HB Statz: FH á þrjá bestu leikmennina í úrslitaeinvíginu til þessa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2017 12:30 Gísli Þorgeir Kristjánsson. Vísir/Anton Deildarmeistarar FH og bikarmeistarar Vals eru þessa daganna að berjast um Íslandsmeistaratitil karla í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar og staðan er jöfn 1-1. Þriðji leikurinn er í Kaplakrikanum í kvöld. Báðir leikirnir hafa unnist á útivelli því Valur vann fyrst í Kaplakrika en FH-ingar svöruðu með því að vinna á Hlíðarenda. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20.00 og liðið sem vinnur hann vantar aðeins einn sigur í viðbót til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. HB Statz hefur fylgst vel með úrslitaeinvíginu og tekið saman sína glæsilegu tölfræði í báðum leikjum. Nú er hægt að finna samantekt á frammistöðu leikmanna í úrslitaeinvíginu til þessa. Auk þess að taka saman hina ýmsu tölfræði þá reiknar HB Statz einnig út einkunn leikmanna út frá tölunum. Það vekur athygli að FH-ingar eiga þrjá bestu leikmennina, þrjá bestu sóknarmennina og tvo bestu varnarmennina í einvíginu til þessa. Hinn sautján ára gamli Gísli Þorgeir Kristjánsson í FH-liðinu er langhæstur, bæði í heildareinkunn (9,3) sem og bara einkunn fyrir sóknarleik (9,9). Gísli hefur skorað 8,0 mörk og gefið 2,5 stoðsendingar að meðaltali í leik um leið hefur hann aðeins tapað 0,5 boltum og nýtt 76 prósent skota sinna. Einar Rafn Eiðsson er í öðru sæti á báðum listum en hann er með 4,0 mörk i leik og 57 prósent skotnýtingu. Ásbjörn Friðriksson er síðan þriðji yfir sóknarleikinn með 4,5 mörk í leik, 3,5 stoðsendingar í leik og 53 prósent skotnýtingu. Ásbjörn og Einar Rafn eru hinsvegar jafnir í öðru sæti á listanum yfir heildarframmistöðu. Efstur Valsmanna er leikstjórnandinn Anton Rúnarsson. FH-ingurinn Ágúst Birgisson er besti varnarmaður úrslitaeinvígisins til þessa en hann hefur meðal annars náð 7,5 löglegum stöðvunum að meðaltali í leik. Liðsfélagi hans Arnar Freyr Ársælsson er síðan með næsthæstu meðaleinkunnina fyrir varnarleik sinn. Besti markvörðurinn er Valsmaðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson en hann hefur varið 7,5 skot að meðaltali í leik og 35 prósent skot sem hafa komið á hann. Birkir Fannar Bragason hjá FH er með næsthæstu meðaleinkunn markvarðanna en hann er með 6,0 skot varin að meðaltali og hefur tekið 50 prósent skota sem hafa komið á hann.Besta meðaleinkunn leikmanna: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH 9,3 2. Einar Rafn Eiðsson, FH 7,5 2. Ásbjörn Friðriksson, FH 7,5 4. Anton Rúnarsson, Val 7,0 5. Josip Juric Gric, Val 6,9 6. Ólafur Ægir Ólafsson, Val 6,8 6. Ágúst Birgisson, FH 6,8 8. Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 6,6 9. Orri Freyr Gíslason, Val 6,4 9. Ýmir Örn Gíslason, Val 6,4Besti sóknarmaðurinn: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH 9,9 2. Einar Rafn Eiðsson, FH 8,2 3. Ásbjörn Friðriksson, FH 8,0 4. Anton Rúnarsson, Val 7,9 5. Josip Juric Gric, Val 7,5 6. Ólafur Ægir Ólafsson, Val 7,3 6. Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 7,3Besti varnarmaðurinn: 1. Ágúst Birgisson, FH 8,2 2. Arnar Freyr Ársælsson, FH 7,8 3. Ólafur Ægir Ólafsson, Val 7,2 3. Alexander Örn Júlíusson, Val 7,2 3. Ýmir Örn Gíslason, Val 7,2 6. Orri Freyr Gíslason, Val 6,8 7. Jóhann Karl Reynisson, FH 6,7Besti markvörðurinn: 1. Sigurður Ingiberg Ólafsson, Val 7,5 2. Birkir Fannar Bragason, FH 7,2 3. Ágúst Elí Björgvinsson, FH 6,8 4. Hlynur Morthens, Val 6,6 Hér fyrir neðan má sjá meira af tölfræðinni hjá HB Statz. Olís-deild karla Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Deildarmeistarar FH og bikarmeistarar Vals eru þessa daganna að berjast um Íslandsmeistaratitil karla í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar og staðan er jöfn 1-1. Þriðji leikurinn er í Kaplakrikanum í kvöld. Báðir leikirnir hafa unnist á útivelli því Valur vann fyrst í Kaplakrika en FH-ingar svöruðu með því að vinna á Hlíðarenda. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20.00 og liðið sem vinnur hann vantar aðeins einn sigur í viðbót til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. HB Statz hefur fylgst vel með úrslitaeinvíginu og tekið saman sína glæsilegu tölfræði í báðum leikjum. Nú er hægt að finna samantekt á frammistöðu leikmanna í úrslitaeinvíginu til þessa. Auk þess að taka saman hina ýmsu tölfræði þá reiknar HB Statz einnig út einkunn leikmanna út frá tölunum. Það vekur athygli að FH-ingar eiga þrjá bestu leikmennina, þrjá bestu sóknarmennina og tvo bestu varnarmennina í einvíginu til þessa. Hinn sautján ára gamli Gísli Þorgeir Kristjánsson í FH-liðinu er langhæstur, bæði í heildareinkunn (9,3) sem og bara einkunn fyrir sóknarleik (9,9). Gísli hefur skorað 8,0 mörk og gefið 2,5 stoðsendingar að meðaltali í leik um leið hefur hann aðeins tapað 0,5 boltum og nýtt 76 prósent skota sinna. Einar Rafn Eiðsson er í öðru sæti á báðum listum en hann er með 4,0 mörk i leik og 57 prósent skotnýtingu. Ásbjörn Friðriksson er síðan þriðji yfir sóknarleikinn með 4,5 mörk í leik, 3,5 stoðsendingar í leik og 53 prósent skotnýtingu. Ásbjörn og Einar Rafn eru hinsvegar jafnir í öðru sæti á listanum yfir heildarframmistöðu. Efstur Valsmanna er leikstjórnandinn Anton Rúnarsson. FH-ingurinn Ágúst Birgisson er besti varnarmaður úrslitaeinvígisins til þessa en hann hefur meðal annars náð 7,5 löglegum stöðvunum að meðaltali í leik. Liðsfélagi hans Arnar Freyr Ársælsson er síðan með næsthæstu meðaleinkunnina fyrir varnarleik sinn. Besti markvörðurinn er Valsmaðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson en hann hefur varið 7,5 skot að meðaltali í leik og 35 prósent skot sem hafa komið á hann. Birkir Fannar Bragason hjá FH er með næsthæstu meðaleinkunn markvarðanna en hann er með 6,0 skot varin að meðaltali og hefur tekið 50 prósent skota sem hafa komið á hann.Besta meðaleinkunn leikmanna: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH 9,3 2. Einar Rafn Eiðsson, FH 7,5 2. Ásbjörn Friðriksson, FH 7,5 4. Anton Rúnarsson, Val 7,0 5. Josip Juric Gric, Val 6,9 6. Ólafur Ægir Ólafsson, Val 6,8 6. Ágúst Birgisson, FH 6,8 8. Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 6,6 9. Orri Freyr Gíslason, Val 6,4 9. Ýmir Örn Gíslason, Val 6,4Besti sóknarmaðurinn: 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, FH 9,9 2. Einar Rafn Eiðsson, FH 8,2 3. Ásbjörn Friðriksson, FH 8,0 4. Anton Rúnarsson, Val 7,9 5. Josip Juric Gric, Val 7,5 6. Ólafur Ægir Ólafsson, Val 7,3 6. Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 7,3Besti varnarmaðurinn: 1. Ágúst Birgisson, FH 8,2 2. Arnar Freyr Ársælsson, FH 7,8 3. Ólafur Ægir Ólafsson, Val 7,2 3. Alexander Örn Júlíusson, Val 7,2 3. Ýmir Örn Gíslason, Val 7,2 6. Orri Freyr Gíslason, Val 6,8 7. Jóhann Karl Reynisson, FH 6,7Besti markvörðurinn: 1. Sigurður Ingiberg Ólafsson, Val 7,5 2. Birkir Fannar Bragason, FH 7,2 3. Ágúst Elí Björgvinsson, FH 6,8 4. Hlynur Morthens, Val 6,6 Hér fyrir neðan má sjá meira af tölfræðinni hjá HB Statz.
Olís-deild karla Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn