Dansandi górillan er vinur Stellu Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 16. maí 2017 08:00 Danshöfundurinn Stella Rósenkranz fylgdi Svölu út til Kænugarðs. FRÉTTABLAÐIÐ/BENEDIKT BÓAS Í teyminu sem fylgdi Svölu til Úkraínu var danshöfundurinn Stella Rósenkranz. Henni fannst fá dansatriði standa upp úr í Kænugarði, fyrir utan það sænska og auðvitað ítölsku górilluna, vin hennar. Mér fannst ekkert dansatriði skara fram úr í ár en ég hafði gaman af sænsku kóreógrafíunni á hlaupabrettunum. Kannski aðallega af því að ég fíla lagið alveg massa vel en líka bara af því að ég er svo ánægð með að einhverjir eru að koma með Ok!Go stemninguna til baka,“ segir Stella, danshöfundur og deildarstjóri Dansstúdíós World Class, sem hefur starfað með Svölu Björgvinsdóttur í gegnum allt Eurovision-ferlið. Stella segir gaman að sjá þegar fólk lærir dansana sem hún semur.„Það er rosalega gaman að vinna svona lengi að atriði og sjá það svo á svona massívu sviði. Það er líka æðislegt að sjá að viðbrögðin eru jákvæð, fólk að fíla hreyfingarnar, læra þær og herma og svona. Svo eru auðvitað einhverjir sem fíla þetta ekki, það er alltaf þannig. En ég elska að sjá myndbönd af fólki sem hefur lært hreyfingarnar sem við bjuggum til.“ Henni þykir mjög vænt um lagið Paper og atriðið sjálft. „Það er geggjað að fara í svona risa verkefni með vinum sínum, lag sem Svala og Einar semja og skiptir þau miklu máli. Svo er alltaf gaman þegar við Svala hittumst og prófum okkur áfram á æfingum, rosa mikil samvinna og auðvelt að ná saman. Ég var með gæsahúð allan tímann í undanúrslitunum þegar hún flutti lagið og negldi það. Hún var bara eins og einhver ninja þarna uppi, ég fæ gæsahúð aftur núna bara við tilhugsunina.“ Hissa að hitta vin sin í EurovisionVinur Stellu vakti athygli sem dansandi górilla í atriði hins ítalska Francesco Gabbani.NORDICPHOTOS/GETTYStella segist ekki hafa kynnst neinum öðrum danshöfundum úti í Kænugarði. „En ég kynntist einum af sænsku dönsurunum. Svo var pínu gaman að því að ítalskur félagi minn var dansandi górillan í atriði Ítala. Við hittumst óvart á opnunarhátíðinni og vorum bæði mega hissa að hittast þarna, ég hafði ekki hugmynd um að hann væri að taka þátt í Eurovision. Við vorum alltaf á sömu dansnámskeiðunum í Svíþjóð fyrir nokkrum árum þannig að þetta var skemmtileg. Hvað framhaldið varðar þá var ýmislegt rætt, skipst á símanúmerum og svona en ekkert neglt ennþá.“ Stella er að fara að vinna í nokkrum verkefnum á næstunni. „Það eru nokkur tónlistarmyndbönd uppi á borðinu sem ég get ekki rætt strax. En svo er ég að fara að undirbúa tónleikana hans Palla í Laugardalshöll í haust. 16 dansarar og yfir 20 lög, svo það er mikið að gera hjá mér í því.“ Eurovision Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Í teyminu sem fylgdi Svölu til Úkraínu var danshöfundurinn Stella Rósenkranz. Henni fannst fá dansatriði standa upp úr í Kænugarði, fyrir utan það sænska og auðvitað ítölsku górilluna, vin hennar. Mér fannst ekkert dansatriði skara fram úr í ár en ég hafði gaman af sænsku kóreógrafíunni á hlaupabrettunum. Kannski aðallega af því að ég fíla lagið alveg massa vel en líka bara af því að ég er svo ánægð með að einhverjir eru að koma með Ok!Go stemninguna til baka,“ segir Stella, danshöfundur og deildarstjóri Dansstúdíós World Class, sem hefur starfað með Svölu Björgvinsdóttur í gegnum allt Eurovision-ferlið. Stella segir gaman að sjá þegar fólk lærir dansana sem hún semur.„Það er rosalega gaman að vinna svona lengi að atriði og sjá það svo á svona massívu sviði. Það er líka æðislegt að sjá að viðbrögðin eru jákvæð, fólk að fíla hreyfingarnar, læra þær og herma og svona. Svo eru auðvitað einhverjir sem fíla þetta ekki, það er alltaf þannig. En ég elska að sjá myndbönd af fólki sem hefur lært hreyfingarnar sem við bjuggum til.“ Henni þykir mjög vænt um lagið Paper og atriðið sjálft. „Það er geggjað að fara í svona risa verkefni með vinum sínum, lag sem Svala og Einar semja og skiptir þau miklu máli. Svo er alltaf gaman þegar við Svala hittumst og prófum okkur áfram á æfingum, rosa mikil samvinna og auðvelt að ná saman. Ég var með gæsahúð allan tímann í undanúrslitunum þegar hún flutti lagið og negldi það. Hún var bara eins og einhver ninja þarna uppi, ég fæ gæsahúð aftur núna bara við tilhugsunina.“ Hissa að hitta vin sin í EurovisionVinur Stellu vakti athygli sem dansandi górilla í atriði hins ítalska Francesco Gabbani.NORDICPHOTOS/GETTYStella segist ekki hafa kynnst neinum öðrum danshöfundum úti í Kænugarði. „En ég kynntist einum af sænsku dönsurunum. Svo var pínu gaman að því að ítalskur félagi minn var dansandi górillan í atriði Ítala. Við hittumst óvart á opnunarhátíðinni og vorum bæði mega hissa að hittast þarna, ég hafði ekki hugmynd um að hann væri að taka þátt í Eurovision. Við vorum alltaf á sömu dansnámskeiðunum í Svíþjóð fyrir nokkrum árum þannig að þetta var skemmtileg. Hvað framhaldið varðar þá var ýmislegt rætt, skipst á símanúmerum og svona en ekkert neglt ennþá.“ Stella er að fara að vinna í nokkrum verkefnum á næstunni. „Það eru nokkur tónlistarmyndbönd uppi á borðinu sem ég get ekki rætt strax. En svo er ég að fara að undirbúa tónleikana hans Palla í Laugardalshöll í haust. 16 dansarar og yfir 20 lög, svo það er mikið að gera hjá mér í því.“
Eurovision Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira