Ferðaþjónustan hafnar því að vera tvísaga Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2017 16:29 Helga Árnadóttir hefur lítinn áhuga á því að sitja undir háðsglósum ráðherra og segir málið á misskilningi byggt. Samtök ferðaþjónustunnar hafa brugðist skjótt við ummælum Bjartar Ólafdóttur umhverfisráðherra, sem vill meina að forkólfar þar séu ekki samkvæmir sjálfum sér gagnvart bílastæðagjöldum. Vísir greindi frá málinu fyrr í dag. Samtökin hafa nú sent frá sér ályktun vegna málsins, sem sjá má í heild sinni hér neðar. Skapti Örn Ólafsson er upplýsingafulltrúi hjá Samtökum ferðaþjónustunnar og hann segir það alls ekki vera svo að fólk innan ferðaþjónustunnar vilji skattyrðast við ráðherra. Hann segir orð ráðherra vera á misskilningi byggð, það vanti einfaldlega botninn í söguna. Samtök ferðaþjónustunnar hafi lengi talað fyrir bílastæðagjöldum sem skynsamlegri þegar gjaldtaka er annars vegar. Hins vegar þurfi að gæta samræmis og það megi glögglega sjá í téðri umsögn Samtakanna við frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld. Slík gjaldtaka verði að vera skýr, sanngjörn og einföld í framkvæmd. Þá þarf að huga að skipulagi og samræmingu hvað gjaldtökuna varðar. Skapti Örn vísar að öðru leyti til ályktunarinnar sem er svohljóðandi:„SAF eru fylgjandi gjaldtöku fyrir virðisaukandi þjónustu Fyrir Alþingi liggur nú fyrir frumvarp til laga um breytingar á umferðalögum sem snúa að bílastæðagjöldum. Í ljósi umræðunnar vilja Samtök ferðaþjónustunnar benda á að þau hafa lengi talað fyrir og eru fylgjandi gjaldtöku fyrir hverskonar virðisaukandi þjónustu, m.a. bílastæðagjöldum. Samtökin vilja árétta að markmið slíkrar gjaldtöku þarf að vera skýrt og að gætt sé að samræmingu hvað varðar gjaldtökuna sjálfa. Ekki gengur að gjaldtaka í formi bílastæðagjalda sé stjórnlaus og án alls skipulags og samræmingar. Þá er mikilvægt að þær tekjur sem verða til við innheimtu bílastæðagjalda fari sannarlega til uppbyggingar á ferðamannastöðum enda mikilvægt að tryggja sjálfbærni náttúrunnar, auðlindina sem ferðaþjónustan byggir á og landsmenn allir vilja njóta. Samtökin geta ekki sætt sig við lög sem festa ferðaþjónustufyrirtæki í viðjum óskipulagðrar gjaldtöku og skila ekki tilætluðum árangri. Skilvirkt, sanngjarnt og einfalt kerfi er það sem SAF kalla eftir. Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar“Rangtúlkun fjölmiðla Því er svo við þetta að bæta að Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur sent athugasemd inn á Facebookvegg ráðherrans þar sem hún segir að afstöðu samtakanna óbreytta: „þ.e. þau eru fylgjandi gjaldtöku fyrir hvers konar virðisaukandi þjónustu s.s. bílastæðagjöld þó svo að fjölmiðlar kjósi að túlka umsögn okkar á annan veg. Kær kveðja Helga.“ Ráherra telur um að gera að leiðrétta fréttina sem allt snýst um, sé hún röng. „Sá þetta í fjölmiðlum og fannst þetta bara dálítið skondið- verð nú alveg að viðurkenna það.“ Tengdar fréttir Umhverfisráðherra sendir ferðaþjónustunni glósu Björt Ólafsdóttir telur forkólfa ferðaþjónustunnar ósamkvæma sjálfum sér. 15. maí 2017 14:50 Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar hafa brugðist skjótt við ummælum Bjartar Ólafdóttur umhverfisráðherra, sem vill meina að forkólfar þar séu ekki samkvæmir sjálfum sér gagnvart bílastæðagjöldum. Vísir greindi frá málinu fyrr í dag. Samtökin hafa nú sent frá sér ályktun vegna málsins, sem sjá má í heild sinni hér neðar. Skapti Örn Ólafsson er upplýsingafulltrúi hjá Samtökum ferðaþjónustunnar og hann segir það alls ekki vera svo að fólk innan ferðaþjónustunnar vilji skattyrðast við ráðherra. Hann segir orð ráðherra vera á misskilningi byggð, það vanti einfaldlega botninn í söguna. Samtök ferðaþjónustunnar hafi lengi talað fyrir bílastæðagjöldum sem skynsamlegri þegar gjaldtaka er annars vegar. Hins vegar þurfi að gæta samræmis og það megi glögglega sjá í téðri umsögn Samtakanna við frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld. Slík gjaldtaka verði að vera skýr, sanngjörn og einföld í framkvæmd. Þá þarf að huga að skipulagi og samræmingu hvað gjaldtökuna varðar. Skapti Örn vísar að öðru leyti til ályktunarinnar sem er svohljóðandi:„SAF eru fylgjandi gjaldtöku fyrir virðisaukandi þjónustu Fyrir Alþingi liggur nú fyrir frumvarp til laga um breytingar á umferðalögum sem snúa að bílastæðagjöldum. Í ljósi umræðunnar vilja Samtök ferðaþjónustunnar benda á að þau hafa lengi talað fyrir og eru fylgjandi gjaldtöku fyrir hverskonar virðisaukandi þjónustu, m.a. bílastæðagjöldum. Samtökin vilja árétta að markmið slíkrar gjaldtöku þarf að vera skýrt og að gætt sé að samræmingu hvað varðar gjaldtökuna sjálfa. Ekki gengur að gjaldtaka í formi bílastæðagjalda sé stjórnlaus og án alls skipulags og samræmingar. Þá er mikilvægt að þær tekjur sem verða til við innheimtu bílastæðagjalda fari sannarlega til uppbyggingar á ferðamannastöðum enda mikilvægt að tryggja sjálfbærni náttúrunnar, auðlindina sem ferðaþjónustan byggir á og landsmenn allir vilja njóta. Samtökin geta ekki sætt sig við lög sem festa ferðaþjónustufyrirtæki í viðjum óskipulagðrar gjaldtöku og skila ekki tilætluðum árangri. Skilvirkt, sanngjarnt og einfalt kerfi er það sem SAF kalla eftir. Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar“Rangtúlkun fjölmiðla Því er svo við þetta að bæta að Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur sent athugasemd inn á Facebookvegg ráðherrans þar sem hún segir að afstöðu samtakanna óbreytta: „þ.e. þau eru fylgjandi gjaldtöku fyrir hvers konar virðisaukandi þjónustu s.s. bílastæðagjöld þó svo að fjölmiðlar kjósi að túlka umsögn okkar á annan veg. Kær kveðja Helga.“ Ráherra telur um að gera að leiðrétta fréttina sem allt snýst um, sé hún röng. „Sá þetta í fjölmiðlum og fannst þetta bara dálítið skondið- verð nú alveg að viðurkenna það.“
Tengdar fréttir Umhverfisráðherra sendir ferðaþjónustunni glósu Björt Ólafsdóttir telur forkólfa ferðaþjónustunnar ósamkvæma sjálfum sér. 15. maí 2017 14:50 Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Umhverfisráðherra sendir ferðaþjónustunni glósu Björt Ólafsdóttir telur forkólfa ferðaþjónustunnar ósamkvæma sjálfum sér. 15. maí 2017 14:50