Sakaði fjármálaráðherra um „ódýr pólitísk undanbrögð“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. maí 2017 16:02 Benedikt Jóhannesson og Kolbeinn Óttarsson Proppé. vísir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi á þingi í dag orð Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, sem hann lét falla í viðtali við Morgunblaðið en þar sagði ráðherrann: „Landspítalinn tekur aukningu hjá okkur og ber saman við sína ósk um fjármagn og telur að aukningin sé niðurskurður af því að ekki er orðið við öllum hans óskum.“ Þingmaðurinn tók til máls undir liðnum störf þingsins og var ekki par hrifinn af orðum ráðherrans. „Ég verð að segja það eins og er að mér finnst þessi sýn hæstvirts ráðherra á fjármál og stöðu Landspítalans eiginlega þyngri en tárum taki. Að tala um útfærða áætlun Landspítalans um hvað þarf til að standa undir þeim lögbundnu verkefnum sem honum er falið sem einhvern óskalista, eins og einhvern jólagjafalista um hvað væri best í heimi allra mögulegra heima gott að fá, það þykir mér eiginlega grátlegt,“ sagði Kolbeinn. Hann benti á að stjórnendur Landspítalans hefðu gert grein fyrir því hvað þyrfti af fjármagni til þess að halda sjó í rekstri spítalans og hægt að tryggja þá þjónustu sem honum er skylt að veita. Kolbeinn sagði að þessir fjármunir væru ekki að skila sér til spítalans og því þyrfti að skera þar niður þjónustuna. „Þetta er ekkert flókið. Þetta er ekki óskalisti heldur útfærð áætlun um hvað það er sem spítalinn þarf til að veita nauðsynlega þjónustu og það þýðir ekkert fyrir hæstvirtan fjármálaráðherra að gera lítið úr þessum áætlunum. Vera að kalla þetta óskir og segja að það geti ekki allir fengið það sem þeir vilja. Það eru bara ódýr pólitísk undanbrögð. Hæstvirtur ráðherra á bara að vera maður til að segja að það sé ekki pólitískur vilji hjá ríkisstjórninni til þess að fjármagna Landspítalann með fullnægjandi hætti. Hann yrði þá maður meiri ef hann gerði það hæstvirtur ráðherra í stað þess að skýla sér á bak við það eitthvað svona. Stundum finnst mér eins og hæstvirtur fjármálaráðherra búi í Excel-skjali og sjái ekki að á bak við tölurnar sem þar eru er raunveruleg þörf, er fólk með raunverulegar þarfir,“ sagði Kolbeinn. Alþingi Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi á þingi í dag orð Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, sem hann lét falla í viðtali við Morgunblaðið en þar sagði ráðherrann: „Landspítalinn tekur aukningu hjá okkur og ber saman við sína ósk um fjármagn og telur að aukningin sé niðurskurður af því að ekki er orðið við öllum hans óskum.“ Þingmaðurinn tók til máls undir liðnum störf þingsins og var ekki par hrifinn af orðum ráðherrans. „Ég verð að segja það eins og er að mér finnst þessi sýn hæstvirts ráðherra á fjármál og stöðu Landspítalans eiginlega þyngri en tárum taki. Að tala um útfærða áætlun Landspítalans um hvað þarf til að standa undir þeim lögbundnu verkefnum sem honum er falið sem einhvern óskalista, eins og einhvern jólagjafalista um hvað væri best í heimi allra mögulegra heima gott að fá, það þykir mér eiginlega grátlegt,“ sagði Kolbeinn. Hann benti á að stjórnendur Landspítalans hefðu gert grein fyrir því hvað þyrfti af fjármagni til þess að halda sjó í rekstri spítalans og hægt að tryggja þá þjónustu sem honum er skylt að veita. Kolbeinn sagði að þessir fjármunir væru ekki að skila sér til spítalans og því þyrfti að skera þar niður þjónustuna. „Þetta er ekkert flókið. Þetta er ekki óskalisti heldur útfærð áætlun um hvað það er sem spítalinn þarf til að veita nauðsynlega þjónustu og það þýðir ekkert fyrir hæstvirtan fjármálaráðherra að gera lítið úr þessum áætlunum. Vera að kalla þetta óskir og segja að það geti ekki allir fengið það sem þeir vilja. Það eru bara ódýr pólitísk undanbrögð. Hæstvirtur ráðherra á bara að vera maður til að segja að það sé ekki pólitískur vilji hjá ríkisstjórninni til þess að fjármagna Landspítalann með fullnægjandi hætti. Hann yrði þá maður meiri ef hann gerði það hæstvirtur ráðherra í stað þess að skýla sér á bak við það eitthvað svona. Stundum finnst mér eins og hæstvirtur fjármálaráðherra búi í Excel-skjali og sjái ekki að á bak við tölurnar sem þar eru er raunveruleg þörf, er fólk með raunverulegar þarfir,“ sagði Kolbeinn.
Alþingi Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira