Oddaleikur er enginn venjulegur leikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2017 06:00 Hinn sautján ára gamli FH-ingur, Gísli Kristjánsson, hefur bæði skorað flest mörk (27) og gefið flestar stoðsendingar (15) í einvíginu. vísir/eyþór Spennustigið, varnarleikurinn og markvarslan. Allt mjög mikilvægir þættir á úrslitastundu í handboltanum og munu því skipta miklu máli í Kaplakrika klukkan 16.00 á morgun þegar FH tekur á móti Val í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla. Heimaliðið á enn eftir að vinna leik í úrslitaeinvíginu en leikurinn á morgun verður allt öðruvísi leikur en þeir fjórir sem búnir eru. Á morgun er enginn morgundagur, úrslitastund fyrir tvö jöfn lið sem hafa boðið upp á mikla skemmtun í lokaúrslitunum til þessa. Markatalan er 107-106 fyrir Val eftir fjögurra klukkutíma leik sem segir margt um hversu litlu munar á þessum tveimur bestu handboltaliðum landsins. Það verða mörg mikilvæg stríð háð úti um allan völl og þótt liðsheildin skipti vissulega mestu máli í þessum leik þá mun frammistaða einstakra lykilmanna vega mjög þungt. Oddaleikurinn um titilinn er enginn venjulegur leikur og enginn leikmaður á vellinum á morgun þekkir það að vinna slíkan leik. Tveir í Valsliðinu voru hins vegar með þegar liðið tapaði oddaleik um titilinn í Hafnarfirði 2010 en það eru fyrirliðinn Orri Freyr Gíslason og markvörðurinn Hlynur Morthens. Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfari Valsliðsins í dag, stýrði Valsliðinu á Ásvöllum þennan laugardag í maí 2010. Á móti kemur að Valsmenn hafa alltaf verið bestir á úrslitastundu í vetur og þeir hafa þegar unnið einn oddaleik á útivelli í þessari úrslitakeppni sem var á móti ÍBV í Vestmannaeyjum í 8 liða úrslitunum. FH-ingar voru búnir að vinna sex heimaleiki í röð og höfðu ekki tapað og unnið 8 af 9 heimaleikjum sínum á árinu 2017 þegar þeir komu inn í lokaúrslitin á móti Val en hafa ekki verið líkir sjálfum sér í leikjunum í Kaplakrika. Nú er síðasti möguleikinn til að sýna sitt rétta andlit á sínum heimavelli. Fréttablaðið fór yfir hverja leikstöðu fyrir sig og mat frammistöðu manna í úrslitaeinvíginu til þessa. Það er í höndunum á einhverjum af þessum leikmönnum að gera útslagið á úrslitastundu í Krikanum á morgun.Vinstri hornamenn Vignir Stefánsson, Val 13 mörk (52%) Arnar Freyr Ársælsson, FH 10 mörk (63%)Hægri hornamenn Sveinn Aron Sveinsson, Val 14 mörk (64%) Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 10 mörk (43%)Línumenn Orri Freyr Gíslason, Val 11 mörk (69%) Ágúst Birgisson, FH 7 mörk (64%)Markverðir Birkir Fannar Bragason, FH 36 varin (35%) Ágúst Elí Björgvinsson, FH 13 varin (25%) Sigurður I. Ólafsson, Val 32 varin (34%) Hlynur Morthens, Val 15 varin (25%) Vinstri skyttur Ásbjörn Friðriksson, FH20 mörk (63%) og 9 stoðsendingar Josip Juric Grgic, Val13 mörk (52%) og 10 stoðsendingarHægri skyttur Einar Rafn Eiðsson, FH19 mörk (58%) og 12 stoðsendingar Ólafur Ægir Ólafsson, Val11 mörk (52%) og 13 stoðsendingarLeikstjórnendur Gísli Kristjánsson, FH27 mörk (73%) og 15 stoðsendingar Anton Rúnarsson, Val14 mörk (52%) og 9 stoðsendingarVarnarleikurinn Varnarleikur Valsmanna hefur verið þeirra aðall í allan vetur og hann er aldrei betri en á erfiðum útivöllum. Hvort síðasti leikur var slys eða táknmynd þess að þreyta sé komin í liðið eftir mikið álag verður að koma í ljós.Bekkurinn Valsmenn hafa verið að fá meiri framlög frá bekknum í leikjunum til þessa í úrslitaeinvíginu en þjálfarar Valsliðsins hafa byggt upp frábæra breidd í vetur.Staður og stund FH-ingar eru á heimavelli, þeir unnu sannfærandi sigur á Val í síðasta leik og þjálfari liðsins hefur unnið oddaleik um titilinn bæði sem leikmaður og þjálfari. Olís-deild karla Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Spennustigið, varnarleikurinn og markvarslan. Allt mjög mikilvægir þættir á úrslitastundu í handboltanum og munu því skipta miklu máli í Kaplakrika klukkan 16.00 á morgun þegar FH tekur á móti Val í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla. Heimaliðið á enn eftir að vinna leik í úrslitaeinvíginu en leikurinn á morgun verður allt öðruvísi leikur en þeir fjórir sem búnir eru. Á morgun er enginn morgundagur, úrslitastund fyrir tvö jöfn lið sem hafa boðið upp á mikla skemmtun í lokaúrslitunum til þessa. Markatalan er 107-106 fyrir Val eftir fjögurra klukkutíma leik sem segir margt um hversu litlu munar á þessum tveimur bestu handboltaliðum landsins. Það verða mörg mikilvæg stríð háð úti um allan völl og þótt liðsheildin skipti vissulega mestu máli í þessum leik þá mun frammistaða einstakra lykilmanna vega mjög þungt. Oddaleikurinn um titilinn er enginn venjulegur leikur og enginn leikmaður á vellinum á morgun þekkir það að vinna slíkan leik. Tveir í Valsliðinu voru hins vegar með þegar liðið tapaði oddaleik um titilinn í Hafnarfirði 2010 en það eru fyrirliðinn Orri Freyr Gíslason og markvörðurinn Hlynur Morthens. Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfari Valsliðsins í dag, stýrði Valsliðinu á Ásvöllum þennan laugardag í maí 2010. Á móti kemur að Valsmenn hafa alltaf verið bestir á úrslitastundu í vetur og þeir hafa þegar unnið einn oddaleik á útivelli í þessari úrslitakeppni sem var á móti ÍBV í Vestmannaeyjum í 8 liða úrslitunum. FH-ingar voru búnir að vinna sex heimaleiki í röð og höfðu ekki tapað og unnið 8 af 9 heimaleikjum sínum á árinu 2017 þegar þeir komu inn í lokaúrslitin á móti Val en hafa ekki verið líkir sjálfum sér í leikjunum í Kaplakrika. Nú er síðasti möguleikinn til að sýna sitt rétta andlit á sínum heimavelli. Fréttablaðið fór yfir hverja leikstöðu fyrir sig og mat frammistöðu manna í úrslitaeinvíginu til þessa. Það er í höndunum á einhverjum af þessum leikmönnum að gera útslagið á úrslitastundu í Krikanum á morgun.Vinstri hornamenn Vignir Stefánsson, Val 13 mörk (52%) Arnar Freyr Ársælsson, FH 10 mörk (63%)Hægri hornamenn Sveinn Aron Sveinsson, Val 14 mörk (64%) Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 10 mörk (43%)Línumenn Orri Freyr Gíslason, Val 11 mörk (69%) Ágúst Birgisson, FH 7 mörk (64%)Markverðir Birkir Fannar Bragason, FH 36 varin (35%) Ágúst Elí Björgvinsson, FH 13 varin (25%) Sigurður I. Ólafsson, Val 32 varin (34%) Hlynur Morthens, Val 15 varin (25%) Vinstri skyttur Ásbjörn Friðriksson, FH20 mörk (63%) og 9 stoðsendingar Josip Juric Grgic, Val13 mörk (52%) og 10 stoðsendingarHægri skyttur Einar Rafn Eiðsson, FH19 mörk (58%) og 12 stoðsendingar Ólafur Ægir Ólafsson, Val11 mörk (52%) og 13 stoðsendingarLeikstjórnendur Gísli Kristjánsson, FH27 mörk (73%) og 15 stoðsendingar Anton Rúnarsson, Val14 mörk (52%) og 9 stoðsendingarVarnarleikurinn Varnarleikur Valsmanna hefur verið þeirra aðall í allan vetur og hann er aldrei betri en á erfiðum útivöllum. Hvort síðasti leikur var slys eða táknmynd þess að þreyta sé komin í liðið eftir mikið álag verður að koma í ljós.Bekkurinn Valsmenn hafa verið að fá meiri framlög frá bekknum í leikjunum til þessa í úrslitaeinvíginu en þjálfarar Valsliðsins hafa byggt upp frábæra breidd í vetur.Staður og stund FH-ingar eru á heimavelli, þeir unnu sannfærandi sigur á Val í síðasta leik og þjálfari liðsins hefur unnið oddaleik um titilinn bæði sem leikmaður og þjálfari.
Olís-deild karla Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira