Robert Spencer segir íslenska lækninn hafa sýnt sér dónaskap Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. maí 2017 21:40 Robert Spencer á fyrirlestri sínum á Grand Hotel. Vísir/Eyþór Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer segir að læknirinn sem rannsakaði hann hér á landi á Landspítalanum eftir meinta eitrunartilraun hafi sýnt sér dónaskap og reynt að gera lítið úr atvikinu. Þetta kemur fram í viðtali við Spencer á hinni umdeildu fréttasíðu Breitbart þar sem fjallað er um fullyrðingar Spencer um ungur íslendingur hafi eitrað fyrir honum. Spencer er þekktur fyrir harðskeytt skrif sín um íslam og hefur gefið út fjölda bóka þar sem hann varar við „íslamsvæðingu“ Vesturheims og hættunni sem hann telur stafa af múslimum. Hélt hann fyrirlestur þess efnis á Grand Hótel á dögunum.Eftir fundinn hefur Spencer haldið því fram að eitrað hafi verið fyrir sér og birti DV læknaskýrslu þar sem kom fram að í blóði Spencer hafi fundist merki um MDMA og amfetamín. Hann segir að læknirinn sem tók á móti honum á Landspítalanum hafi hins vegar reynt að gera lítið úr atvikinu. „Hann var frekar óvingjarnlegur, ókurteis,“ segir Spencer í viðtali við Breitbart. „Hann reyndi að gera lítið úr því hvað hafði gerst.“ Lét læknirinn Spencer vita að merki um lyfið Ritalín hefði fundist í blóði hans. Spencer hafi þó fundist það óvenjulegt enda notaði hann ekki Ritalín. Segir hann að læknirinn hafi efast um það og raunar aldrei minnst á það að MDMA og amfetamín hafi fundist í blóði Spencer. Hann hafi ekki komist að því fyrr en mun seinna þegar hann fékk að líta á læknaskýrsluna. Segir Spencer einnig að læknirinn hafi reynt að gera lítið úr eitruninni og fremur eytt púðri í að fá Spencer til þess að hætta harðskeyttum skrifum sínum um Íslam. Lögregla er með málið til rannsóknar en Spencer hefur sagt að ungur karlmaður hafi eitrað fyrir sér. Tengdar fréttir Mótmæltu meintum rasista Nokkur hópur safnaðist saman til að mótmæla komu fyrirlesarans Roberts Spencer fyrir utan Grand Hótel í gærkvöldi á samstöðufundi á vegum Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 12. maí 2017 07:00 Ömurleg heimsókn til Íslands Robert Spencer skrifar opið bréf til stjórnmálamanna og íslenskra fjölmiðla sem hann segir sér fjandsamlega. 16. maí 2017 15:12 Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér "Ég var veikur í nokkra daga, en ég fór á lögreglustöðina og gaf þeim stærra mál en þeir hafa séð í langan tíma.“ 16. maí 2017 10:26 Leiðarljós Breivik heldur fyrirlestur í Reykjavík Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer, sem þekktur er fyrir baráttu sína gegn íslam og hefur verið bannað að koma til Bretlands, er með fyrirlestur í Reykjavík þann 11. maí. 2. maí 2017 13:29 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer segir að læknirinn sem rannsakaði hann hér á landi á Landspítalanum eftir meinta eitrunartilraun hafi sýnt sér dónaskap og reynt að gera lítið úr atvikinu. Þetta kemur fram í viðtali við Spencer á hinni umdeildu fréttasíðu Breitbart þar sem fjallað er um fullyrðingar Spencer um ungur íslendingur hafi eitrað fyrir honum. Spencer er þekktur fyrir harðskeytt skrif sín um íslam og hefur gefið út fjölda bóka þar sem hann varar við „íslamsvæðingu“ Vesturheims og hættunni sem hann telur stafa af múslimum. Hélt hann fyrirlestur þess efnis á Grand Hótel á dögunum.Eftir fundinn hefur Spencer haldið því fram að eitrað hafi verið fyrir sér og birti DV læknaskýrslu þar sem kom fram að í blóði Spencer hafi fundist merki um MDMA og amfetamín. Hann segir að læknirinn sem tók á móti honum á Landspítalanum hafi hins vegar reynt að gera lítið úr atvikinu. „Hann var frekar óvingjarnlegur, ókurteis,“ segir Spencer í viðtali við Breitbart. „Hann reyndi að gera lítið úr því hvað hafði gerst.“ Lét læknirinn Spencer vita að merki um lyfið Ritalín hefði fundist í blóði hans. Spencer hafi þó fundist það óvenjulegt enda notaði hann ekki Ritalín. Segir hann að læknirinn hafi efast um það og raunar aldrei minnst á það að MDMA og amfetamín hafi fundist í blóði Spencer. Hann hafi ekki komist að því fyrr en mun seinna þegar hann fékk að líta á læknaskýrsluna. Segir Spencer einnig að læknirinn hafi reynt að gera lítið úr eitruninni og fremur eytt púðri í að fá Spencer til þess að hætta harðskeyttum skrifum sínum um Íslam. Lögregla er með málið til rannsóknar en Spencer hefur sagt að ungur karlmaður hafi eitrað fyrir sér.
Tengdar fréttir Mótmæltu meintum rasista Nokkur hópur safnaðist saman til að mótmæla komu fyrirlesarans Roberts Spencer fyrir utan Grand Hótel í gærkvöldi á samstöðufundi á vegum Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 12. maí 2017 07:00 Ömurleg heimsókn til Íslands Robert Spencer skrifar opið bréf til stjórnmálamanna og íslenskra fjölmiðla sem hann segir sér fjandsamlega. 16. maí 2017 15:12 Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér "Ég var veikur í nokkra daga, en ég fór á lögreglustöðina og gaf þeim stærra mál en þeir hafa séð í langan tíma.“ 16. maí 2017 10:26 Leiðarljós Breivik heldur fyrirlestur í Reykjavík Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer, sem þekktur er fyrir baráttu sína gegn íslam og hefur verið bannað að koma til Bretlands, er með fyrirlestur í Reykjavík þann 11. maí. 2. maí 2017 13:29 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Mótmæltu meintum rasista Nokkur hópur safnaðist saman til að mótmæla komu fyrirlesarans Roberts Spencer fyrir utan Grand Hótel í gærkvöldi á samstöðufundi á vegum Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 12. maí 2017 07:00
Ömurleg heimsókn til Íslands Robert Spencer skrifar opið bréf til stjórnmálamanna og íslenskra fjölmiðla sem hann segir sér fjandsamlega. 16. maí 2017 15:12
Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér "Ég var veikur í nokkra daga, en ég fór á lögreglustöðina og gaf þeim stærra mál en þeir hafa séð í langan tíma.“ 16. maí 2017 10:26
Leiðarljós Breivik heldur fyrirlestur í Reykjavík Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer, sem þekktur er fyrir baráttu sína gegn íslam og hefur verið bannað að koma til Bretlands, er með fyrirlestur í Reykjavík þann 11. maí. 2. maí 2017 13:29