Umhverfisráðherra sendir ferðaþjónustunni glósu Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2017 14:50 Björt telur ekki standa steinn yfir steini í málflutningi forkólfa ferðaþjónustunnar og fær Helga Árnadóttir að kenna á nöpru háði ráðherra. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra sendir forkólfum ferðaþjónustunnar meinlega glósu. Hún birti á Facebooksíðu sinni samklippta mynd sem sýnir talsvert ósamræmi í orðum Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Björt lætur fríunarorð fylgja myndinni: „Koma svo, ákveða sig“. Í annarri fréttinni segist Helga vilja að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið.“ Á hinni myndinni kveður hins vegar við annan tón. Þar segir að Samtök ferðaþjónustunnar leggist alfarið gegn frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld. „Það er ólíðandi að stjórnlaus gjaldtaka af hálfu opinbera aðila geti viðgengist hér á landi og gildir þá einu hvort um bílastæðagjöld eða aðra innheimtu er að ræða,“ segja Samtök ferðaþjónustunnar í umsögn um frumvarpið. Til að auka enn á flækjustigið má rifja það upp að þarna rís Björt meðal annars upp til varnar Jóni Gunnarssyni, en ekki er langt síðan kastaðist í kekki þeirra á milli, reyndar út af öðrum málum. En, það var áður en þau settust saman í ríkisstjórn. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30 Gagnrýna fyrirhuguð bílastæðagjöld Samtök ferðaþjónustunnar leggjast alfarið gegn frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld. 15. maí 2017 07:00 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Sjá meira
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra sendir forkólfum ferðaþjónustunnar meinlega glósu. Hún birti á Facebooksíðu sinni samklippta mynd sem sýnir talsvert ósamræmi í orðum Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Björt lætur fríunarorð fylgja myndinni: „Koma svo, ákveða sig“. Í annarri fréttinni segist Helga vilja að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið.“ Á hinni myndinni kveður hins vegar við annan tón. Þar segir að Samtök ferðaþjónustunnar leggist alfarið gegn frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld. „Það er ólíðandi að stjórnlaus gjaldtaka af hálfu opinbera aðila geti viðgengist hér á landi og gildir þá einu hvort um bílastæðagjöld eða aðra innheimtu er að ræða,“ segja Samtök ferðaþjónustunnar í umsögn um frumvarpið. Til að auka enn á flækjustigið má rifja það upp að þarna rís Björt meðal annars upp til varnar Jóni Gunnarssyni, en ekki er langt síðan kastaðist í kekki þeirra á milli, reyndar út af öðrum málum. En, það var áður en þau settust saman í ríkisstjórn.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30 Gagnrýna fyrirhuguð bílastæðagjöld Samtök ferðaþjónustunnar leggjast alfarið gegn frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld. 15. maí 2017 07:00 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Sjá meira
Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. 7. apríl 2017 10:30
Gagnrýna fyrirhuguð bílastæðagjöld Samtök ferðaþjónustunnar leggjast alfarið gegn frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld. 15. maí 2017 07:00