Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2017 23:30 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, gengur hér fremstur í flokki. Vísir/Getty Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Skotinu á flauginni var ætlað að staðfesta getu Norður-Kóreu til að koma á loft svokölluðum kjarnaoddi. Reuters greinir frá. Ríkisfréttastofan vísar til flugskeytisins sem skotið var á loft í gær við Kusong, norðvestan við höfuðborgina Pyongyang, í Norður-Kóreu. Þá var haft eftir Kim Jong-un að flaugar Norður-Kóreu næðu til Bandaríkjanna og að yfirvöld þar í landi mættu ekki vanmeta þá staðreynd. Í frétt KCNA kom einnig fram að þess hafi verið gætt að flugskeytið færi ekki inn í lofthelgi nágrannalanda. Það er sagt hafa flogið 787 kílómetra og náð yfir 2000 kílómetra hæð. „Tilraunaskotinu var ætlað að staðfesta herkænsku- og tæknilegar útlistanir á nýþróaðri skotflaug, sem getur borið kjarnaodd og enn fremur náð til Bandaríkjanna,“ sagði í tilkynningingu frá ríkisfréttastofu Norður-Kóreu.Flugskeytið í gær ekki talið langdræg eldflaug Norður-kóresk yfirvöld eru talin standa í þróun á langdrægri eldflaug (ICBM), á hverri hægt er að koma fyrir kjarnaoddi. Hersveit Bandaríkjanna við Kyrrahafið sagði þó að flugskeytið, sem skotið var á loft í gær, samræmdist ekki þeirri gerð langdrægrar eldflaugar sem Norður-Kóreumenn segjast vera að þróa. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun hittast á þriðjudag til að ræða nýjasta eldflaugarskot Norður-Kóreu en með skotinu eru norður-kóresk yfirvöld sérstaklega talin hafa sent nýkjörnum forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, skilaboð. Hann hefur heitið því að taka samband ríkjanna föstum tökum. Fundurinn á þriðjudag verður haldinn að beiðni Bandaríkjanna, Suður-Kóreu og Japans. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa lengi haft það að yfirlýstu markmiði að koma fyrir kjarnaoddi á langdræga eldflaug, sem næði til skotmarka um allan heim. Þá var tveimur flugskeytum skotið á loft í síðasta mánuði en tilraunirnar misheppnuðust báðar. Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sjá meira
Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Skotinu á flauginni var ætlað að staðfesta getu Norður-Kóreu til að koma á loft svokölluðum kjarnaoddi. Reuters greinir frá. Ríkisfréttastofan vísar til flugskeytisins sem skotið var á loft í gær við Kusong, norðvestan við höfuðborgina Pyongyang, í Norður-Kóreu. Þá var haft eftir Kim Jong-un að flaugar Norður-Kóreu næðu til Bandaríkjanna og að yfirvöld þar í landi mættu ekki vanmeta þá staðreynd. Í frétt KCNA kom einnig fram að þess hafi verið gætt að flugskeytið færi ekki inn í lofthelgi nágrannalanda. Það er sagt hafa flogið 787 kílómetra og náð yfir 2000 kílómetra hæð. „Tilraunaskotinu var ætlað að staðfesta herkænsku- og tæknilegar útlistanir á nýþróaðri skotflaug, sem getur borið kjarnaodd og enn fremur náð til Bandaríkjanna,“ sagði í tilkynningingu frá ríkisfréttastofu Norður-Kóreu.Flugskeytið í gær ekki talið langdræg eldflaug Norður-kóresk yfirvöld eru talin standa í þróun á langdrægri eldflaug (ICBM), á hverri hægt er að koma fyrir kjarnaoddi. Hersveit Bandaríkjanna við Kyrrahafið sagði þó að flugskeytið, sem skotið var á loft í gær, samræmdist ekki þeirri gerð langdrægrar eldflaugar sem Norður-Kóreumenn segjast vera að þróa. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun hittast á þriðjudag til að ræða nýjasta eldflaugarskot Norður-Kóreu en með skotinu eru norður-kóresk yfirvöld sérstaklega talin hafa sent nýkjörnum forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, skilaboð. Hann hefur heitið því að taka samband ríkjanna föstum tökum. Fundurinn á þriðjudag verður haldinn að beiðni Bandaríkjanna, Suður-Kóreu og Japans. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa lengi haft það að yfirlýstu markmiði að koma fyrir kjarnaoddi á langdræga eldflaug, sem næði til skotmarka um allan heim. Þá var tveimur flugskeytum skotið á loft í síðasta mánuði en tilraunirnar misheppnuðust báðar.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sjá meira
Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08