Sýna ferðamönnum hvernig hægt er að komast af í Reykjavík fyrir minna en fimm þúsund á dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. maí 2017 20:37 Að labba um Reykjavík er meðal þeirra ráða sem CNBC gefur ferðamönnum sem ætla að ferðast til Íslands Vísir/GVA Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og Ísland er á nýjan leik orðið eitt dýrasta land í heimi. Það virðist þó ekki stöðva ferðamenn í að koma hingað til lands. Kathleen Elkins, fréttakona CNBC, ferðaðist sérstaklega til Íslands til þess að fjalla um hvernig ferðamenn geta komist af í Reykjavík án þess að eyða fúlgum fjár. Segir hún að með nokkrum einföldum ráðum, sem hún deilir með lesendum vefsíðu CNBC, sé vel hægt að komast af í Reykjavík fyrir minna en 50 dollara á dag, um fimm þúsund krónur íslenskar.Kathleen Elkins í búðinni.Mynd/Skjáskot.Best að halda sig við ódýra eða ókeypis staði Segir hún að það sé nóg að gera í Reykjavík á einum degi. Segist hún hafa labbað um hafnarsvæðið, niður Laugaveginn að Hörpu auk þess sem hún skoðaði Sólfarið og Höfða. Þá leyfði hún sér að fara upp í turn Hallgrímskirkju og greytt fyrir það um 9 dollara eða 900 krónur. Þrátt fyrir að hafa ekki eytt háum fjárhæðum í að fara í Bláa lónið eða annað álíka sem kosti mikinn pening hafi henni aldrei fundist eins og hún hafi verið að missa af einhverju. Hún bendir þó lesendum sínum á það að taka með sér flösku og fylla hana af vatni þegar tækifæri gefst, enda sé engin ástæða til þess að eyða pening í að kaupa vatn í búðum þegar kranavatnið sé fullkomnlega drykkjarhæft.Labba frekar en að taka leigubíl og fara í sund Að mati Elkins er Reykjavík mjög hentug til þess að labba um og það kosti lítið sem ekkert. Ekki nóg með að það sé góð æfing heldur fylgi því einnig frelsi til þess að stoppa hvar sem er og skoða það sem sé áhugavert. Það sé þó mikilvægt að hafa regnhlíf og föt með sér, enda sé veðrið á Íslandi óútreiknanlegt. Eftir göngutúrinn segir Elkins svo að það sé afar gott ráð að skella sér í sund. Það sé ódýrt og mögnuð upplifun, auk þess sem að þar geti maður kynnst heimamönnum, sem stundi sundið af miklum móð.Versla í stórmörkuðum og borða pylsur Þegar kemur að mat nefnir Elkins að það geti verið dýrt að fara út að borða og því sé gáfulegt að fara í stórmarkað til þess að versla sér í gogginn. Fór hún í Krónuna og keypti sér nægan mat fyrir daginn fyrir minni pening en ein máltíð á veitingastað hefði kostað. Vilji ferðamenn hins vegar skella sér út að borða mælir Elkins eindregið með því að fá sér pylsu með öllu. Það sé ódýrasti skyndibitinn og þar að auki óopinber þjóðarréttur Íslendinga. Mælir hún sérstaklega með pylsu með öllu. Þegar allt var tekið saman eyddi Elkins um 38 dollurum yfir daginn. Hún segir vissulega að hún hafi ekki fengið sér svakalega sjávarréttarmáltíð eða farið á söfn, henni hafi þó aldrei fundist eins og hún hafi misst af einhverju. Segir hún því að ferðamenn geti farið létt með að upplifa Reykjavík án þess að þurfa að greiða háar fjárhæðir fyrir. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Myndu dvelja lengur á landinu ef ekki væri fyrir verðið Reykjavík er sextánda dýrasta borg í heimi 26. mars 2017 21:44 Er Ísland dýrasta land í heimi? Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi? 17. mars 2017 10:00 Reykjavík rýkur upp á lista yfir dýrustu borgir í heimi Reykjavík er 16. dýrasta borg í heimi samkvæmt árlegum mælingum tímaritsins The Economist. 21. mars 2017 23:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og Ísland er á nýjan leik orðið eitt dýrasta land í heimi. Það virðist þó ekki stöðva ferðamenn í að koma hingað til lands. Kathleen Elkins, fréttakona CNBC, ferðaðist sérstaklega til Íslands til þess að fjalla um hvernig ferðamenn geta komist af í Reykjavík án þess að eyða fúlgum fjár. Segir hún að með nokkrum einföldum ráðum, sem hún deilir með lesendum vefsíðu CNBC, sé vel hægt að komast af í Reykjavík fyrir minna en 50 dollara á dag, um fimm þúsund krónur íslenskar.Kathleen Elkins í búðinni.Mynd/Skjáskot.Best að halda sig við ódýra eða ókeypis staði Segir hún að það sé nóg að gera í Reykjavík á einum degi. Segist hún hafa labbað um hafnarsvæðið, niður Laugaveginn að Hörpu auk þess sem hún skoðaði Sólfarið og Höfða. Þá leyfði hún sér að fara upp í turn Hallgrímskirkju og greytt fyrir það um 9 dollara eða 900 krónur. Þrátt fyrir að hafa ekki eytt háum fjárhæðum í að fara í Bláa lónið eða annað álíka sem kosti mikinn pening hafi henni aldrei fundist eins og hún hafi verið að missa af einhverju. Hún bendir þó lesendum sínum á það að taka með sér flösku og fylla hana af vatni þegar tækifæri gefst, enda sé engin ástæða til þess að eyða pening í að kaupa vatn í búðum þegar kranavatnið sé fullkomnlega drykkjarhæft.Labba frekar en að taka leigubíl og fara í sund Að mati Elkins er Reykjavík mjög hentug til þess að labba um og það kosti lítið sem ekkert. Ekki nóg með að það sé góð æfing heldur fylgi því einnig frelsi til þess að stoppa hvar sem er og skoða það sem sé áhugavert. Það sé þó mikilvægt að hafa regnhlíf og föt með sér, enda sé veðrið á Íslandi óútreiknanlegt. Eftir göngutúrinn segir Elkins svo að það sé afar gott ráð að skella sér í sund. Það sé ódýrt og mögnuð upplifun, auk þess sem að þar geti maður kynnst heimamönnum, sem stundi sundið af miklum móð.Versla í stórmörkuðum og borða pylsur Þegar kemur að mat nefnir Elkins að það geti verið dýrt að fara út að borða og því sé gáfulegt að fara í stórmarkað til þess að versla sér í gogginn. Fór hún í Krónuna og keypti sér nægan mat fyrir daginn fyrir minni pening en ein máltíð á veitingastað hefði kostað. Vilji ferðamenn hins vegar skella sér út að borða mælir Elkins eindregið með því að fá sér pylsu með öllu. Það sé ódýrasti skyndibitinn og þar að auki óopinber þjóðarréttur Íslendinga. Mælir hún sérstaklega með pylsu með öllu. Þegar allt var tekið saman eyddi Elkins um 38 dollurum yfir daginn. Hún segir vissulega að hún hafi ekki fengið sér svakalega sjávarréttarmáltíð eða farið á söfn, henni hafi þó aldrei fundist eins og hún hafi misst af einhverju. Segir hún því að ferðamenn geti farið létt með að upplifa Reykjavík án þess að þurfa að greiða háar fjárhæðir fyrir.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Myndu dvelja lengur á landinu ef ekki væri fyrir verðið Reykjavík er sextánda dýrasta borg í heimi 26. mars 2017 21:44 Er Ísland dýrasta land í heimi? Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi? 17. mars 2017 10:00 Reykjavík rýkur upp á lista yfir dýrustu borgir í heimi Reykjavík er 16. dýrasta borg í heimi samkvæmt árlegum mælingum tímaritsins The Economist. 21. mars 2017 23:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Myndu dvelja lengur á landinu ef ekki væri fyrir verðið Reykjavík er sextánda dýrasta borg í heimi 26. mars 2017 21:44
Er Ísland dýrasta land í heimi? Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi? 17. mars 2017 10:00
Reykjavík rýkur upp á lista yfir dýrustu borgir í heimi Reykjavík er 16. dýrasta borg í heimi samkvæmt árlegum mælingum tímaritsins The Economist. 21. mars 2017 23:30