Hávær köll um opinbera rannsókn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. maí 2017 07:00 Trump var íhugull að loknum fundi sínum með Erdogan. vísir/epa Bandarískir þingmenn pressa mjög á Donald Trump, forseta landsins, að útskýra hvers vegna hann deildi trúnaðarupplýsingum með sendiherra og utanríkisráðherra Rússlands á fundi í Hvíta húsinu í liðinni viku. Sagt var frá því í fyrradag að forsetinn hefði rætt hluti á fundinum sem bundnir hefðu verið trúnaði. Það er fátt lagalega sem aftrar forsetanum frá því að segja það sem honum sýnist. Í þessu tilfelli hafði hins vegar sérstaklega verið farið fram á það að upplýsingunum yrði ekki deilt. Hins vegar er óttast að trúnaðarrofið gæti haft þau áhrif að bandamenn Bandaríkjanna veigri sér við að deila upplýsingum með þeim. Þegar fréttirnar komu fram hafnaði H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, því að forsetinn hefði gert nokkuð slíkt. Síðar meir dró hann í land en hélt því þó til streitu að samskipti forsetans hefðu verið „fullkomlega við hæfi“. Upplýsingarnar vörðuðu málefni tengd Íslamska ríkinu og flugöryggi. Heimildir bandarískra blaða herma að heimildarmaðurinn sé ísraelskur. Stjórnvöld í Ísrael vilja ekki tjá sig. „Sem forseti vildi ég deila þessum upplýsingum með Rússum og ég hef fullkominn rétt til þess,“ tísti Donald Trump eftir að fréttaflutningur af málinu hófst. Sagði hann að mannúðarástæður byggju þar að baki og að hann vildi að Rússar tækju sig á í baráttunni gegn ISIS og hryðjuverkum. Þingmenn, bæði úr röðum Demókrata og Repúblíkana, þó aðallega úr fyrrnefnda flokknum, hafa kallað eftir því að afrit af því sem fór fram á fundinum verði gerð opinber. Þá hafa einhverjir kallað eftir opinberri rannsókn á málinu. Þá var upplýst um það í gær að Trump hefði beðið James Comey, hinn nýrekna forstjóra FBI, um að hætta rannsókn á máli Michaels Flynn, fyrrverandi ráðgjafa Trumps í þjóðaröryggismálum. Þetta kom fram í minnisblaði Comey eftir fund hans með Trump í febrúar. Á meðan á öllu þessu stóð tók Donald Trump á móti Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í Hvíta húsinu. Helsta umræðuefnið á fundinum var nýlega vopnasending Bandaríkjanna til YPG, hersveita Kúrda í Sýrlandi. Þá ítrekaði Erdogan bón sína um að Bandaríkin framseldu klerkinn Fethullah Gulen til Tyrklands. Forsetinn grunar klerkinn um að hafa staðið á bak við valdaránstilraunina í Tyrklandi í fyrrasumar. „Við styðjum Tyrki í baráttunni gegn ISIS og PKK og ábyrgjumst að þau samtök eigi hvergi skjól,“ sagði Trump. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og er hann sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu. 16. maí 2017 11:45 Segir leka hins opinbera vera vandamálið Þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, segir að samtal forsetans og utanríkisráðherra Rússlands í Hvíta húsinu í síðustu viku hafi verið "fullkomlega við hæfi“. 16. maí 2017 16:50 Erdogan hreinsar til í tveimur ráðuneytum Tyrknesk stjórnvöld hafa fyrirskipað að 85 starfsmenn í ráðuneytum orkumála og menntamála skuli handteknir. 16. maí 2017 15:37 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Bandarískir þingmenn pressa mjög á Donald Trump, forseta landsins, að útskýra hvers vegna hann deildi trúnaðarupplýsingum með sendiherra og utanríkisráðherra Rússlands á fundi í Hvíta húsinu í liðinni viku. Sagt var frá því í fyrradag að forsetinn hefði rætt hluti á fundinum sem bundnir hefðu verið trúnaði. Það er fátt lagalega sem aftrar forsetanum frá því að segja það sem honum sýnist. Í þessu tilfelli hafði hins vegar sérstaklega verið farið fram á það að upplýsingunum yrði ekki deilt. Hins vegar er óttast að trúnaðarrofið gæti haft þau áhrif að bandamenn Bandaríkjanna veigri sér við að deila upplýsingum með þeim. Þegar fréttirnar komu fram hafnaði H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, því að forsetinn hefði gert nokkuð slíkt. Síðar meir dró hann í land en hélt því þó til streitu að samskipti forsetans hefðu verið „fullkomlega við hæfi“. Upplýsingarnar vörðuðu málefni tengd Íslamska ríkinu og flugöryggi. Heimildir bandarískra blaða herma að heimildarmaðurinn sé ísraelskur. Stjórnvöld í Ísrael vilja ekki tjá sig. „Sem forseti vildi ég deila þessum upplýsingum með Rússum og ég hef fullkominn rétt til þess,“ tísti Donald Trump eftir að fréttaflutningur af málinu hófst. Sagði hann að mannúðarástæður byggju þar að baki og að hann vildi að Rússar tækju sig á í baráttunni gegn ISIS og hryðjuverkum. Þingmenn, bæði úr röðum Demókrata og Repúblíkana, þó aðallega úr fyrrnefnda flokknum, hafa kallað eftir því að afrit af því sem fór fram á fundinum verði gerð opinber. Þá hafa einhverjir kallað eftir opinberri rannsókn á málinu. Þá var upplýst um það í gær að Trump hefði beðið James Comey, hinn nýrekna forstjóra FBI, um að hætta rannsókn á máli Michaels Flynn, fyrrverandi ráðgjafa Trumps í þjóðaröryggismálum. Þetta kom fram í minnisblaði Comey eftir fund hans með Trump í febrúar. Á meðan á öllu þessu stóð tók Donald Trump á móti Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í Hvíta húsinu. Helsta umræðuefnið á fundinum var nýlega vopnasending Bandaríkjanna til YPG, hersveita Kúrda í Sýrlandi. Þá ítrekaði Erdogan bón sína um að Bandaríkin framseldu klerkinn Fethullah Gulen til Tyrklands. Forsetinn grunar klerkinn um að hafa staðið á bak við valdaránstilraunina í Tyrklandi í fyrrasumar. „Við styðjum Tyrki í baráttunni gegn ISIS og PKK og ábyrgjumst að þau samtök eigi hvergi skjól,“ sagði Trump.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og er hann sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu. 16. maí 2017 11:45 Segir leka hins opinbera vera vandamálið Þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, segir að samtal forsetans og utanríkisráðherra Rússlands í Hvíta húsinu í síðustu viku hafi verið "fullkomlega við hæfi“. 16. maí 2017 16:50 Erdogan hreinsar til í tveimur ráðuneytum Tyrknesk stjórnvöld hafa fyrirskipað að 85 starfsmenn í ráðuneytum orkumála og menntamála skuli handteknir. 16. maí 2017 15:37 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og er hann sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu. 16. maí 2017 11:45
Segir leka hins opinbera vera vandamálið Þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, segir að samtal forsetans og utanríkisráðherra Rússlands í Hvíta húsinu í síðustu viku hafi verið "fullkomlega við hæfi“. 16. maí 2017 16:50
Erdogan hreinsar til í tveimur ráðuneytum Tyrknesk stjórnvöld hafa fyrirskipað að 85 starfsmenn í ráðuneytum orkumála og menntamála skuli handteknir. 16. maí 2017 15:37