Ólafur svarar fyrir sig á miðvikudaginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2017 14:11 Ólafur Ólafsson, oftast kenndur við Samskip, mun koma fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd seinni partinn á miðvikudaginn. Verður fundurinn opinn fjölmiðlum. Þar mun Ólafur svara fyrir sig en hann er borinn þungum sökum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck og Aufhäuser að kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum árið 2003. Ólafur fór sjálfur fram á að fá að koma fyrir nefndina og útskýra mál sitt. Hann neitar því staðfastlega að hafa staðið í blekkingum við íslenska ríkið við kaupin á bankanum á sínum tíma.Finnur Vilhjálmsson og Kjartan Björgvinsson hafa rannsakað kaupin á Búnaðarbankanum hófu rannsókn sína í júlí 2016.Vísir/Anton BrinkRannsóknarnefndin mun sitja fyrir svörum nefndarinnar í fyrramálið klukkan níu. Þar munu formaðurinn Kjartan Björgvinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, og Finnur Vilhjálmsson, starfsmaður nefndarinnar og saksóknari hjá héraðssaksóknara, svara spurningum nefndarmanna. Fundurinn með Kjartani og Finni verður ekki opinn fjölmiðlum en það staðfestir Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður nefndarinnar, í samtali við Kjarnann. Sjá einnig: Ævintýramaðurinn Ólafur Ólafsson Sterkur orðrómur hafði verið uppi í áraraðir um að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið leppur annarra félaga við kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar sýndi blekkingarnar sem beittar voru svart á hvítu. „Niðurstöður skýrslunnar eru studdar þannig gögnum að um þetta verður ekki deilt meir,“ sagði Finnur Vilhjálmsson, starfsmaður rannsóknarnefndar Alþingis, um söluna á Búnaðarbankanum í samtali við Fréttablaðið. Vorið 2016 fékk Umboðsmaður Alþingis ábendingu um málið sem þótti svo traust að sett var af stað rannsókn á kaupunum. Rannsóknarnefnd var skipuð í þeim tilgangi að varpa ljósi á hvernig raunverulega var staðið að sölunni. Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ólafur sagður hafa þegið háa þóknun Fyrrverandi stjórnarmaður Samvinnutrygginga fullyrðir að há þóknun sem greidd var í tengslum við kaup S-hópsins hafi runnið inn á reikning Ólafs Ólafssonar. 5. apríl 2017 05:00 Ólafur Ólafsson óskaði formlega eftir fundi á föstudaginn Ólafur Ólafsson, athafnamaður og stærsti eigandi Samskipa, hefur sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis formlegt erindi og óskað eftir að fá að mæta á fund hennar. 4. maí 2017 07:00 Fundur Ólafs með stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd verður opinn fjölmiðlum Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd ákvað á fundi sínum í morgun að fá Ólaf Ólafsson, fjárfestir, myndi fá að koma fyrir nefndina vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck und Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 4. maí 2017 12:19 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Ólafur Ólafsson, oftast kenndur við Samskip, mun koma fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd seinni partinn á miðvikudaginn. Verður fundurinn opinn fjölmiðlum. Þar mun Ólafur svara fyrir sig en hann er borinn þungum sökum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck og Aufhäuser að kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum árið 2003. Ólafur fór sjálfur fram á að fá að koma fyrir nefndina og útskýra mál sitt. Hann neitar því staðfastlega að hafa staðið í blekkingum við íslenska ríkið við kaupin á bankanum á sínum tíma.Finnur Vilhjálmsson og Kjartan Björgvinsson hafa rannsakað kaupin á Búnaðarbankanum hófu rannsókn sína í júlí 2016.Vísir/Anton BrinkRannsóknarnefndin mun sitja fyrir svörum nefndarinnar í fyrramálið klukkan níu. Þar munu formaðurinn Kjartan Björgvinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, og Finnur Vilhjálmsson, starfsmaður nefndarinnar og saksóknari hjá héraðssaksóknara, svara spurningum nefndarmanna. Fundurinn með Kjartani og Finni verður ekki opinn fjölmiðlum en það staðfestir Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður nefndarinnar, í samtali við Kjarnann. Sjá einnig: Ævintýramaðurinn Ólafur Ólafsson Sterkur orðrómur hafði verið uppi í áraraðir um að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið leppur annarra félaga við kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar sýndi blekkingarnar sem beittar voru svart á hvítu. „Niðurstöður skýrslunnar eru studdar þannig gögnum að um þetta verður ekki deilt meir,“ sagði Finnur Vilhjálmsson, starfsmaður rannsóknarnefndar Alþingis, um söluna á Búnaðarbankanum í samtali við Fréttablaðið. Vorið 2016 fékk Umboðsmaður Alþingis ábendingu um málið sem þótti svo traust að sett var af stað rannsókn á kaupunum. Rannsóknarnefnd var skipuð í þeim tilgangi að varpa ljósi á hvernig raunverulega var staðið að sölunni.
Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ólafur sagður hafa þegið háa þóknun Fyrrverandi stjórnarmaður Samvinnutrygginga fullyrðir að há þóknun sem greidd var í tengslum við kaup S-hópsins hafi runnið inn á reikning Ólafs Ólafssonar. 5. apríl 2017 05:00 Ólafur Ólafsson óskaði formlega eftir fundi á föstudaginn Ólafur Ólafsson, athafnamaður og stærsti eigandi Samskipa, hefur sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis formlegt erindi og óskað eftir að fá að mæta á fund hennar. 4. maí 2017 07:00 Fundur Ólafs með stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd verður opinn fjölmiðlum Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd ákvað á fundi sínum í morgun að fá Ólaf Ólafsson, fjárfestir, myndi fá að koma fyrir nefndina vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck und Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 4. maí 2017 12:19 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Ólafur sagður hafa þegið háa þóknun Fyrrverandi stjórnarmaður Samvinnutrygginga fullyrðir að há þóknun sem greidd var í tengslum við kaup S-hópsins hafi runnið inn á reikning Ólafs Ólafssonar. 5. apríl 2017 05:00
Ólafur Ólafsson óskaði formlega eftir fundi á föstudaginn Ólafur Ólafsson, athafnamaður og stærsti eigandi Samskipa, hefur sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis formlegt erindi og óskað eftir að fá að mæta á fund hennar. 4. maí 2017 07:00
Fundur Ólafs með stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd verður opinn fjölmiðlum Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd ákvað á fundi sínum í morgun að fá Ólaf Ólafsson, fjárfestir, myndi fá að koma fyrir nefndina vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck und Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 4. maí 2017 12:19