Halldór Jóhann: Finnst þetta algjört kjaftæði Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2017 22:11 Halldór Jóhann fórnar höndum á hliðarlínunni. vísir/eyþór Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var ánægður með sigurinn á Val að Hlíðarenda í kvöld sem tryggir hans mönnum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudag. „Við náðum okkar frumkvæði í leikinn, mér finnst það hafa vantað af okkar hálfu. Við náðum að stýra leiknum varnar- og sóknarlega í dag og vorum í raun bara virkilega ákveðnir og flottir. Það er það sem skóp þennan sigur,“ sagði Halldór Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. FH skoraði 19 mörk á Valsvörnina í fyrri hálfleik, fimm mörkum minna en þeir gerðu í öllum síðasta leik. „Ég vissi alveg að við gætum leyst þessa vörn þeirra. Það þurfa margir þættir að spila inn í. Sigurður Ingiberg kemur inn í markið í seinni hálfleik og ég veit ekki hvað við klikkum á mörgum dauðafærum á þeim kafla. Þeir ná áhlaupi á okkur sem við náum svo að standast.“ Guðlaugur Arnarsson þjálfari Valsmanna sagði að Halldór hefði náð að setja pressu á dómara leiksins með ummælum sínum eftir síðasta leik liðanna um að ekki hefði verið nógu hart tekið á brotum Valsara. Halldór var ekki sammála kollega sínum hvað það varðar. „Ég veit ekki hverju ég á að svara, mér finnst þetta algjört kjaftæði. Þeir fóru í sama pakka eftir leik tvö og byrjuðu að tala um einhverja skrefadóma. Ég held það sé best að leyfa dómurunum að flauta þessa leiki og að við séum ekki að blammera þá í fjölmiðlum. Þeir mega auðvitað segja það sem þeir vilja," sagði Halldór og bætti við að bæði lið gætu eflaust tínt til dóma sem þau væru ósátt með. „Ég held að við höfum verið meira útaf en þeir þegar upp er staðið. Þetta var harður leikur og erfitt að dæma. Auðvitað eru einhver atriði okkar megin sem við getum sagt að voru ekki brottvísanir og þeir líka en ef við ætlum að tína allt úr leiknum þá verður þetta erfitt. Við vissum að þetta einvígi yrði hart, bjuggum okkur undir það og Valur örugglega líka.“ Úrslitaleikurinn fer fram í Kaplakrika á sunnudag og verður án nokkurs vafa hart barist eins og verið hefur í rimmunni til þessa. „Það verður gaman að vera hluti af því dæmi. Við viljum fylla Krikann og vonandi fjölmenna stuðningsmenn beggja liða á leikinn og allir handboltaáhugamenn. Það er frábært fyrir íslenskan handbolta að þessi staða sé komin upp,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Guðlaugur: Dóri náði að koma pressu á dómarana Guðlaugur Arnarsson annar af þjálfurum Vals var svekktur eftir að Valsmenn misstu af tækifærinu að fagna Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli í kvöld. FH lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en þeir leiddu 19-12 í hálfleik. 18. maí 2017 22:07 Leik lokið: Valur - FH 25-30 | FH tryggði sér oddaleik FH tryggði sér oddaleik í úrslitarimmu Olís-deildar karla með mögnuðum sigri á Valsmönnum að Hlíðarenda í kvöld. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik á sunnudaginn í Kaplakrika. 18. maí 2017 22:45 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var ánægður með sigurinn á Val að Hlíðarenda í kvöld sem tryggir hans mönnum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudag. „Við náðum okkar frumkvæði í leikinn, mér finnst það hafa vantað af okkar hálfu. Við náðum að stýra leiknum varnar- og sóknarlega í dag og vorum í raun bara virkilega ákveðnir og flottir. Það er það sem skóp þennan sigur,“ sagði Halldór Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. FH skoraði 19 mörk á Valsvörnina í fyrri hálfleik, fimm mörkum minna en þeir gerðu í öllum síðasta leik. „Ég vissi alveg að við gætum leyst þessa vörn þeirra. Það þurfa margir þættir að spila inn í. Sigurður Ingiberg kemur inn í markið í seinni hálfleik og ég veit ekki hvað við klikkum á mörgum dauðafærum á þeim kafla. Þeir ná áhlaupi á okkur sem við náum svo að standast.“ Guðlaugur Arnarsson þjálfari Valsmanna sagði að Halldór hefði náð að setja pressu á dómara leiksins með ummælum sínum eftir síðasta leik liðanna um að ekki hefði verið nógu hart tekið á brotum Valsara. Halldór var ekki sammála kollega sínum hvað það varðar. „Ég veit ekki hverju ég á að svara, mér finnst þetta algjört kjaftæði. Þeir fóru í sama pakka eftir leik tvö og byrjuðu að tala um einhverja skrefadóma. Ég held það sé best að leyfa dómurunum að flauta þessa leiki og að við séum ekki að blammera þá í fjölmiðlum. Þeir mega auðvitað segja það sem þeir vilja," sagði Halldór og bætti við að bæði lið gætu eflaust tínt til dóma sem þau væru ósátt með. „Ég held að við höfum verið meira útaf en þeir þegar upp er staðið. Þetta var harður leikur og erfitt að dæma. Auðvitað eru einhver atriði okkar megin sem við getum sagt að voru ekki brottvísanir og þeir líka en ef við ætlum að tína allt úr leiknum þá verður þetta erfitt. Við vissum að þetta einvígi yrði hart, bjuggum okkur undir það og Valur örugglega líka.“ Úrslitaleikurinn fer fram í Kaplakrika á sunnudag og verður án nokkurs vafa hart barist eins og verið hefur í rimmunni til þessa. „Það verður gaman að vera hluti af því dæmi. Við viljum fylla Krikann og vonandi fjölmenna stuðningsmenn beggja liða á leikinn og allir handboltaáhugamenn. Það er frábært fyrir íslenskan handbolta að þessi staða sé komin upp,“ sagði Halldór Jóhann að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Guðlaugur: Dóri náði að koma pressu á dómarana Guðlaugur Arnarsson annar af þjálfurum Vals var svekktur eftir að Valsmenn misstu af tækifærinu að fagna Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli í kvöld. FH lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en þeir leiddu 19-12 í hálfleik. 18. maí 2017 22:07 Leik lokið: Valur - FH 25-30 | FH tryggði sér oddaleik FH tryggði sér oddaleik í úrslitarimmu Olís-deildar karla með mögnuðum sigri á Valsmönnum að Hlíðarenda í kvöld. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik á sunnudaginn í Kaplakrika. 18. maí 2017 22:45 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Guðlaugur: Dóri náði að koma pressu á dómarana Guðlaugur Arnarsson annar af þjálfurum Vals var svekktur eftir að Valsmenn misstu af tækifærinu að fagna Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli í kvöld. FH lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en þeir leiddu 19-12 í hálfleik. 18. maí 2017 22:07
Leik lokið: Valur - FH 25-30 | FH tryggði sér oddaleik FH tryggði sér oddaleik í úrslitarimmu Olís-deildar karla með mögnuðum sigri á Valsmönnum að Hlíðarenda í kvöld. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik á sunnudaginn í Kaplakrika. 18. maí 2017 22:45
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn