Theresa May býr sig undir erfiðar viðræður Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. maí 2017 07:00 Hinn 30. maí 2019 verður Bretland endanlega utan ESB. vísir/epa Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, á von á erfiðum samningaviðræðum um útgöngu Breta úr ESB. Það gæti reynst raunin því leiðtogar ríkjanna 27 sem eftir standa innan sambandsins, eru á því að þeir komi til með að skilgreina hvað felst í Brexit. Leiðtogar sambandsríkjanna komu saman í Brussel á laugardag til að stilla saman strengi sína fyrir komandi viðræður um brotthvarf Breta. Niðurstaða fundarins var stefna sambandsins fyrir komandi viðræður en öll ríkin skrifuðu undir plaggið fyrirvaralaust. Bretar hafa frá upphafi látið þá ósk sína í ljós að þeir vilji semja um fríverslunarsamning við sambandið áður en til útgönguviðræðna kemur. Það telur ESB hins vegar vera öfuga forgangsröðun og vilja sambandsríkin að báðar viðræður fari fram samtímis. Að fundinum á laugardag loknum sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að ýmsir talsmenn útgöngu vanmætu þær flóknu viðræður sem senn færu af stað. Þá ítrekaði Angela Merkel, Þýskalandskanslari, þær áhyggjur sínar að fólk í Lundúnum æli í brjósti sér tálmyndir um að snöggur og einfaldur fríverslunarsamningur væri í boði. „Fundurinn, og ummælin sem leiðtogar ríkjanna hafa látið falla, sýna okkur að það munu verða skeið þar sem viðræðurnar munu verða erfiðar,“ sagði May við breska ríkissjónvarpið BBC. Þann 30. maí 2019 verður Bretland endanlega utan sambandsins og liggur því á að ljúka samningunum fyrir þann tíma. May ítrekaði í gær þá afstöðu sína að enginn samningur væri betri en vondur samningur. Sú afstaða hefur vakið upp blendin viðbrögð á meginlandinu enda mikil óvissa um stöðu Breta í því lagalega limbói sem kann að myndast við þá atburði. Áðurnefndur Juncker sótti May heim í liðinni viku til að ræða tímabilið sem senn fer í hönd. Þau funduðu á miðvikudag í ráðherrabústaðnum að Downing-stræti 10. Málsmetandi menn í Evrópu hafa gert því í skóna að afstaða May, um mögulegt samningsleysi, sé aðeins í þykjustu. Forseti framkvæmdastjórnarinnar tekur henni hins vegar ekki af jafnmikilli léttúð og margir. „Ég yfirgef [Downing-stræti] númer tíu með meiri efasemdir en þegar ég kom hingað,“ lét Juncker hafa eftir sér við samtali við þýska blaðið FAS. Hvað viðræðurnar hafa í för með sér getur aðeins tíminn leitt í ljós. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir May telur Verkamannaflokkinn spilla viðræðum við ESB Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í gær að sumir Bretar væru haldnir þeirri tálsýn að hægt væri að semja um fríverslunarsamning við Evrópusambandið samhliða útgöngu úr því. 28. apríl 2017 07:00 ESB leiðtogar funda til undirbúnings fyrir Brexit viðræður Leiðtogar ESB munu funda í dag til að ákveða stefnu í komandi Brexit viðræðum. 29. apríl 2017 09:45 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, á von á erfiðum samningaviðræðum um útgöngu Breta úr ESB. Það gæti reynst raunin því leiðtogar ríkjanna 27 sem eftir standa innan sambandsins, eru á því að þeir komi til með að skilgreina hvað felst í Brexit. Leiðtogar sambandsríkjanna komu saman í Brussel á laugardag til að stilla saman strengi sína fyrir komandi viðræður um brotthvarf Breta. Niðurstaða fundarins var stefna sambandsins fyrir komandi viðræður en öll ríkin skrifuðu undir plaggið fyrirvaralaust. Bretar hafa frá upphafi látið þá ósk sína í ljós að þeir vilji semja um fríverslunarsamning við sambandið áður en til útgönguviðræðna kemur. Það telur ESB hins vegar vera öfuga forgangsröðun og vilja sambandsríkin að báðar viðræður fari fram samtímis. Að fundinum á laugardag loknum sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að ýmsir talsmenn útgöngu vanmætu þær flóknu viðræður sem senn færu af stað. Þá ítrekaði Angela Merkel, Þýskalandskanslari, þær áhyggjur sínar að fólk í Lundúnum æli í brjósti sér tálmyndir um að snöggur og einfaldur fríverslunarsamningur væri í boði. „Fundurinn, og ummælin sem leiðtogar ríkjanna hafa látið falla, sýna okkur að það munu verða skeið þar sem viðræðurnar munu verða erfiðar,“ sagði May við breska ríkissjónvarpið BBC. Þann 30. maí 2019 verður Bretland endanlega utan sambandsins og liggur því á að ljúka samningunum fyrir þann tíma. May ítrekaði í gær þá afstöðu sína að enginn samningur væri betri en vondur samningur. Sú afstaða hefur vakið upp blendin viðbrögð á meginlandinu enda mikil óvissa um stöðu Breta í því lagalega limbói sem kann að myndast við þá atburði. Áðurnefndur Juncker sótti May heim í liðinni viku til að ræða tímabilið sem senn fer í hönd. Þau funduðu á miðvikudag í ráðherrabústaðnum að Downing-stræti 10. Málsmetandi menn í Evrópu hafa gert því í skóna að afstaða May, um mögulegt samningsleysi, sé aðeins í þykjustu. Forseti framkvæmdastjórnarinnar tekur henni hins vegar ekki af jafnmikilli léttúð og margir. „Ég yfirgef [Downing-stræti] númer tíu með meiri efasemdir en þegar ég kom hingað,“ lét Juncker hafa eftir sér við samtali við þýska blaðið FAS. Hvað viðræðurnar hafa í för með sér getur aðeins tíminn leitt í ljós.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir May telur Verkamannaflokkinn spilla viðræðum við ESB Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í gær að sumir Bretar væru haldnir þeirri tálsýn að hægt væri að semja um fríverslunarsamning við Evrópusambandið samhliða útgöngu úr því. 28. apríl 2017 07:00 ESB leiðtogar funda til undirbúnings fyrir Brexit viðræður Leiðtogar ESB munu funda í dag til að ákveða stefnu í komandi Brexit viðræðum. 29. apríl 2017 09:45 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
May telur Verkamannaflokkinn spilla viðræðum við ESB Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í gær að sumir Bretar væru haldnir þeirri tálsýn að hægt væri að semja um fríverslunarsamning við Evrópusambandið samhliða útgöngu úr því. 28. apríl 2017 07:00
ESB leiðtogar funda til undirbúnings fyrir Brexit viðræður Leiðtogar ESB munu funda í dag til að ákveða stefnu í komandi Brexit viðræðum. 29. apríl 2017 09:45