Jón Baldvin segir EES samninginn hafa breytt pólitísku landslagi á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2017 20:30 Fyrrverandi utanríkisráðherra segir að EES samningurinn hafi á sínum tíma verið hugsaður sem brú til fullrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu en hann muni sennilega endast lengur en menn grunuðu. Þá hafi aðild Íslands að samningnum haft afgerandi áhrif á þróun íslenskra stjórnmála og þeirra áhrifa gæti enn. Í dag eru 25 ár frá því Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi utanríkisráðherra skrifaði undir samning EFTA um samninginn um Evrópska efnahagssvæðið við Evrópusambandið. Þá voru sjö ríki í EFTA, en Finnland, Svíþjóð og Austurríki gengu síðan að fullu í Evrópusambandið og Sviss hefur gert fjölmarga tvíhliða samninga við sambandið. Jón Baldvin segir að miklu hafi skipt að kalda stríðinu var ekki lokið á þessum tíma og viðskipti EFTA ríkjanna sjö hafi verið Evrópusambandinu mikilvæg. „Þau voru stærri viðskiptaaðili við Evrópubandalagið en Bandaríkin og Japan til samans,“ rifjar Jón Baldvin upp. Það hafi verið gagnkvæmir hagsmunir að EFTA ríkin fengju aðgang að innri markaðnum sem þá hafi verið í smíðum og tekið gildi 1993. Samningurinn var undirbúinn í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokks. Alþýðuflokks og Alþýðubandalags sem hélt meirihlutanum eftir kosningar 1991. En í kosningabaráttunni lögðust Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið gegn samningum sem Jón Baldvin segir að hafi dregið gríðarlega langan slóða á eftir sér í íslenskum stjórnmálum. Stjórnarsamstarfið hefði haldið áfram ef þessir tveir flokkar hefðu ekki kúvent í málinu. „En þeir fóru, forystumenn þeirra, hamförum gegn samningnum með bulli og blaðri. Ég man eftir klisjum eins og þeim að spænski flotinn myndi leggja undir sig íslandsmið, portúgalskir verkamenn myndu flæða inn í landið og keyra niður laun. Þýskir auðkýfingar myndu kaupa laxveiðiár og óðul feðranna. Þeir sem bulluðu mest töluðu um að þetta væru endalok á íslensku sjálfstæði,“ segir Jón Baldvin. Þetta hafi með öðrum orðum verið landráðabrigsl og því hafi hann myndað ríkisstjórn með Davíð Oddssyni en Sjálfstæðisflokkurinn hafi skipt um skoðun á EES samningnum í skiptum fyrir forsætisráðuneytið. „Við sem stóðum að honum töldum að hann væri tímabundin brúarsmíð. Fyrsta skref og að lokum myndum við stíga skrefið til fulls,“ segir Jón Baldvin. Enda hafi Svíþjóð, Finnland og Austurríki gert það en Ísland sé ekki á leið í sambandið. Nú gæti svo farið að Færeyingar og jafnvel Skotar verði aðilar að samningnum í náinni framtíð. „Þannig að ég spái því nú, þvert á það sem ég hugsaði árið 1992 þegar ég undirritaði samninginn fyrir EFTA hönd, að hann eigi eftir að reynast langlífari en ég spáði,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Fyrrverandi utanríkisráðherra segir að EES samningurinn hafi á sínum tíma verið hugsaður sem brú til fullrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu en hann muni sennilega endast lengur en menn grunuðu. Þá hafi aðild Íslands að samningnum haft afgerandi áhrif á þróun íslenskra stjórnmála og þeirra áhrifa gæti enn. Í dag eru 25 ár frá því Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi utanríkisráðherra skrifaði undir samning EFTA um samninginn um Evrópska efnahagssvæðið við Evrópusambandið. Þá voru sjö ríki í EFTA, en Finnland, Svíþjóð og Austurríki gengu síðan að fullu í Evrópusambandið og Sviss hefur gert fjölmarga tvíhliða samninga við sambandið. Jón Baldvin segir að miklu hafi skipt að kalda stríðinu var ekki lokið á þessum tíma og viðskipti EFTA ríkjanna sjö hafi verið Evrópusambandinu mikilvæg. „Þau voru stærri viðskiptaaðili við Evrópubandalagið en Bandaríkin og Japan til samans,“ rifjar Jón Baldvin upp. Það hafi verið gagnkvæmir hagsmunir að EFTA ríkin fengju aðgang að innri markaðnum sem þá hafi verið í smíðum og tekið gildi 1993. Samningurinn var undirbúinn í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokks. Alþýðuflokks og Alþýðubandalags sem hélt meirihlutanum eftir kosningar 1991. En í kosningabaráttunni lögðust Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið gegn samningum sem Jón Baldvin segir að hafi dregið gríðarlega langan slóða á eftir sér í íslenskum stjórnmálum. Stjórnarsamstarfið hefði haldið áfram ef þessir tveir flokkar hefðu ekki kúvent í málinu. „En þeir fóru, forystumenn þeirra, hamförum gegn samningnum með bulli og blaðri. Ég man eftir klisjum eins og þeim að spænski flotinn myndi leggja undir sig íslandsmið, portúgalskir verkamenn myndu flæða inn í landið og keyra niður laun. Þýskir auðkýfingar myndu kaupa laxveiðiár og óðul feðranna. Þeir sem bulluðu mest töluðu um að þetta væru endalok á íslensku sjálfstæði,“ segir Jón Baldvin. Þetta hafi með öðrum orðum verið landráðabrigsl og því hafi hann myndað ríkisstjórn með Davíð Oddssyni en Sjálfstæðisflokkurinn hafi skipt um skoðun á EES samningnum í skiptum fyrir forsætisráðuneytið. „Við sem stóðum að honum töldum að hann væri tímabundin brúarsmíð. Fyrsta skref og að lokum myndum við stíga skrefið til fulls,“ segir Jón Baldvin. Enda hafi Svíþjóð, Finnland og Austurríki gert það en Ísland sé ekki á leið í sambandið. Nú gæti svo farið að Færeyingar og jafnvel Skotar verði aðilar að samningnum í náinni framtíð. „Þannig að ég spái því nú, þvert á það sem ég hugsaði árið 1992 þegar ég undirritaði samninginn fyrir EFTA hönd, að hann eigi eftir að reynast langlífari en ég spáði,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira