Niðurstaðan ekki óvænt segir saksóknari Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. maí 2017 07:00 Mannréttindadómstóllinn telur að ríkið hafi brotið gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva Jónssyni. vísir/gva Íslenska ríkið braut á mannréttindum þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar kaupsýslumanns og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs, þegar þeir voru ákærðir fyrir skattalagabrot í svokölluðu Baugsmáli. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem dæmdi í málinu í gær. Það er niðurstaða Mannréttindadómstólsins að óheimilt hafi verið að refsa þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva tvisvar vegna vangoldinna skatta. Annars vegar lagði yfirskattanefnd á 25 prósenta álag en síðar var þeim gerð refsing fyrir Hæstarétti.Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari„Maður átti alveg eins von á þessari niðurstöðu og ástæðan fyrir þessari niðurstöðu núna er breytt framkvæmd Mannréttindadómstólsins, hvað hann telur mannréttindabrot,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. Helgi Magnús segir að Mannréttindadómstóllinn hafi fallist á þessa aðferðafræði árið 2004 í máli sem var höfðað gegn sænska ríkinu. Nú þrettán árum síðar slái hann því föstu að þessi fyrrnefnda aðferðafræði sé mannréttindabrot. Helgi Magnús segir að dómur sem Mannréttindadómstóllinn kvað upp í máli gegn rússneska ríkinu í nóvember árið 2009 hafi gefið vísbendingar um að dómstóllinn myndi komast að þeirri niðurstöðu sem hann komst að í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva gegn íslenska ríkinu. Engu að síður hafi málið gegn þeim farið fyrir Hæstarétt og hann komist að þeirri niðurstöðu árið 2010 að rétta skyldi í því. „Hann er okkar fyrirmynd og við héldum því áfram enda ekkert annað að gera,“ segir Helgi Magnús. Enda hafi íslensk lög ekki gefið tilefni til neins annars en að halda málinu áfram. Endanleg niðurstaða Hæstaréttar varð svo að dæma Tryggva og Jón í skilorðsbundið fangelsi og til hárra sektargreiðslna. Helgi Magnús segir að dómurinn muni hafa víðtæk áhrif, en ekkert liggi fyrir um hvernig unnið verður úr þeim málum sem þegar hefur verið dæmt í. Hæstiréttur Íslands eigi eftir að fella dóm þar sem hann tekur afstöðu til þess að hvaða marki þessi dómur Mannréttindadómstólsins hefur áhrif. „Það má búast við því að Hæstiréttur fylgi þessu fordæmi í meginatriðum, en við skulum átta okkur á því að dómar Mannréttindadómstólsins eru ekki bindandi fyrir Hæstarétt,“ segir hann. Þá bætir Helgi við að niðurstaðan í Baugsmálinu varði tekjuskatt einstaklinga en því hafi ekki enn verið svarað hvaða áhrif dómur Mannréttindadómstólsins hefur á álag á virðisaukaskatt. Hæstiréttur þurfi að svara því. Helgi segir að taki Hæstiréttur mið af sjónarmiðum Mannréttindadómstólsins í næsta dómi sínum, þá komi vissulega til greina að taka þau mál upp aftur sem þegar hefur verið dæmt í. „Eiginlega er eina leiðin til þess að vinda ofan af þeim að fella dómana úr gildi og vísa málum frá að því marki sem þau stangast á við reglur mannréttindasáttmálans,“ segir Helgi, en bætir við að í ljósi þess að um nýja dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins sé að ræða þurfi að svara þeirri spurningu hvenær þessi aðferðafræði sem beitt var í Baugsmálinu varð ekki í lagi. „Það eina sem við vitum er að þetta var í lagi árið 2004,“ segir Helgi. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir dóminn yfir Jóni Ásgeiri og Tryggva fordæmisgefandi "Það er þannig að samkvæmt þessum dómi þá hefur Jóni Ásgeiri og Tryggva verið refsað tvisvar sinnum fyrir sama atvikið,“ segir Gestur Jónsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 18. maí 2017 14:30 Jón Ásgeir opnar nýjan vef þar sem hann bregst við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu "Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska ríkið er dæmt fyrir brot á mannréttindum fólks að mati Mannréttindadómsstólsins. Og ef enginn axlar ábyrgð þá verður þetta ekki í síðasta skiptið.“ 18. maí 2017 13:31 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira
Íslenska ríkið braut á mannréttindum þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar kaupsýslumanns og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs, þegar þeir voru ákærðir fyrir skattalagabrot í svokölluðu Baugsmáli. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem dæmdi í málinu í gær. Það er niðurstaða Mannréttindadómstólsins að óheimilt hafi verið að refsa þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva tvisvar vegna vangoldinna skatta. Annars vegar lagði yfirskattanefnd á 25 prósenta álag en síðar var þeim gerð refsing fyrir Hæstarétti.Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari„Maður átti alveg eins von á þessari niðurstöðu og ástæðan fyrir þessari niðurstöðu núna er breytt framkvæmd Mannréttindadómstólsins, hvað hann telur mannréttindabrot,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. Helgi Magnús segir að Mannréttindadómstóllinn hafi fallist á þessa aðferðafræði árið 2004 í máli sem var höfðað gegn sænska ríkinu. Nú þrettán árum síðar slái hann því föstu að þessi fyrrnefnda aðferðafræði sé mannréttindabrot. Helgi Magnús segir að dómur sem Mannréttindadómstóllinn kvað upp í máli gegn rússneska ríkinu í nóvember árið 2009 hafi gefið vísbendingar um að dómstóllinn myndi komast að þeirri niðurstöðu sem hann komst að í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva gegn íslenska ríkinu. Engu að síður hafi málið gegn þeim farið fyrir Hæstarétt og hann komist að þeirri niðurstöðu árið 2010 að rétta skyldi í því. „Hann er okkar fyrirmynd og við héldum því áfram enda ekkert annað að gera,“ segir Helgi Magnús. Enda hafi íslensk lög ekki gefið tilefni til neins annars en að halda málinu áfram. Endanleg niðurstaða Hæstaréttar varð svo að dæma Tryggva og Jón í skilorðsbundið fangelsi og til hárra sektargreiðslna. Helgi Magnús segir að dómurinn muni hafa víðtæk áhrif, en ekkert liggi fyrir um hvernig unnið verður úr þeim málum sem þegar hefur verið dæmt í. Hæstiréttur Íslands eigi eftir að fella dóm þar sem hann tekur afstöðu til þess að hvaða marki þessi dómur Mannréttindadómstólsins hefur áhrif. „Það má búast við því að Hæstiréttur fylgi þessu fordæmi í meginatriðum, en við skulum átta okkur á því að dómar Mannréttindadómstólsins eru ekki bindandi fyrir Hæstarétt,“ segir hann. Þá bætir Helgi við að niðurstaðan í Baugsmálinu varði tekjuskatt einstaklinga en því hafi ekki enn verið svarað hvaða áhrif dómur Mannréttindadómstólsins hefur á álag á virðisaukaskatt. Hæstiréttur þurfi að svara því. Helgi segir að taki Hæstiréttur mið af sjónarmiðum Mannréttindadómstólsins í næsta dómi sínum, þá komi vissulega til greina að taka þau mál upp aftur sem þegar hefur verið dæmt í. „Eiginlega er eina leiðin til þess að vinda ofan af þeim að fella dómana úr gildi og vísa málum frá að því marki sem þau stangast á við reglur mannréttindasáttmálans,“ segir Helgi, en bætir við að í ljósi þess að um nýja dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins sé að ræða þurfi að svara þeirri spurningu hvenær þessi aðferðafræði sem beitt var í Baugsmálinu varð ekki í lagi. „Það eina sem við vitum er að þetta var í lagi árið 2004,“ segir Helgi.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir dóminn yfir Jóni Ásgeiri og Tryggva fordæmisgefandi "Það er þannig að samkvæmt þessum dómi þá hefur Jóni Ásgeiri og Tryggva verið refsað tvisvar sinnum fyrir sama atvikið,“ segir Gestur Jónsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 18. maí 2017 14:30 Jón Ásgeir opnar nýjan vef þar sem hann bregst við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu "Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska ríkið er dæmt fyrir brot á mannréttindum fólks að mati Mannréttindadómsstólsins. Og ef enginn axlar ábyrgð þá verður þetta ekki í síðasta skiptið.“ 18. maí 2017 13:31 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira
Segir dóminn yfir Jóni Ásgeiri og Tryggva fordæmisgefandi "Það er þannig að samkvæmt þessum dómi þá hefur Jóni Ásgeiri og Tryggva verið refsað tvisvar sinnum fyrir sama atvikið,“ segir Gestur Jónsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 18. maí 2017 14:30
Jón Ásgeir opnar nýjan vef þar sem hann bregst við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu "Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska ríkið er dæmt fyrir brot á mannréttindum fólks að mati Mannréttindadómsstólsins. Og ef enginn axlar ábyrgð þá verður þetta ekki í síðasta skiptið.“ 18. maí 2017 13:31