Samgönguráðherra segir gagnrýni byggða á villandi talnaleikfimi Svavar Hávarðsson skrifar 17. maí 2017 07:00 Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitamálaráðherra, lætur skoða kosti veggjalda til að að ráðast í stórframkvæmdir. vísir/vilhelm „Sú gagnrýni er vægast sagt villandi,“ segir Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, spurður um þá kröfu að ríkið veiti öllum tekjum ríkisins af skattheimtu af bílum og umferð til samgöngubóta, í stað þess að fjármagna einstakar framkvæmdir með veggjöldum. „Einhverjir aðilar sem gagnrýnt hafa það að aðeins hluti tekna ríkisins í formi skatta af bílum og umferð renni til uppbyggingar vegakerfisins, reikna samtölu yfir öll gjöld og skatta sem lagðir eru á bifreiðaeigendur, samtals um 70 milljarða króna. Þar með eru talin vörugjöld og virðisaukaskattur af kaupum á nýjum bílum, eldsneyti og varahlutum. Upphæðin er mun hærri en samtala þeirra skatta og gjalda sem innheimt eru af akstri bifreiða og er slíkur samanburður því alls ekki sanngjarn að mínu mati,“ segir Jón. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær er að störfum starfshópur samgönguráðherra sem er að greina hvernig umfangsmiklum framkvæmdum við stofnleiðir út frá höfuðborgarsvæðinu verði best háttað. Á þessu ári sé fjárveiting til nýframkvæmda á öllu landinu um ellefu milljarðar króna. Á sama tíma er starfshópurinn að vega og meta samgöngubætur sem eru af stærðargráðunni 100 milljarðar. Í skriflegu svari Jóns við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að þessar samgöngubætur verði ekki kláraðar í nánustu framtíð vegna kostnaðar og vill Jón því láta kanna aðkomu einkaaðila og veggjöld til að flýta framkvæmdum. „Í þessu samhengi má líka halda því til haga að samfélagið ber ýmsan annan kostnað af ökutækjum en útgjöld til vegamála. Umferðarslys eru til dæmis talin til mestu álagsvalda á heilbrigðiskerfið. Aukið umferðaröryggi er einmitt ein þeirra jákvæðu afleiðinga sem stórbættar samgöngur út frá höfuðborgarsvæðinu munu leiða af sér og er sannarlega samfélagslegur ábati. Um það ættum við að geta verið sammála,“ segir Jón. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Samgönguráðherra: Uppbygging í pattstöðu næstu áratugi án gjaldtöku Nauðsynlegar samgöngubætur út frá höfuðborgarsvæðinu eru svo dýrar að án gjaldtöku gætu liðið áratugir þangað til þær verða að veruleika, er mat samgönguráðherra. Hann nefnir 100 milljarða eða nífalt vegafé á fjárlögum. 16. maí 2017 05:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
„Sú gagnrýni er vægast sagt villandi,“ segir Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, spurður um þá kröfu að ríkið veiti öllum tekjum ríkisins af skattheimtu af bílum og umferð til samgöngubóta, í stað þess að fjármagna einstakar framkvæmdir með veggjöldum. „Einhverjir aðilar sem gagnrýnt hafa það að aðeins hluti tekna ríkisins í formi skatta af bílum og umferð renni til uppbyggingar vegakerfisins, reikna samtölu yfir öll gjöld og skatta sem lagðir eru á bifreiðaeigendur, samtals um 70 milljarða króna. Þar með eru talin vörugjöld og virðisaukaskattur af kaupum á nýjum bílum, eldsneyti og varahlutum. Upphæðin er mun hærri en samtala þeirra skatta og gjalda sem innheimt eru af akstri bifreiða og er slíkur samanburður því alls ekki sanngjarn að mínu mati,“ segir Jón. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær er að störfum starfshópur samgönguráðherra sem er að greina hvernig umfangsmiklum framkvæmdum við stofnleiðir út frá höfuðborgarsvæðinu verði best háttað. Á þessu ári sé fjárveiting til nýframkvæmda á öllu landinu um ellefu milljarðar króna. Á sama tíma er starfshópurinn að vega og meta samgöngubætur sem eru af stærðargráðunni 100 milljarðar. Í skriflegu svari Jóns við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að þessar samgöngubætur verði ekki kláraðar í nánustu framtíð vegna kostnaðar og vill Jón því láta kanna aðkomu einkaaðila og veggjöld til að flýta framkvæmdum. „Í þessu samhengi má líka halda því til haga að samfélagið ber ýmsan annan kostnað af ökutækjum en útgjöld til vegamála. Umferðarslys eru til dæmis talin til mestu álagsvalda á heilbrigðiskerfið. Aukið umferðaröryggi er einmitt ein þeirra jákvæðu afleiðinga sem stórbættar samgöngur út frá höfuðborgarsvæðinu munu leiða af sér og er sannarlega samfélagslegur ábati. Um það ættum við að geta verið sammála,“ segir Jón.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Samgönguráðherra: Uppbygging í pattstöðu næstu áratugi án gjaldtöku Nauðsynlegar samgöngubætur út frá höfuðborgarsvæðinu eru svo dýrar að án gjaldtöku gætu liðið áratugir þangað til þær verða að veruleika, er mat samgönguráðherra. Hann nefnir 100 milljarða eða nífalt vegafé á fjárlögum. 16. maí 2017 05:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Samgönguráðherra: Uppbygging í pattstöðu næstu áratugi án gjaldtöku Nauðsynlegar samgöngubætur út frá höfuðborgarsvæðinu eru svo dýrar að án gjaldtöku gætu liðið áratugir þangað til þær verða að veruleika, er mat samgönguráðherra. Hann nefnir 100 milljarða eða nífalt vegafé á fjárlögum. 16. maí 2017 05:00