Eurovision-sérfræðingar í setti: „Strangt til tekið gætum við haldið keppnina“ Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 5. maí 2017 20:00 Þeir Páll Óskar og Flosi mættu í sérstakan upphitunarþátt fyrir Eurovision á Stöð 2. vísir/egill Á þriðjudagskvöldið stígur Svala Björgvinsdóttir á svið úti í Úkraínu og flytur lagið Paper fyrir hönd íslensku þjóðarinnar í Eurovision. Svala er þrettánda í röðinni og er eftirvæntingin orðin mikil fyrir kvöldinu hjá landanum. Eins og alltaf er bjartsýnin mikil fyrir íslenska atriðinu og virðast Íslendingar spá því að Svala komist upp úr fyrri undanriðlinum. Sérstakur upphitunarþáttur fyrir Eurovision var á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10 í kvöld, og var þátturinn í umsjón Stefáns Árna Pálssonar og Benedikts Bóas, en sérfræðingar Stöðvar 2 voru að þessu sinni Páll Óskar Hjálmtýsson og Flosi Jón Ófeigsson, sem er í stjórn FÁSES.Hefur viðhorfið gagnvart keppninni breyst?„Þegar ég var sex ára þá byrjaði ég að leika bakraddardansana og syngja með á öllum tungumálum og ég var kannski ekki var við það að þetta væri kannski eitthvað nördaáhugamál. Eftir því sem maður var eldri, þá sá maður það að pabbarnir voru kannski ekki tilbúnir að viðurkenna það að þeir væru að horfa á þetta. Samt höfðu allir skoðanir á Eurovision,“ segir Flosi og bætir við að þetta hafi í raun allt breyst þegar Páll Óskar steig á sviðið í Dyflinni árið 1997 í Dublin. „Þá höfðu sko allir skoðanir á þessari keppni og þá áttaði ég mig á því að ég elska þetta show.“ „Ég hitti Svölu um daginn og gaf henni bara eitt heillarráð, og það var að syngja inn í myndavélina. Það er pínulítið fríkað að vera inni í svona risasal með þúsundir áhorfenda sem eru að öskra og æpa út í eitt, en það sem þér ber að gera er að syngja inn í þessa myndavél sem er fyrir framan þig,“ segir Páll Óskar en hann vill meina að Eurovision sé einn risastór sjónvarpsþáttur. „Það er myndavélin sem skiptir máli, ekki öskrin og lætin í kringum þig. Eurovision er sjónvarpsþáttur sem í rauninni gæti virkað í frekar litlu rými. Þessir þúsundir áhorfenda, öll ljósin og allt það er í rauninni skraut.“Gæti því Ísland haldið keppnina án áhorfenda og bara fyrir sjónvarp?„Strangt til tekið gætum við haldið keppnina. Við eigum Kórinn og þú getur búið til flottan sjónvarpsþátt í Kórnum. Færri komast að en vilja, en samt höfum við þennan glugga. Við höfum komist í annað sætið eins og hefur sýnt sig. Við náðum fjórða sætinu með Stjórninni. Á meðan lagið er gott og flutningurinn heppnast þúsund prósent hverja einustu sekúndu, þá eigum við sama séns.“ Flosi segir að Páll Óskar hafi í raun breytt þessari keppni fyrir tuttugu árum. „Ég hef oft heyrt í aðdáendum Eurovision um heim allan og þeir segja margir að hans flutningur hafi opnað hjartað þeirra. Hann breytti líka bara tónlistarþemanu sem var í gangi í keppninni á þessum tíma, því keppnin var á leiðinni frekar niður á við.“ Þeir voru báðir á því að Ítalir myndu vinna keppnina og að Svala Björgvinsdóttir færi áfram í keppninni á þriðjudagskvöldið.Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis. Eurovision Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur Fleiri fréttir „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Sjá meira
Á þriðjudagskvöldið stígur Svala Björgvinsdóttir á svið úti í Úkraínu og flytur lagið Paper fyrir hönd íslensku þjóðarinnar í Eurovision. Svala er þrettánda í röðinni og er eftirvæntingin orðin mikil fyrir kvöldinu hjá landanum. Eins og alltaf er bjartsýnin mikil fyrir íslenska atriðinu og virðast Íslendingar spá því að Svala komist upp úr fyrri undanriðlinum. Sérstakur upphitunarþáttur fyrir Eurovision var á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10 í kvöld, og var þátturinn í umsjón Stefáns Árna Pálssonar og Benedikts Bóas, en sérfræðingar Stöðvar 2 voru að þessu sinni Páll Óskar Hjálmtýsson og Flosi Jón Ófeigsson, sem er í stjórn FÁSES.Hefur viðhorfið gagnvart keppninni breyst?„Þegar ég var sex ára þá byrjaði ég að leika bakraddardansana og syngja með á öllum tungumálum og ég var kannski ekki var við það að þetta væri kannski eitthvað nördaáhugamál. Eftir því sem maður var eldri, þá sá maður það að pabbarnir voru kannski ekki tilbúnir að viðurkenna það að þeir væru að horfa á þetta. Samt höfðu allir skoðanir á Eurovision,“ segir Flosi og bætir við að þetta hafi í raun allt breyst þegar Páll Óskar steig á sviðið í Dyflinni árið 1997 í Dublin. „Þá höfðu sko allir skoðanir á þessari keppni og þá áttaði ég mig á því að ég elska þetta show.“ „Ég hitti Svölu um daginn og gaf henni bara eitt heillarráð, og það var að syngja inn í myndavélina. Það er pínulítið fríkað að vera inni í svona risasal með þúsundir áhorfenda sem eru að öskra og æpa út í eitt, en það sem þér ber að gera er að syngja inn í þessa myndavél sem er fyrir framan þig,“ segir Páll Óskar en hann vill meina að Eurovision sé einn risastór sjónvarpsþáttur. „Það er myndavélin sem skiptir máli, ekki öskrin og lætin í kringum þig. Eurovision er sjónvarpsþáttur sem í rauninni gæti virkað í frekar litlu rými. Þessir þúsundir áhorfenda, öll ljósin og allt það er í rauninni skraut.“Gæti því Ísland haldið keppnina án áhorfenda og bara fyrir sjónvarp?„Strangt til tekið gætum við haldið keppnina. Við eigum Kórinn og þú getur búið til flottan sjónvarpsþátt í Kórnum. Færri komast að en vilja, en samt höfum við þennan glugga. Við höfum komist í annað sætið eins og hefur sýnt sig. Við náðum fjórða sætinu með Stjórninni. Á meðan lagið er gott og flutningurinn heppnast þúsund prósent hverja einustu sekúndu, þá eigum við sama séns.“ Flosi segir að Páll Óskar hafi í raun breytt þessari keppni fyrir tuttugu árum. „Ég hef oft heyrt í aðdáendum Eurovision um heim allan og þeir segja margir að hans flutningur hafi opnað hjartað þeirra. Hann breytti líka bara tónlistarþemanu sem var í gangi í keppninni á þessum tíma, því keppnin var á leiðinni frekar niður á við.“ Þeir voru báðir á því að Ítalir myndu vinna keppnina og að Svala Björgvinsdóttir færi áfram í keppninni á þriðjudagskvöldið.Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.
Eurovision Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur Fleiri fréttir „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Sjá meira