Lögreglustjórinn óttast uppþot í Leifsstöð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. maí 2017 07:00 Álagið eykst stöðugt í Leifsstöð. vísir/eyþór Ef marka má mat lögreglustjórans á Suðurnesjum, Ólafs Helga Kjartanssonar, er ástandið í Leifsstöð svo eldfimt að lítið megi út af bregða svo ekki verði uppþot meðal óánægðra farþega á Keflavíkurflugveli.Guðni Sigurðsson. upplýsingafulltrúa Isavia.„ÓHK [Ólafur Helgi Kjartansson] kom einnig að öryggismálum í flugstöðinni sjálfri, lítið þurfi til að það komi til uppþota vegna seinkana og þess háttar,“ segir í fundargerð um umræður í flugvirktarráði í janúar. Ekki fengust viðbrögð frá lögreglustjóranum vegna þessara orða þar sem hann er í fríi í útlöndum. „Það er ekki upplifun starfsmanna Isavia að þetta ástand sé ríkjandi,“ segir hins vegar Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Guðni segir að á háannatímum og þegar komið hafi til seinkana á flugi sé meira um kvartanir frá farþegum og við því sé reynt að bregðast. Almennt gangi vel að bregðast við mikilli fjölgun farþega. „Auðvitað er mikið af farþegum á þeim álagstímum sólarhringsins sem stóru flugfélögin fljúga en tekist hefur að dreifa álaginu betur bæði yfir sólarhringinn og árið og er það lykilatriði í að takast á við svona mikla fjölgun farþega á svona stuttum tíma. Enn eru tímabil yfir sólarhringinn, á milli stóru álagspunktanna, þar sem lítið er að gera í flugstöðinni, jafnvel yfir hásumarið,“ segir Guðni. Þétt og stigvaxandi umferð er nú um Leifsstöð enda dregur að háannatíma ársins í ferðamennskunni. Mikið öngþveiti virðist vera í flugstöðinni á köflum þessa dagana ef marka má lýsingar þeirra sem fara þar um.Friðrik Þór Guðmundsson blaðamaður.vísir/vilhelm„Ástandið í Leifsstöð er auðmýkjandi fyrir land og þjóð,“ segir blaðamaðurinn Friðrik Þór Guðmundsson sem kom með flugi frá Bandaríkjunum á þriðjudagsmorgun. Friðrik segir margar vélar hafa lent á stuttum tíma og algert öngþveiti hafi tekið við inni í flugstöðinni þar sem farþegar hafi ýmist reynt að komast inn eða út í vél. Á sama tíma og farþegar hafi mjakast upp stiga hafi flugáhafnirnar skautað fram hjá þvögunni í rúllustiga. „Einna verst fannst mér að fólk með grátandi börn hafi ekki fengið sérmeðferð og að kallkerfið hafi ekki verið notað til útskýringa og að biðjast velvirðingar á ástandinu. Í ofanálag skilst mér að nýtt færibandasýstem fyrir farangurinn sé síbilandi,“ segir Friðrik. Þeir sem eru í Ameríkuflugi fara ekki í gegn um landamæraeftirlit hins evrópska Schengen-svæðis. „Við vitum af þessari töf sem getur orðið á leið upp í landamæraeftirlit á háannatímum,“ segir Guðni. Verið sé að stækka landamærasal og fjölgað verði hliðum fyrir landamæraeftirlit. Sett verði upp sjálfvirk landamærahlið eins og þekkist á flugvöllum erlendis. „Þetta mun tvöfalda afkastagetuna um landamærin og er því verið að taka beint á þessu með framkvæmdunum. Starfsmenn farþegaþjónustu flugvallarins hafa reynt eftir bestu getu að veita upplýsingar og aðstoða farþega þegar tafir hafa orðið og munu gera það áfram,“ segir upplýsingafulltrúi Isavia. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Ef marka má mat lögreglustjórans á Suðurnesjum, Ólafs Helga Kjartanssonar, er ástandið í Leifsstöð svo eldfimt að lítið megi út af bregða svo ekki verði uppþot meðal óánægðra farþega á Keflavíkurflugveli.Guðni Sigurðsson. upplýsingafulltrúa Isavia.„ÓHK [Ólafur Helgi Kjartansson] kom einnig að öryggismálum í flugstöðinni sjálfri, lítið þurfi til að það komi til uppþota vegna seinkana og þess háttar,“ segir í fundargerð um umræður í flugvirktarráði í janúar. Ekki fengust viðbrögð frá lögreglustjóranum vegna þessara orða þar sem hann er í fríi í útlöndum. „Það er ekki upplifun starfsmanna Isavia að þetta ástand sé ríkjandi,“ segir hins vegar Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Guðni segir að á háannatímum og þegar komið hafi til seinkana á flugi sé meira um kvartanir frá farþegum og við því sé reynt að bregðast. Almennt gangi vel að bregðast við mikilli fjölgun farþega. „Auðvitað er mikið af farþegum á þeim álagstímum sólarhringsins sem stóru flugfélögin fljúga en tekist hefur að dreifa álaginu betur bæði yfir sólarhringinn og árið og er það lykilatriði í að takast á við svona mikla fjölgun farþega á svona stuttum tíma. Enn eru tímabil yfir sólarhringinn, á milli stóru álagspunktanna, þar sem lítið er að gera í flugstöðinni, jafnvel yfir hásumarið,“ segir Guðni. Þétt og stigvaxandi umferð er nú um Leifsstöð enda dregur að háannatíma ársins í ferðamennskunni. Mikið öngþveiti virðist vera í flugstöðinni á köflum þessa dagana ef marka má lýsingar þeirra sem fara þar um.Friðrik Þór Guðmundsson blaðamaður.vísir/vilhelm„Ástandið í Leifsstöð er auðmýkjandi fyrir land og þjóð,“ segir blaðamaðurinn Friðrik Þór Guðmundsson sem kom með flugi frá Bandaríkjunum á þriðjudagsmorgun. Friðrik segir margar vélar hafa lent á stuttum tíma og algert öngþveiti hafi tekið við inni í flugstöðinni þar sem farþegar hafi ýmist reynt að komast inn eða út í vél. Á sama tíma og farþegar hafi mjakast upp stiga hafi flugáhafnirnar skautað fram hjá þvögunni í rúllustiga. „Einna verst fannst mér að fólk með grátandi börn hafi ekki fengið sérmeðferð og að kallkerfið hafi ekki verið notað til útskýringa og að biðjast velvirðingar á ástandinu. Í ofanálag skilst mér að nýtt færibandasýstem fyrir farangurinn sé síbilandi,“ segir Friðrik. Þeir sem eru í Ameríkuflugi fara ekki í gegn um landamæraeftirlit hins evrópska Schengen-svæðis. „Við vitum af þessari töf sem getur orðið á leið upp í landamæraeftirlit á háannatímum,“ segir Guðni. Verið sé að stækka landamærasal og fjölgað verði hliðum fyrir landamæraeftirlit. Sett verði upp sjálfvirk landamærahlið eins og þekkist á flugvöllum erlendis. „Þetta mun tvöfalda afkastagetuna um landamærin og er því verið að taka beint á þessu með framkvæmdunum. Starfsmenn farþegaþjónustu flugvallarins hafa reynt eftir bestu getu að veita upplýsingar og aðstoða farþega þegar tafir hafa orðið og munu gera það áfram,“ segir upplýsingafulltrúi Isavia.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira