Oddaleikur er enginn venjulegur leikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2017 06:00 Hinn sautján ára gamli FH-ingur, Gísli Kristjánsson, hefur bæði skorað flest mörk (27) og gefið flestar stoðsendingar (15) í einvíginu. vísir/eyþór Spennustigið, varnarleikurinn og markvarslan. Allt mjög mikilvægir þættir á úrslitastundu í handboltanum og munu því skipta miklu máli í Kaplakrika klukkan 16.00 á morgun þegar FH tekur á móti Val í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla. Heimaliðið á enn eftir að vinna leik í úrslitaeinvíginu en leikurinn á morgun verður allt öðruvísi leikur en þeir fjórir sem búnir eru. Á morgun er enginn morgundagur, úrslitastund fyrir tvö jöfn lið sem hafa boðið upp á mikla skemmtun í lokaúrslitunum til þessa. Markatalan er 107-106 fyrir Val eftir fjögurra klukkutíma leik sem segir margt um hversu litlu munar á þessum tveimur bestu handboltaliðum landsins. Það verða mörg mikilvæg stríð háð úti um allan völl og þótt liðsheildin skipti vissulega mestu máli í þessum leik þá mun frammistaða einstakra lykilmanna vega mjög þungt. Oddaleikurinn um titilinn er enginn venjulegur leikur og enginn leikmaður á vellinum á morgun þekkir það að vinna slíkan leik. Tveir í Valsliðinu voru hins vegar með þegar liðið tapaði oddaleik um titilinn í Hafnarfirði 2010 en það eru fyrirliðinn Orri Freyr Gíslason og markvörðurinn Hlynur Morthens. Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfari Valsliðsins í dag, stýrði Valsliðinu á Ásvöllum þennan laugardag í maí 2010. Á móti kemur að Valsmenn hafa alltaf verið bestir á úrslitastundu í vetur og þeir hafa þegar unnið einn oddaleik á útivelli í þessari úrslitakeppni sem var á móti ÍBV í Vestmannaeyjum í 8 liða úrslitunum. FH-ingar voru búnir að vinna sex heimaleiki í röð og höfðu ekki tapað og unnið 8 af 9 heimaleikjum sínum á árinu 2017 þegar þeir komu inn í lokaúrslitin á móti Val en hafa ekki verið líkir sjálfum sér í leikjunum í Kaplakrika. Nú er síðasti möguleikinn til að sýna sitt rétta andlit á sínum heimavelli. Fréttablaðið fór yfir hverja leikstöðu fyrir sig og mat frammistöðu manna í úrslitaeinvíginu til þessa. Það er í höndunum á einhverjum af þessum leikmönnum að gera útslagið á úrslitastundu í Krikanum á morgun.Vinstri hornamenn Vignir Stefánsson, Val 13 mörk (52%) Arnar Freyr Ársælsson, FH 10 mörk (63%)Hægri hornamenn Sveinn Aron Sveinsson, Val 14 mörk (64%) Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 10 mörk (43%)Línumenn Orri Freyr Gíslason, Val 11 mörk (69%) Ágúst Birgisson, FH 7 mörk (64%)Markverðir Birkir Fannar Bragason, FH 36 varin (35%) Ágúst Elí Björgvinsson, FH 13 varin (25%) Sigurður I. Ólafsson, Val 32 varin (34%) Hlynur Morthens, Val 15 varin (25%) Vinstri skyttur Ásbjörn Friðriksson, FH20 mörk (63%) og 9 stoðsendingar Josip Juric Grgic, Val13 mörk (52%) og 10 stoðsendingarHægri skyttur Einar Rafn Eiðsson, FH19 mörk (58%) og 12 stoðsendingar Ólafur Ægir Ólafsson, Val11 mörk (52%) og 13 stoðsendingarLeikstjórnendur Gísli Kristjánsson, FH27 mörk (73%) og 15 stoðsendingar Anton Rúnarsson, Val14 mörk (52%) og 9 stoðsendingarVarnarleikurinn Varnarleikur Valsmanna hefur verið þeirra aðall í allan vetur og hann er aldrei betri en á erfiðum útivöllum. Hvort síðasti leikur var slys eða táknmynd þess að þreyta sé komin í liðið eftir mikið álag verður að koma í ljós.Bekkurinn Valsmenn hafa verið að fá meiri framlög frá bekknum í leikjunum til þessa í úrslitaeinvíginu en þjálfarar Valsliðsins hafa byggt upp frábæra breidd í vetur.Staður og stund FH-ingar eru á heimavelli, þeir unnu sannfærandi sigur á Val í síðasta leik og þjálfari liðsins hefur unnið oddaleik um titilinn bæði sem leikmaður og þjálfari. Olís-deild karla Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Spennustigið, varnarleikurinn og markvarslan. Allt mjög mikilvægir þættir á úrslitastundu í handboltanum og munu því skipta miklu máli í Kaplakrika klukkan 16.00 á morgun þegar FH tekur á móti Val í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla. Heimaliðið á enn eftir að vinna leik í úrslitaeinvíginu en leikurinn á morgun verður allt öðruvísi leikur en þeir fjórir sem búnir eru. Á morgun er enginn morgundagur, úrslitastund fyrir tvö jöfn lið sem hafa boðið upp á mikla skemmtun í lokaúrslitunum til þessa. Markatalan er 107-106 fyrir Val eftir fjögurra klukkutíma leik sem segir margt um hversu litlu munar á þessum tveimur bestu handboltaliðum landsins. Það verða mörg mikilvæg stríð háð úti um allan völl og þótt liðsheildin skipti vissulega mestu máli í þessum leik þá mun frammistaða einstakra lykilmanna vega mjög þungt. Oddaleikurinn um titilinn er enginn venjulegur leikur og enginn leikmaður á vellinum á morgun þekkir það að vinna slíkan leik. Tveir í Valsliðinu voru hins vegar með þegar liðið tapaði oddaleik um titilinn í Hafnarfirði 2010 en það eru fyrirliðinn Orri Freyr Gíslason og markvörðurinn Hlynur Morthens. Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfari Valsliðsins í dag, stýrði Valsliðinu á Ásvöllum þennan laugardag í maí 2010. Á móti kemur að Valsmenn hafa alltaf verið bestir á úrslitastundu í vetur og þeir hafa þegar unnið einn oddaleik á útivelli í þessari úrslitakeppni sem var á móti ÍBV í Vestmannaeyjum í 8 liða úrslitunum. FH-ingar voru búnir að vinna sex heimaleiki í röð og höfðu ekki tapað og unnið 8 af 9 heimaleikjum sínum á árinu 2017 þegar þeir komu inn í lokaúrslitin á móti Val en hafa ekki verið líkir sjálfum sér í leikjunum í Kaplakrika. Nú er síðasti möguleikinn til að sýna sitt rétta andlit á sínum heimavelli. Fréttablaðið fór yfir hverja leikstöðu fyrir sig og mat frammistöðu manna í úrslitaeinvíginu til þessa. Það er í höndunum á einhverjum af þessum leikmönnum að gera útslagið á úrslitastundu í Krikanum á morgun.Vinstri hornamenn Vignir Stefánsson, Val 13 mörk (52%) Arnar Freyr Ársælsson, FH 10 mörk (63%)Hægri hornamenn Sveinn Aron Sveinsson, Val 14 mörk (64%) Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 10 mörk (43%)Línumenn Orri Freyr Gíslason, Val 11 mörk (69%) Ágúst Birgisson, FH 7 mörk (64%)Markverðir Birkir Fannar Bragason, FH 36 varin (35%) Ágúst Elí Björgvinsson, FH 13 varin (25%) Sigurður I. Ólafsson, Val 32 varin (34%) Hlynur Morthens, Val 15 varin (25%) Vinstri skyttur Ásbjörn Friðriksson, FH20 mörk (63%) og 9 stoðsendingar Josip Juric Grgic, Val13 mörk (52%) og 10 stoðsendingarHægri skyttur Einar Rafn Eiðsson, FH19 mörk (58%) og 12 stoðsendingar Ólafur Ægir Ólafsson, Val11 mörk (52%) og 13 stoðsendingarLeikstjórnendur Gísli Kristjánsson, FH27 mörk (73%) og 15 stoðsendingar Anton Rúnarsson, Val14 mörk (52%) og 9 stoðsendingarVarnarleikurinn Varnarleikur Valsmanna hefur verið þeirra aðall í allan vetur og hann er aldrei betri en á erfiðum útivöllum. Hvort síðasti leikur var slys eða táknmynd þess að þreyta sé komin í liðið eftir mikið álag verður að koma í ljós.Bekkurinn Valsmenn hafa verið að fá meiri framlög frá bekknum í leikjunum til þessa í úrslitaeinvíginu en þjálfarar Valsliðsins hafa byggt upp frábæra breidd í vetur.Staður og stund FH-ingar eru á heimavelli, þeir unnu sannfærandi sigur á Val í síðasta leik og þjálfari liðsins hefur unnið oddaleik um titilinn bæði sem leikmaður og þjálfari.
Olís-deild karla Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira