Undirbúa nýja áætlun í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2017 16:45 Bandarískir hermenn hafa tekið mikinn þátt í þjálfun afganskra hermanna. Vísir/AFP Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna munu kynna Donald Trump, forseta, tillögur að nýrri aðgerðaáætlun í Afganistan á næstu viku. Búist er við því að farið verði fram á mikla fjölgun hermanna til að sporna gegn sterkri stöðu vígamanna Talibana. Nú eru um 8.400 bandarískir hermenn í landinu rúmlega fimmtán árum eftir að Talibönum var velt úr sessi. Samkvæmt heimildum Reuters er verið að ræða um að senda þrjú til fimm þúsund hermenn til viðbótar og þar af eiga flestir að vera ráðgjafar sem vinna eiga að þjálfun afganskra hermanna og áhafnarmeðlimir herflugvéla.Staðan eins og hún er í Afganistan í dag.Vísir/GraphicNewsHershöfðinginn John Nicholson, sem stýrir herafla Bandaríkjanan og NATO í Afganistan, bað um „nokkrar þúsundir“ hermanna til viðbótar fyrir um þremur mánuðum. Þegar mest var, árið 2011, voru rúmlega hundrað þúsund bandarískir hermenn í Afganistan. Frá árinu 2001 hafa rúmlega 2.300 bandarískir hermenn látið lífið í landinu og rúmlega 17 þúsund hafa særst. Embættismenn sem Reuters ræddi við sögðu ástandið vera verra en þeir höfðu búist við og að líklega sé ekki pólitískur vilji til að senda þann fjölda hermanna sem þyrfti til að snúa taflinu við og hvað þá þann fjölda sem þyrfti til að skapa frið og öryggi í landinu.Umdeildur stríðsherra snúinn aftur til Kabul Stríðsherrann Gulbuddin Hekmatyar ferðaðist til Kabul, höfuðborgar Afganistan, í dag eftir að hafa verið í útlegð í tvo áratugi eftir að Talibanar ráku hann frá Kabul árið 1996. Hann hefur um árabil leitt stóran hóp vopnaðra manna, eða þann næst stærsta í landinu, og skrifaði í fyrra undir friðarsáttmála við ríkisstjórn landsins. Hann er fyrrum forsætisráðherra Afganistan og er mjög umdeildur, samkvæmt BBC. Hann hefur þó kallað eftir því að Talibanar komi að samningaborðinu. Óttast er að hann muni auka á deilur innan stjórnvalda Afganistan. Hekmatyar var einn af helstu leiðtogum Afganistan gegn Sovíetríkjunum á árum áður, en hann er hvað umdeildastur vegna þátttöku sinnar í borgarastyrjöldinni á tíunda áratuginum þegar mismunandi fylkingar börðust um höfuðborgina. Fylkingu hans, Hezb-e-Islami, hefur verið kennt hvað mest um eyðilegginguna og dauðsföllin sem fylgdu þeim átökum. Mið-Austurlönd Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna munu kynna Donald Trump, forseta, tillögur að nýrri aðgerðaáætlun í Afganistan á næstu viku. Búist er við því að farið verði fram á mikla fjölgun hermanna til að sporna gegn sterkri stöðu vígamanna Talibana. Nú eru um 8.400 bandarískir hermenn í landinu rúmlega fimmtán árum eftir að Talibönum var velt úr sessi. Samkvæmt heimildum Reuters er verið að ræða um að senda þrjú til fimm þúsund hermenn til viðbótar og þar af eiga flestir að vera ráðgjafar sem vinna eiga að þjálfun afganskra hermanna og áhafnarmeðlimir herflugvéla.Staðan eins og hún er í Afganistan í dag.Vísir/GraphicNewsHershöfðinginn John Nicholson, sem stýrir herafla Bandaríkjanan og NATO í Afganistan, bað um „nokkrar þúsundir“ hermanna til viðbótar fyrir um þremur mánuðum. Þegar mest var, árið 2011, voru rúmlega hundrað þúsund bandarískir hermenn í Afganistan. Frá árinu 2001 hafa rúmlega 2.300 bandarískir hermenn látið lífið í landinu og rúmlega 17 þúsund hafa særst. Embættismenn sem Reuters ræddi við sögðu ástandið vera verra en þeir höfðu búist við og að líklega sé ekki pólitískur vilji til að senda þann fjölda hermanna sem þyrfti til að snúa taflinu við og hvað þá þann fjölda sem þyrfti til að skapa frið og öryggi í landinu.Umdeildur stríðsherra snúinn aftur til Kabul Stríðsherrann Gulbuddin Hekmatyar ferðaðist til Kabul, höfuðborgar Afganistan, í dag eftir að hafa verið í útlegð í tvo áratugi eftir að Talibanar ráku hann frá Kabul árið 1996. Hann hefur um árabil leitt stóran hóp vopnaðra manna, eða þann næst stærsta í landinu, og skrifaði í fyrra undir friðarsáttmála við ríkisstjórn landsins. Hann er fyrrum forsætisráðherra Afganistan og er mjög umdeildur, samkvæmt BBC. Hann hefur þó kallað eftir því að Talibanar komi að samningaborðinu. Óttast er að hann muni auka á deilur innan stjórnvalda Afganistan. Hekmatyar var einn af helstu leiðtogum Afganistan gegn Sovíetríkjunum á árum áður, en hann er hvað umdeildastur vegna þátttöku sinnar í borgarastyrjöldinni á tíunda áratuginum þegar mismunandi fylkingar börðust um höfuðborgina. Fylkingu hans, Hezb-e-Islami, hefur verið kennt hvað mest um eyðilegginguna og dauðsföllin sem fylgdu þeim átökum.
Mið-Austurlönd Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira