Heimavallardraugur á stærsta sviðinu í karlahandboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2017 06:30 Valsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason sækir að vörn FH en Arnar Freyr Ársælsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson eru til varnar. vísir/eyþór Heima á alltaf að vera best en svo hefur það ekki verið á stærsta sviði karlahandboltans síðustu misseri. Liðin í Olís-deild karla berjast allan veturinn fyrir heimavallarréttinum í úrslitakeppninni en það hefur komið fyrir lítið því undanfarin ár hafa úrslitaeinvígin verið uppfull af útisigrum.Sautján prósent sigurhlutfall Allir leikirnir til þessa í úrslitaeinvígi FH og Vals hafa þannig unnist á útivelli og heimaliðin hafa nú aðeins unnið tvo af síðustu 12 leikjum sínum í lokaúrslitum. Tveir sigrar í tólf leikjum þýðir aðeins sautján prósent sigurhlutfall. Akureyri, liðið sem féll úr Olís-deildinni í vetur vann sjö af 27 deildarleikjum sínum en það gerir 26 prósent sigurhlutfall í bæði heima- og útileikjum. Allt frá því að Eyjamenn unnu eftirminnilegan oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum 15. maí 2014 hefur ekkert gengið hjá heimaliðunum í úrslitaeinvígi karla. Haukarnir tryggðu sér reyndar Íslandsmeistaratitilinn með heimasigri í hreinum úrslitaleik um titilinn í fyrravor en það var eini heimasigurinn í þeim lokaúrslitum. Fram að oddaleiknum höfðu Haukarnir unnið tvisvar sinnum í Mosfellsbænum og Afturelding unnið tvisvar á Ásvöllum. Árið á undan unnu Haukarnir alla þrjá leikina í lokaúrslitunum, þar af tvo þeirra á heimavelli Aftureldingar á Varmá í Mosfellsbæ. Það hefur ekkert breyst í úrslitaeinvíginu í ár.Lögheimilið á stærsta sviðinu Heimavallardraugurinn virðist hafa skráð lögheimili sitt á stærsta sviðinu. FH-ingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með góðum endaspretti og mættu því með heimavallarréttinn í lokaúrslitin. Liðið hefur aftur á móti verið afar ólíkt sjálfu sér í tveimur heimaleikjum sínum í einvíginu sem Hafnfirðingar hafa tapað með samanlagt níu mörkum. Heimaliðin í úrslitaeinvíginu í ár eru nú tólf mörk í mínus eftir þessa þrjá leiki og hafa aðeins skorað 24,3 mörk að meðaltali í leik. Valsliðið myndi kannski bara óska þess að spila í Hafnarfirði í kvöld frekar en á Hlíðarenda. Valsmenn unnu nefnilega sinn fimmta útileik í röð í Kaplakrika á þriðjudagskvöldið. Eftir tap fyrir ÍBV í Eyjum í fyrsta leik úrslitakeppninnar hafa Hlíðarendapiltar ekki stigið feilspor á ferðalagi sínu í gegnum heimavelli ÍBV, Fram og FH.Mögulegur oddaleikur á sunnudaginn FH-ingar geta tryggt sér oddaleik á heimavelli með sigri í kvöld en hann færi þá fram á sunnudaginn í Kaplakrika. Valsmenn munu örugglega gera allt til að kveða niður heimavallardrauginn á Hlíðarenda fyrir kvöldið og tryggja sér 22. Íslandsmeistaratitil félagsins. Leikurinn á Hlíðarenda hefst klukkan átta í kvöld.grafík/fréttablaðið Olís-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Heima á alltaf að vera best en svo hefur það ekki verið á stærsta sviði karlahandboltans síðustu misseri. Liðin í Olís-deild karla berjast allan veturinn fyrir heimavallarréttinum í úrslitakeppninni en það hefur komið fyrir lítið því undanfarin ár hafa úrslitaeinvígin verið uppfull af útisigrum.Sautján prósent sigurhlutfall Allir leikirnir til þessa í úrslitaeinvígi FH og Vals hafa þannig unnist á útivelli og heimaliðin hafa nú aðeins unnið tvo af síðustu 12 leikjum sínum í lokaúrslitum. Tveir sigrar í tólf leikjum þýðir aðeins sautján prósent sigurhlutfall. Akureyri, liðið sem féll úr Olís-deildinni í vetur vann sjö af 27 deildarleikjum sínum en það gerir 26 prósent sigurhlutfall í bæði heima- og útileikjum. Allt frá því að Eyjamenn unnu eftirminnilegan oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum 15. maí 2014 hefur ekkert gengið hjá heimaliðunum í úrslitaeinvígi karla. Haukarnir tryggðu sér reyndar Íslandsmeistaratitilinn með heimasigri í hreinum úrslitaleik um titilinn í fyrravor en það var eini heimasigurinn í þeim lokaúrslitum. Fram að oddaleiknum höfðu Haukarnir unnið tvisvar sinnum í Mosfellsbænum og Afturelding unnið tvisvar á Ásvöllum. Árið á undan unnu Haukarnir alla þrjá leikina í lokaúrslitunum, þar af tvo þeirra á heimavelli Aftureldingar á Varmá í Mosfellsbæ. Það hefur ekkert breyst í úrslitaeinvíginu í ár.Lögheimilið á stærsta sviðinu Heimavallardraugurinn virðist hafa skráð lögheimili sitt á stærsta sviðinu. FH-ingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með góðum endaspretti og mættu því með heimavallarréttinn í lokaúrslitin. Liðið hefur aftur á móti verið afar ólíkt sjálfu sér í tveimur heimaleikjum sínum í einvíginu sem Hafnfirðingar hafa tapað með samanlagt níu mörkum. Heimaliðin í úrslitaeinvíginu í ár eru nú tólf mörk í mínus eftir þessa þrjá leiki og hafa aðeins skorað 24,3 mörk að meðaltali í leik. Valsliðið myndi kannski bara óska þess að spila í Hafnarfirði í kvöld frekar en á Hlíðarenda. Valsmenn unnu nefnilega sinn fimmta útileik í röð í Kaplakrika á þriðjudagskvöldið. Eftir tap fyrir ÍBV í Eyjum í fyrsta leik úrslitakeppninnar hafa Hlíðarendapiltar ekki stigið feilspor á ferðalagi sínu í gegnum heimavelli ÍBV, Fram og FH.Mögulegur oddaleikur á sunnudaginn FH-ingar geta tryggt sér oddaleik á heimavelli með sigri í kvöld en hann færi þá fram á sunnudaginn í Kaplakrika. Valsmenn munu örugglega gera allt til að kveða niður heimavallardrauginn á Hlíðarenda fyrir kvöldið og tryggja sér 22. Íslandsmeistaratitil félagsins. Leikurinn á Hlíðarenda hefst klukkan átta í kvöld.grafík/fréttablaðið
Olís-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira