Er í mínu besta formi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. maí 2017 06:00 Sara Björk fær hér gusu yfir sig í fögnuðinum um helgina. vísir/getty Wolfsburg varð um helgina þýskur meistari í knattspyrnu þrátt fyrir að enn væri ein umferð eftir af keppnistímabili í þýsku 1. deild kvenna. Wolfsburg tapaði að vísu fyrir Freiburg, 0-2, um helgina en það kom ekki að sök þar sem meistari síðustu tveggja ára, Bayern München, steinlá á heimavelli fyrir Potsdam, 4-0, á sama tíma. „Tilfinningin var mjög ljúf, þrátt fyrir að við töpuðum leiknum,“ sagði Sara Björk í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þegar maður leit í átt að hliðarlínunni og sá að þar var byrjað að fagna þá áttaði maður sig á þessu almennilega. Þetta var frábært.“ Þetta var aðeins annar tapleikur Wolfsburg á tímabilinu en liðið er með fjögurra stiga forystu á Bayern fyrir lokaumferðina. Potsdam og Freiburg koma svo í næstu tveimur sætum á eftir. Sara Björk segir að árangurinn hafi ekki komið á óvart. Wolfsburg sé það stórt félag að það sé gerð krafa um árangur á hverju ári en þetta var þriðji meistaratitill félagsins – hinir komu árin 2013 og 2014. „Þetta gekk betur í síðari umferðinni en þeirri fyrri. Fyrir áramót töpuðu við fyrir Potsdam og gerðum jafntefli við SC Sand og Frankfurt. Það eru allir leikir í þessari deild erfiðir,“ sagði Sara Björk en Wolfsburg hafði unnið alla leiki sína eftir áramót fram að leik helgarinnar.Erfitt og krefjandi Þýska deildin er án nokkurs vafa ein sú allra sterkasta í heimi enda hafa þýsk lið unnið Meistaradeild Evrópu í níu skipti af alls fimmtán. Sara Björk kom til Þýskalands síðastliðið sumar frá Svíþjóð, þar sem hún varð margfaldur meistari með Rosengård. „Ef maður á að bera þetta saman þá gætu 3-4 bestu liðin í Svíþjóð staðið sig vel hér. En mestur er munurinn á líkamlegu formi leikmanna. Það sá ég líka þegar ég var í Svíþjóð og spilaði gegn þýskum liðum – þau voru alltaf í toppstandi,“ segir Sara Björk. „Ég finn því talsverðan mun á deildunum. Þetta er rosalega erfitt og krefjandi en það var líka ástæðan fyrir því að ég vildi skipta og prófa eitthvað nýtt. Sjálf finn ég fyrir því að ég hef aldrei verið í jafn góðu formi og er að toppa sjálfa mig. Á þessu eina tímabili hef ég orðið betri og betri.“ Hún segir að þetta sé ekki bara spurning um að æfa meira en aðrir. „Það skiptir líka máli að æfa rétt,“ bætir Sara Björk við.Samkeppnin ýtir við manni Sara Björk hefur spilað mikið með Wolfsburg og er ánægð með það, ekki síst í ljósi þess hversu mikil samkeppnin er. „Ef maður átti lélegan leik í Svíþjóð var maður nokkuð viss um að halda sætinu sínu. En hér þarf maður alltaf að vera á tánum. En ég er sátt við hversu mikið ég hef spilað og þá trú sem þjálfarinn hefur á mér. Það er ekki létt að halda sætinu sínu í liðinu,“ segir hún. Sara Björk spilar sem varnartengiliður, svokölluð sexa, og segir hún að það séu alls fimm leikmenn í hópnum að berjast um tvær stöður. „Svona lagað ýtir við manni enn lengra og þannig verður maður betri.“ Wolfsburg mætir SC Sand í bikarúrslitunum þann 27. maí og Wolfsburg vill auðvitað vinna tvöfalt. „Svo tökum við Meistaradeildina á næsta ári,“ sagði hún í léttum dúr. Sara Björk á tvö ár eftir af samningi sínum og það er ekkert fararsnið á henni. „Mér líður vel hér og ég er í toppstandi,“ segir Sara Björk að lokum. Þýski boltinn Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Sjá meira
Wolfsburg varð um helgina þýskur meistari í knattspyrnu þrátt fyrir að enn væri ein umferð eftir af keppnistímabili í þýsku 1. deild kvenna. Wolfsburg tapaði að vísu fyrir Freiburg, 0-2, um helgina en það kom ekki að sök þar sem meistari síðustu tveggja ára, Bayern München, steinlá á heimavelli fyrir Potsdam, 4-0, á sama tíma. „Tilfinningin var mjög ljúf, þrátt fyrir að við töpuðum leiknum,“ sagði Sara Björk í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þegar maður leit í átt að hliðarlínunni og sá að þar var byrjað að fagna þá áttaði maður sig á þessu almennilega. Þetta var frábært.“ Þetta var aðeins annar tapleikur Wolfsburg á tímabilinu en liðið er með fjögurra stiga forystu á Bayern fyrir lokaumferðina. Potsdam og Freiburg koma svo í næstu tveimur sætum á eftir. Sara Björk segir að árangurinn hafi ekki komið á óvart. Wolfsburg sé það stórt félag að það sé gerð krafa um árangur á hverju ári en þetta var þriðji meistaratitill félagsins – hinir komu árin 2013 og 2014. „Þetta gekk betur í síðari umferðinni en þeirri fyrri. Fyrir áramót töpuðu við fyrir Potsdam og gerðum jafntefli við SC Sand og Frankfurt. Það eru allir leikir í þessari deild erfiðir,“ sagði Sara Björk en Wolfsburg hafði unnið alla leiki sína eftir áramót fram að leik helgarinnar.Erfitt og krefjandi Þýska deildin er án nokkurs vafa ein sú allra sterkasta í heimi enda hafa þýsk lið unnið Meistaradeild Evrópu í níu skipti af alls fimmtán. Sara Björk kom til Þýskalands síðastliðið sumar frá Svíþjóð, þar sem hún varð margfaldur meistari með Rosengård. „Ef maður á að bera þetta saman þá gætu 3-4 bestu liðin í Svíþjóð staðið sig vel hér. En mestur er munurinn á líkamlegu formi leikmanna. Það sá ég líka þegar ég var í Svíþjóð og spilaði gegn þýskum liðum – þau voru alltaf í toppstandi,“ segir Sara Björk. „Ég finn því talsverðan mun á deildunum. Þetta er rosalega erfitt og krefjandi en það var líka ástæðan fyrir því að ég vildi skipta og prófa eitthvað nýtt. Sjálf finn ég fyrir því að ég hef aldrei verið í jafn góðu formi og er að toppa sjálfa mig. Á þessu eina tímabili hef ég orðið betri og betri.“ Hún segir að þetta sé ekki bara spurning um að æfa meira en aðrir. „Það skiptir líka máli að æfa rétt,“ bætir Sara Björk við.Samkeppnin ýtir við manni Sara Björk hefur spilað mikið með Wolfsburg og er ánægð með það, ekki síst í ljósi þess hversu mikil samkeppnin er. „Ef maður átti lélegan leik í Svíþjóð var maður nokkuð viss um að halda sætinu sínu. En hér þarf maður alltaf að vera á tánum. En ég er sátt við hversu mikið ég hef spilað og þá trú sem þjálfarinn hefur á mér. Það er ekki létt að halda sætinu sínu í liðinu,“ segir hún. Sara Björk spilar sem varnartengiliður, svokölluð sexa, og segir hún að það séu alls fimm leikmenn í hópnum að berjast um tvær stöður. „Svona lagað ýtir við manni enn lengra og þannig verður maður betri.“ Wolfsburg mætir SC Sand í bikarúrslitunum þann 27. maí og Wolfsburg vill auðvitað vinna tvöfalt. „Svo tökum við Meistaradeildina á næsta ári,“ sagði hún í léttum dúr. Sara Björk á tvö ár eftir af samningi sínum og það er ekkert fararsnið á henni. „Mér líður vel hér og ég er í toppstandi,“ segir Sara Björk að lokum.
Þýski boltinn Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Sjá meira