Formaður fjárlaganefndar segir ekki hægt að bíða fram á næstu öld með samgönguframkvæmdir Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2017 20:30 Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að skoðaðar verði aðrar leiðir en hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna til að auka framlög til styrkingar samgöngumannvirkja í landinu vegna vegamála, m.a. að selja eignir ríkisins á Keflavíkurflugvelli. Formaður nefndarinnar segir að eins og fram horfi ljúki mikilvægum framkvæmdum ekki fyrr en á næstu öld. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verði hækkaður í efra skattþrep, eða 24 prósent hinn 1. júlí á næsta ári. Síðan stendur til að lækka efra þrepið almennt hinn 1. janúar árið 2019. Það lítur út fyrir að stjórnarmeirihlutinn sé að gefast upp á hugmyndinni um að hækka virðisaukaskatt a ferðaþjónustuna. Því í áliti meirihluta fjárlaganefndar í dag er lagt til að þeirri hugmynd verði ýtt til hliðar og aðrir möguleikar skoðaðir. Haraldur Benediktsson formaður fjárlaganefndar segir nauðsynlegt að skoða nýjar leiðir til að flýta nauðsynlegum samgönguframkvæmdum. „Við erum ekki að slá af hugmyndir fjármálaráðherrans um þessa stóru skattkerfisbreytingu í virðisaukaskatti. En við aftur á móti tökum undir álit efnahags- og viðskiptanefndar um að það þurfi að fara fram ítarlegri greiningar á því áður en til þess kemur. Við segjum líka að það sé óheppilegt að breyta virðisaukaskatti á miðju rekstrarári. Þannig að nú hefur fjármálaráðherrann og ríkisstjórnin sumarið til að fara yfir málið,“ segir Haraldur. Fjárlaganefnd sé hvorki að leggja til breytingar á tekju- né gjaldaramma fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. En að það verði önnur forgangsröðun innan þess ramma sem fyrir liggi. Þá verði meðal annars skoðað að selja eignir ríkisins á Keflavíkurflugvelli til að fjármagna átak í vegagerð, á flugvöllum um landið og höfnum.Það er alveg eins í ykkar huga hægt að skoða það til dæmis að selja flugstöð Leifs Eiríkssonar? „Já það er hægt að skoða margar leiðir. Við getum alla vega sagt að sú sókn sem við þurfum í samgöngumannvirkjum, við sækjum hana ekki með því að taka hverja krónu út úr ríkissjóði með þeim hætti sem við höfum gert. Því að með þeim hætti myndum við ekki ljúka vegagerð svo fullnægjandi sé fyrir alla íbúa á landinu fyrr ein einhvern tíma á tuttugustu og annarri öld,“ segir Haraldur. Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd sagði þetta arfavitlausa hugmynd í hádegisfréttum Bylgjunnar. Mikilvægt væri að aðalhliðið inn og út úr landnu verði í eigu hins opinbera enda gefi reksturinn vel af sér. „Mér finnst þetta bara óhugsandi. Eins og ég segi; þetta er bæði óskynsamleg hagstjórn og þetta er líka óskynsamleg stýring á hliðinu inn og út úr landinu,“ sagði Oddný. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að skoðaðar verði aðrar leiðir en hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna til að auka framlög til styrkingar samgöngumannvirkja í landinu vegna vegamála, m.a. að selja eignir ríkisins á Keflavíkurflugvelli. Formaður nefndarinnar segir að eins og fram horfi ljúki mikilvægum framkvæmdum ekki fyrr en á næstu öld. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verði hækkaður í efra skattþrep, eða 24 prósent hinn 1. júlí á næsta ári. Síðan stendur til að lækka efra þrepið almennt hinn 1. janúar árið 2019. Það lítur út fyrir að stjórnarmeirihlutinn sé að gefast upp á hugmyndinni um að hækka virðisaukaskatt a ferðaþjónustuna. Því í áliti meirihluta fjárlaganefndar í dag er lagt til að þeirri hugmynd verði ýtt til hliðar og aðrir möguleikar skoðaðir. Haraldur Benediktsson formaður fjárlaganefndar segir nauðsynlegt að skoða nýjar leiðir til að flýta nauðsynlegum samgönguframkvæmdum. „Við erum ekki að slá af hugmyndir fjármálaráðherrans um þessa stóru skattkerfisbreytingu í virðisaukaskatti. En við aftur á móti tökum undir álit efnahags- og viðskiptanefndar um að það þurfi að fara fram ítarlegri greiningar á því áður en til þess kemur. Við segjum líka að það sé óheppilegt að breyta virðisaukaskatti á miðju rekstrarári. Þannig að nú hefur fjármálaráðherrann og ríkisstjórnin sumarið til að fara yfir málið,“ segir Haraldur. Fjárlaganefnd sé hvorki að leggja til breytingar á tekju- né gjaldaramma fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. En að það verði önnur forgangsröðun innan þess ramma sem fyrir liggi. Þá verði meðal annars skoðað að selja eignir ríkisins á Keflavíkurflugvelli til að fjármagna átak í vegagerð, á flugvöllum um landið og höfnum.Það er alveg eins í ykkar huga hægt að skoða það til dæmis að selja flugstöð Leifs Eiríkssonar? „Já það er hægt að skoða margar leiðir. Við getum alla vega sagt að sú sókn sem við þurfum í samgöngumannvirkjum, við sækjum hana ekki með því að taka hverja krónu út úr ríkissjóði með þeim hætti sem við höfum gert. Því að með þeim hætti myndum við ekki ljúka vegagerð svo fullnægjandi sé fyrir alla íbúa á landinu fyrr ein einhvern tíma á tuttugustu og annarri öld,“ segir Haraldur. Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd sagði þetta arfavitlausa hugmynd í hádegisfréttum Bylgjunnar. Mikilvægt væri að aðalhliðið inn og út úr landnu verði í eigu hins opinbera enda gefi reksturinn vel af sér. „Mér finnst þetta bara óhugsandi. Eins og ég segi; þetta er bæði óskynsamleg hagstjórn og þetta er líka óskynsamleg stýring á hliðinu inn og út úr landinu,“ sagði Oddný.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira