við götuna. Það er spurning hvaða gata verður undir næst án aðkomu þingsins,“ sagði Sigurður Ingi.Engin ákvörðun verið tekinKristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra var á fundi menntamálaráðherra Norðurlandanna í dag en segir þetta mál ekki komið á ákvörðunarstig. „Við erum að skoða þetta mál eins og mörg önnur í ráðuneytinu í ljósi þess að það er um að ræða gríðarlega mikla fækkun nemenda í framhaldsskólastiginu núna á næstu árum,“ segir Kristján Þór. Alþingi hljóti að gera þá kröfu til framkvæmdavaldsins að möguleikar séu skoðaðir í þeirri stöðu. „Þarna er um að ræða tvo skóla sem eru eðlislega skyldir og sjálfsagt mál að kanna kosti og galla við það að koma því námi sem þar fer fram undir eina stjórn. En ég ítreka að það hefur engin endanleg ákvörðun verið tekin í þeim efnum. Við erum fyrst og fremst að skoða þá kosti sem uppi eru,“ segir menntamálaráðherra. Hann myndi aldrei ljá máls á aðgerðum sem veiktu undirstöður menntunar í landinu og muni skýra málið út fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, eins og stjórnarandstaðan hefur óskað eftir. „Ég á nú síður von á að það verði uppi sú krafa að hálfu Alþingis að ráðuneytin þurfi að spyrja Alþingi fyrst af öllu hvort það megi hafa skoðun eða skoða tiltekna þætti í þeim málum sem þeim eru falin með lögum. Það getur aldrei gengið þannig,“ segir Kristján Þór.Kennurum í Ármúla brugðiðSteinn Jóhannsson skólameistari Ármúlaskóla segir að komi til sameiningar skipti mestu máli að tryggja réttindi bæði nemenda og starfsmanna. Á starfsmannafund í hádeginu hafi komið fram blendnar tilfinningar og mörgum hafi verið brugðið. Staðan sé hins vegar þannig í framhaldskólakerfinu að fækkun nemenda geti leitt til aukinnar samvinnu eða sameiningar. Félag framhaldsskólakennara tekur skýra afstöðu gegn fyrirhugaðri sameiningu skólanna í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í dag. Anna María Gunnarsdóttir sérfræðingur hjá félaginu segist gagnrýnir samráðsleysið. „Það er verið að yfirtaka Ármúlaskóla án alls samráðs við Alþingi, kennara, nemendur og fólkið í landinu. .... Við óttumst að þetta sé fyrirboði um frekari niðurskurð á framhaldsskólastiginu,“ segir Anna María.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira