Niðurstaðan ekki óvænt segir saksóknari Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. maí 2017 07:00 Mannréttindadómstóllinn telur að ríkið hafi brotið gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva Jónssyni. vísir/gva Íslenska ríkið braut á mannréttindum þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar kaupsýslumanns og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs, þegar þeir voru ákærðir fyrir skattalagabrot í svokölluðu Baugsmáli. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem dæmdi í málinu í gær. Það er niðurstaða Mannréttindadómstólsins að óheimilt hafi verið að refsa þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva tvisvar vegna vangoldinna skatta. Annars vegar lagði yfirskattanefnd á 25 prósenta álag en síðar var þeim gerð refsing fyrir Hæstarétti.Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari„Maður átti alveg eins von á þessari niðurstöðu og ástæðan fyrir þessari niðurstöðu núna er breytt framkvæmd Mannréttindadómstólsins, hvað hann telur mannréttindabrot,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. Helgi Magnús segir að Mannréttindadómstóllinn hafi fallist á þessa aðferðafræði árið 2004 í máli sem var höfðað gegn sænska ríkinu. Nú þrettán árum síðar slái hann því föstu að þessi fyrrnefnda aðferðafræði sé mannréttindabrot. Helgi Magnús segir að dómur sem Mannréttindadómstóllinn kvað upp í máli gegn rússneska ríkinu í nóvember árið 2009 hafi gefið vísbendingar um að dómstóllinn myndi komast að þeirri niðurstöðu sem hann komst að í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva gegn íslenska ríkinu. Engu að síður hafi málið gegn þeim farið fyrir Hæstarétt og hann komist að þeirri niðurstöðu árið 2010 að rétta skyldi í því. „Hann er okkar fyrirmynd og við héldum því áfram enda ekkert annað að gera,“ segir Helgi Magnús. Enda hafi íslensk lög ekki gefið tilefni til neins annars en að halda málinu áfram. Endanleg niðurstaða Hæstaréttar varð svo að dæma Tryggva og Jón í skilorðsbundið fangelsi og til hárra sektargreiðslna. Helgi Magnús segir að dómurinn muni hafa víðtæk áhrif, en ekkert liggi fyrir um hvernig unnið verður úr þeim málum sem þegar hefur verið dæmt í. Hæstiréttur Íslands eigi eftir að fella dóm þar sem hann tekur afstöðu til þess að hvaða marki þessi dómur Mannréttindadómstólsins hefur áhrif. „Það má búast við því að Hæstiréttur fylgi þessu fordæmi í meginatriðum, en við skulum átta okkur á því að dómar Mannréttindadómstólsins eru ekki bindandi fyrir Hæstarétt,“ segir hann. Þá bætir Helgi við að niðurstaðan í Baugsmálinu varði tekjuskatt einstaklinga en því hafi ekki enn verið svarað hvaða áhrif dómur Mannréttindadómstólsins hefur á álag á virðisaukaskatt. Hæstiréttur þurfi að svara því. Helgi segir að taki Hæstiréttur mið af sjónarmiðum Mannréttindadómstólsins í næsta dómi sínum, þá komi vissulega til greina að taka þau mál upp aftur sem þegar hefur verið dæmt í. „Eiginlega er eina leiðin til þess að vinda ofan af þeim að fella dómana úr gildi og vísa málum frá að því marki sem þau stangast á við reglur mannréttindasáttmálans,“ segir Helgi, en bætir við að í ljósi þess að um nýja dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins sé að ræða þurfi að svara þeirri spurningu hvenær þessi aðferðafræði sem beitt var í Baugsmálinu varð ekki í lagi. „Það eina sem við vitum er að þetta var í lagi árið 2004,“ segir Helgi. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir dóminn yfir Jóni Ásgeiri og Tryggva fordæmisgefandi "Það er þannig að samkvæmt þessum dómi þá hefur Jóni Ásgeiri og Tryggva verið refsað tvisvar sinnum fyrir sama atvikið,“ segir Gestur Jónsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 18. maí 2017 14:30 Jón Ásgeir opnar nýjan vef þar sem hann bregst við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu "Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska ríkið er dæmt fyrir brot á mannréttindum fólks að mati Mannréttindadómsstólsins. Og ef enginn axlar ábyrgð þá verður þetta ekki í síðasta skiptið.“ 18. maí 2017 13:31 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Íslenska ríkið braut á mannréttindum þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar kaupsýslumanns og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs, þegar þeir voru ákærðir fyrir skattalagabrot í svokölluðu Baugsmáli. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem dæmdi í málinu í gær. Það er niðurstaða Mannréttindadómstólsins að óheimilt hafi verið að refsa þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva tvisvar vegna vangoldinna skatta. Annars vegar lagði yfirskattanefnd á 25 prósenta álag en síðar var þeim gerð refsing fyrir Hæstarétti.Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari„Maður átti alveg eins von á þessari niðurstöðu og ástæðan fyrir þessari niðurstöðu núna er breytt framkvæmd Mannréttindadómstólsins, hvað hann telur mannréttindabrot,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. Helgi Magnús segir að Mannréttindadómstóllinn hafi fallist á þessa aðferðafræði árið 2004 í máli sem var höfðað gegn sænska ríkinu. Nú þrettán árum síðar slái hann því föstu að þessi fyrrnefnda aðferðafræði sé mannréttindabrot. Helgi Magnús segir að dómur sem Mannréttindadómstóllinn kvað upp í máli gegn rússneska ríkinu í nóvember árið 2009 hafi gefið vísbendingar um að dómstóllinn myndi komast að þeirri niðurstöðu sem hann komst að í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva gegn íslenska ríkinu. Engu að síður hafi málið gegn þeim farið fyrir Hæstarétt og hann komist að þeirri niðurstöðu árið 2010 að rétta skyldi í því. „Hann er okkar fyrirmynd og við héldum því áfram enda ekkert annað að gera,“ segir Helgi Magnús. Enda hafi íslensk lög ekki gefið tilefni til neins annars en að halda málinu áfram. Endanleg niðurstaða Hæstaréttar varð svo að dæma Tryggva og Jón í skilorðsbundið fangelsi og til hárra sektargreiðslna. Helgi Magnús segir að dómurinn muni hafa víðtæk áhrif, en ekkert liggi fyrir um hvernig unnið verður úr þeim málum sem þegar hefur verið dæmt í. Hæstiréttur Íslands eigi eftir að fella dóm þar sem hann tekur afstöðu til þess að hvaða marki þessi dómur Mannréttindadómstólsins hefur áhrif. „Það má búast við því að Hæstiréttur fylgi þessu fordæmi í meginatriðum, en við skulum átta okkur á því að dómar Mannréttindadómstólsins eru ekki bindandi fyrir Hæstarétt,“ segir hann. Þá bætir Helgi við að niðurstaðan í Baugsmálinu varði tekjuskatt einstaklinga en því hafi ekki enn verið svarað hvaða áhrif dómur Mannréttindadómstólsins hefur á álag á virðisaukaskatt. Hæstiréttur þurfi að svara því. Helgi segir að taki Hæstiréttur mið af sjónarmiðum Mannréttindadómstólsins í næsta dómi sínum, þá komi vissulega til greina að taka þau mál upp aftur sem þegar hefur verið dæmt í. „Eiginlega er eina leiðin til þess að vinda ofan af þeim að fella dómana úr gildi og vísa málum frá að því marki sem þau stangast á við reglur mannréttindasáttmálans,“ segir Helgi, en bætir við að í ljósi þess að um nýja dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins sé að ræða þurfi að svara þeirri spurningu hvenær þessi aðferðafræði sem beitt var í Baugsmálinu varð ekki í lagi. „Það eina sem við vitum er að þetta var í lagi árið 2004,“ segir Helgi.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir dóminn yfir Jóni Ásgeiri og Tryggva fordæmisgefandi "Það er þannig að samkvæmt þessum dómi þá hefur Jóni Ásgeiri og Tryggva verið refsað tvisvar sinnum fyrir sama atvikið,“ segir Gestur Jónsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 18. maí 2017 14:30 Jón Ásgeir opnar nýjan vef þar sem hann bregst við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu "Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska ríkið er dæmt fyrir brot á mannréttindum fólks að mati Mannréttindadómsstólsins. Og ef enginn axlar ábyrgð þá verður þetta ekki í síðasta skiptið.“ 18. maí 2017 13:31 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Segir dóminn yfir Jóni Ásgeiri og Tryggva fordæmisgefandi "Það er þannig að samkvæmt þessum dómi þá hefur Jóni Ásgeiri og Tryggva verið refsað tvisvar sinnum fyrir sama atvikið,“ segir Gestur Jónsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 18. maí 2017 14:30
Jón Ásgeir opnar nýjan vef þar sem hann bregst við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu "Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska ríkið er dæmt fyrir brot á mannréttindum fólks að mati Mannréttindadómsstólsins. Og ef enginn axlar ábyrgð þá verður þetta ekki í síðasta skiptið.“ 18. maí 2017 13:31