Starfsmaður FBI giftist ISIS-liða sem hún átti að rannsaka Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2017 11:50 Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna sögðu Denis Cuspert hafa fallið í loftárás árið 2015, en dróu það svo til baka. Ekki er vitað hvar hann er niðurkominn. Vísir/AFP Kona sem starfaði sem túlkur fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, var dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að giftast ISIS-liða sem hún átti að rannsaka. Daniela Greene hafði fengið þau fyrirmæli að fylgjast með þýska rapparanum Denis Cuspert, en þess í stað flúði hún til Sýrlands, lét Cuspert vita af rannsókninni og giftist honum. Saga Greene hefur aldrei komið fram, en þetta átti sér stað um sumarið 2014. Henni var sleppt úr fangelsi í fyrra. Dómsskjöl úr máli hennar voru þó gerð opinber í gær. Denis Cuspert, sem gengur einnig undir nöfunum Deso Dogg, The German og Abu Talha al-Almani birtist í mörgum áróðursmyndböndum Íslamska ríkisins og meðal annars á myndbandi þar sem hann hélt á höfði sem hafði verið skorið af fanga samtakanna. Hann er sagður hafa gengið hart fram í því að fá aðra íbúa Evrópu og Bandaríkjanna til þess að ganga til liðs við ISIS.Sneri fljótt aftur heimSamkvæmt CNN áttaði Greene sig þó fljótt á því að hún hafði gert mistök og laumaði sér aftur til Bandaríkjanna. Þar var hún strax handtekin og samþykkti að starfa með yfirvöldum. Hún játaði að hafa logið að Alríkislögreglunni og var, eins og áður segir, dæmd til tveggja ára fangelsisvistar. Mildur dómur Greene hefur vakið athygli fjölmiðla, en aðrir einstaklingar sem hafa jafnvel eingöngu ætlað sér að ferðast til Sýrlands og ekki tekist það hafa fengið þyngri dóma. Í samtali við CNN segir starfsmaður Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna að dómurinn sé í samræmi við aðra sambærilega dóma, en vill ekki nefna dæmi. Meðaldómur þeirra sem tengjast Íslamska ríkinu í Bandaríkjunum er þrettán og hálft ár.Óttast öryggi fjölskyldu sinnar Sjálf vildi Greene ekki tjá sig um málið og sagði að það myndi stofna fjölskyldu hennar í hættu. Gögn málsins sýna að skömmu eftir að hún fór til Sýrlands sendi hún tölvupóst til Bandaríkjanna, þar sem hún lýsti yfir efasemdum um ákvörðun sína. Þar sagðist hún ekki geta komist heim aftur. Hún væri í mjög erfiðri stöðu og var efins um að hún myndi endast lengi í Sýrlandi. Hins vegar skipti það ekki máli þar sem að of seint væri að breyta því sem hún hefði gert. Í öðrum tölvupósti, til ónafngreinds aðila, sagðist hún vita að færi hún aftur til Bandaríkjanna yrði hún dæmd til langrar fangelsisvistar. Ekki liggur fyrir hvenær FBI komst að því hvert hún hefði farið og hvað hún hefði gert. Fimm vikum eftir að hún fór var handtökuskipun gefin út í leyni. Það var fyrsta ágúst 2014. Þá var hún í Sýrlandi eða í Tyrklandi, en Greene var handtekin í Bandaríkjunum þann 8. ágúst. Ekki er vitað hvernig hún flúði frá Sýrlandi. Mið-Austurlönd Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Sjá meira
Kona sem starfaði sem túlkur fyrir Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, var dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að giftast ISIS-liða sem hún átti að rannsaka. Daniela Greene hafði fengið þau fyrirmæli að fylgjast með þýska rapparanum Denis Cuspert, en þess í stað flúði hún til Sýrlands, lét Cuspert vita af rannsókninni og giftist honum. Saga Greene hefur aldrei komið fram, en þetta átti sér stað um sumarið 2014. Henni var sleppt úr fangelsi í fyrra. Dómsskjöl úr máli hennar voru þó gerð opinber í gær. Denis Cuspert, sem gengur einnig undir nöfunum Deso Dogg, The German og Abu Talha al-Almani birtist í mörgum áróðursmyndböndum Íslamska ríkisins og meðal annars á myndbandi þar sem hann hélt á höfði sem hafði verið skorið af fanga samtakanna. Hann er sagður hafa gengið hart fram í því að fá aðra íbúa Evrópu og Bandaríkjanna til þess að ganga til liðs við ISIS.Sneri fljótt aftur heimSamkvæmt CNN áttaði Greene sig þó fljótt á því að hún hafði gert mistök og laumaði sér aftur til Bandaríkjanna. Þar var hún strax handtekin og samþykkti að starfa með yfirvöldum. Hún játaði að hafa logið að Alríkislögreglunni og var, eins og áður segir, dæmd til tveggja ára fangelsisvistar. Mildur dómur Greene hefur vakið athygli fjölmiðla, en aðrir einstaklingar sem hafa jafnvel eingöngu ætlað sér að ferðast til Sýrlands og ekki tekist það hafa fengið þyngri dóma. Í samtali við CNN segir starfsmaður Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna að dómurinn sé í samræmi við aðra sambærilega dóma, en vill ekki nefna dæmi. Meðaldómur þeirra sem tengjast Íslamska ríkinu í Bandaríkjunum er þrettán og hálft ár.Óttast öryggi fjölskyldu sinnar Sjálf vildi Greene ekki tjá sig um málið og sagði að það myndi stofna fjölskyldu hennar í hættu. Gögn málsins sýna að skömmu eftir að hún fór til Sýrlands sendi hún tölvupóst til Bandaríkjanna, þar sem hún lýsti yfir efasemdum um ákvörðun sína. Þar sagðist hún ekki geta komist heim aftur. Hún væri í mjög erfiðri stöðu og var efins um að hún myndi endast lengi í Sýrlandi. Hins vegar skipti það ekki máli þar sem að of seint væri að breyta því sem hún hefði gert. Í öðrum tölvupósti, til ónafngreinds aðila, sagðist hún vita að færi hún aftur til Bandaríkjanna yrði hún dæmd til langrar fangelsisvistar. Ekki liggur fyrir hvenær FBI komst að því hvert hún hefði farið og hvað hún hefði gert. Fimm vikum eftir að hún fór var handtökuskipun gefin út í leyni. Það var fyrsta ágúst 2014. Þá var hún í Sýrlandi eða í Tyrklandi, en Greene var handtekin í Bandaríkjunum þann 8. ágúst. Ekki er vitað hvernig hún flúði frá Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Sjá meira